Heimir valdi í vikunni hópinn sem mætir Mexíkó á sunnudaginn í mikilvægum leik í Þjóðadeild Mið- og Norður-Ameríku.
Morrison er í 23 manna hópnum en Jamaíka þarf að spjara sig án framherjans Michail Antonio og fyrirliðans og markvarðarins Andre Blake, vegna meiðsla.
Coach Hallgrímsson 23-Player Squad to face Mexico in the Concacaf Nations League.
— Official J.F.F (@jff_football) March 20, 2023
: Mexico
: Sunday, March 26
: 7:00 pm (JA/EST) 8:00 pm (ET)
: Azteca Stadium
:
.#ReggaeBoyz #CNL #MEXJAM #JFF_Football pic.twitter.com/QCFDo0h9KP
Morrison er í hópnum þrátt fyrir að hafa ekkert spilað á nýrri leiktíð í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Fyrrverandi samherji hans hjá Manchester United, Wayne Rooney, kaus að nýta ekki krafta miðjumannsins sem skoraði tvö mörk í fjórtán deildarleikjum fyrir DC United í fyrra, eftir að hafa staðið sig vel undir stjórn Rooney hjá Derby í Englandi tímabilið 2021-22.
Samningur Morrison við DC United gildir út þessa leiktíð en Rooney útskýrði nýverið af hverju leikmaðurinn væri ekki í hópnum sem hann ákvað að treysta á.
„Í ljósi þess hvaða leikmenn við vorum að fá inn, og vegna annarra þátta sem þarf að skoða varðandi fjárhaginn, pláss fyrir erlenda leikmenn og fleira, þá fannst mér mikilvægara að fá aðra leikmenn í aðrar stöður, sem við töldum mikilvægari,“ sagði Rooney.
Jamaíka þarf líklega á sigri að halda gegn Mexíkó til að vinna sinn riðil og komast áfram í undanúrslit Þjóðadeildarinnar. Jamaíka hefur þó þegar tryggt sér að minnsta kosti 2. sæti og þar með farseðil í Gullbikarinn í sumar, þar sem sextán bestu lið Mið- og Norður-Ameríku spila.