„Ætlaði sko ekki að falla inn í hópinn“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 25. mars 2023 07:01 Tónlistarmaðurinn Kjalar er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Hlín Guðmundsdóttir Tónlistarmaðurinn, stærðfræði séní-inn og lífskúnstnerinn Kjalar söng sig inn í hjörtu þjóðarinnar í Idolinu í vetur þar sem hann hafnaði öðru sæti. Kjalar hefur einnig vakið mikla athygli fyrir einstakan stíl sinn en hann elskar litríkar flíkur og er að eigin sögn duglegur að ögra sér í fatavali. Kjalar er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. Kjalar fer eigin leiðir í klæðaburði og elskar liti.Aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Mér finnst tíska geta verið svo RISASTÓR partur af persónuleika manns og algjör synd að nýta þann part ekki til fulls. Það er hægt að tjá sig svo mikið í gegnum tísku og fataval! Hver hefur ekki lent í því að sjá einhverja flík eða klæðast flík og fá fiðrildi í magann? Kjalar er óhræddur við að ögra sér í fatavali.Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Það fer mjög eftir deginum, núna í dag held ég mikið upp á blómaskyrtu sem ég fann í febrúar. Mér finnst hún alveg æðisleg og ég elska flottar skyrtur, það spice-ar svo mikið upp á annars klassískt lúkk. Það eina við hana er að hún er svolítið þröng á mig en það býður bara upp á ný tækifæri, Sexy-Kjalar fær að skína í gegn. Blómaskyrtan er í miklu uppáhaldi hjá Kjalari.Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Að meðaltali nei. Ég á nokkrar go-to flíkur en ég get alveg orðið fastur í því að velja hverju ég klæðist. Kjalar er með persónulegan og einstakan stíl.Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum?Auðveldasta orðið til þess er litir. Ég þoli ekki að vera litlaus og vil helst alltaf vera í að minnsta kosti einu litríku. Mér finnst gaman að ögra norminu og fara líka sjálfur út fyrir þægindarammann. Litir og munstur eru vinsæl hjá Kjalari.Hlín Guðmundsdóttir Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Jahá! Ég pældi ekki neitt í tísku alveg þar til ég varð svona átján eða nítján ára, þá var mér alltaf nokkurn vegin sama um það sem ég klæddist. Var meira að segja kominn í þær pælingar að vera bara mínimalisti hvað varðar fataskápinn, eiga bara nokkrar gallabuxur og svarta og hvíta stuttermaboli. En svo fattaði ég fljótlega að mig langaði í mun meira en það. Þá byrjaði ég að skoða nytjamarkaði meira og á um tveimur árum færðust öll mín kaup á fötum þangað. Síðastliðin tvö ár hefur Kjalar verslað sín föt á nytjamörkuðum.Aðsend Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Ég held ég fái allan minn innblástur frá fólki í kringum mig, bæði sem ég þekki og fólk sem ég sé úti á götu. Mér finnst mjög áhugavert og gaman að sjá hverju fólk er að klæðast. Ég þekki voða lítið til tískuheimsins og kannast við engar persónur þaðan svo að það er lítið gagn í því að spyrja mig um nöfn. Kjalar sækir innblásturinn til fólks og umhverfisins.Hlín Guðmundsdóttir Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Held það eina séu skinny-jeans, ég braut þá reglu margoft á mínum fyrstu menntaskólaárum og ætla sko ekki að gera það aftur. Annars leyfi ég mér hvað sem er. Kjalar leyfir sér allt nema skinny jeans.Aðsend Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Það hljóta að vera rauðu glimmer jakkafötin mín, ég útskrifaðist í þeim úr menntaskóla og klæddist þeim svo í undanúrslitunum í Idolinu líka. Ég ákvað áður en ég útskrifaðist að ég ætlaði sko ekki að falla inn í hópinn og vera í svörtum/bláum/gráum jakkafötum heldur fann ég þessi rauðu og sló til. Ég var svo heppin að þau smell pössuðu á mig og gat ég setið og glansað innan um restina af útskriftarhópnum. Kjalar skín sannarlega skært í rauðu glimmer jakkafötunum.STÖÐ 2/GOTTSKÁLK DAÐI BERNHÖFT REYNISSON Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Hættu að pæla í hvað öðrum finnst, þinn stíll er einstakur og það lúkkar á þér sem lúkkar á þér. Aðsend Hér er hægt að skoða Kjalar á Instagram. Tíska og hönnun Tískutal Tengdar fréttir Labbaði á tískusýningu komin átta mánuði á leið Stílistinn og tískuskvísan Karin Arnhildardóttir hefur brennandi áhuga á klæðaburði og reynir alltaf að kaupa flíkur sem endast lengi. Stíllinn hennar hefur breyst svolítið á síðustu árum þar sem hún sækir meira í þægindi, sem hún segir ekki alltaf hafa verið í forgangi hjá sér. Karin er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 18. mars 2023 11:30 „Engin ein rétt leið til að vera smart“ Margrét Mist Tindsdóttir, jafnan þekkt sem Maja Mist, lifir og hrærist í tískuheiminum en hún starfar nú sem markaðsstjóri hjá Húrra Reykjavík eftir nokkur ár í tískubransanum í Kaupmannahöfn. Henni hefur alltaf þótt skemmtilegt að klæðast kjólum og pilsum og finnst fjölbreytileikinn það skemmtilegasta við tískuna. Maja Mist er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 11. mars 2023 11:30 Reyndi áður fyrr að klæða kynhneigðina af sér Lífskúnstnernum, tónlistarmanninum og förðunarfræðingnum Úlfari Viktori Björnssyni er margt til lista lagt. Á unglingsárunum var hann að eigin sögn að berjast við innri djöfla og þorði ekki að láta ljós sitt skína en í dag er hann óhræddur við að fara eigin leiðir og vera samkvæmur sjálfum sér. Úlfar Viktor er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 4. mars 2023 07:00 „Alltaf smá sirkus í mér“ Elísabet Alma Svendsen, eigandi Listval og lífskúnstner mikill, hefur alla tíð haft áhuga á tísku og farið eigin leiðir í persónulegum og einstökum stíl. Meginregla hennar er að líða alltaf vel í því sem hún klæðist. Elísabet Alma er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 25. febrúar 2023 07:00 Myndi frekar vera á tánum en að klæðast gönguskóm Fyrirsætan Helen Óttarsdóttir hefur gert góða hluti í tískuheiminum og tekið að sér verkefni víða um heiminn. Tískan er órjúfanlegur hluti af starfi hennar og lífi en hún fær gjarnan að heyra að hún sé of fínt klædd fyrir tilefnið og hefur alla tíð neitað að fara í úlpu. Helen er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 18. febrúar 2023 08:00 Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Selena komin með hring Lífið Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. Kjalar fer eigin leiðir í klæðaburði og elskar liti.Aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Mér finnst tíska geta verið svo RISASTÓR partur af persónuleika manns og algjör synd að nýta þann part ekki til fulls. Það er hægt að tjá sig svo mikið í gegnum tísku og fataval! Hver hefur ekki lent í því að sjá einhverja flík eða klæðast flík og fá fiðrildi í magann? Kjalar er óhræddur við að ögra sér í fatavali.Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Það fer mjög eftir deginum, núna í dag held ég mikið upp á blómaskyrtu sem ég fann í febrúar. Mér finnst hún alveg æðisleg og ég elska flottar skyrtur, það spice-ar svo mikið upp á annars klassískt lúkk. Það eina við hana er að hún er svolítið þröng á mig en það býður bara upp á ný tækifæri, Sexy-Kjalar fær að skína í gegn. Blómaskyrtan er í miklu uppáhaldi hjá Kjalari.Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Að meðaltali nei. Ég á nokkrar go-to flíkur en ég get alveg orðið fastur í því að velja hverju ég klæðist. Kjalar er með persónulegan og einstakan stíl.Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum?Auðveldasta orðið til þess er litir. Ég þoli ekki að vera litlaus og vil helst alltaf vera í að minnsta kosti einu litríku. Mér finnst gaman að ögra norminu og fara líka sjálfur út fyrir þægindarammann. Litir og munstur eru vinsæl hjá Kjalari.Hlín Guðmundsdóttir Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Jahá! Ég pældi ekki neitt í tísku alveg þar til ég varð svona átján eða nítján ára, þá var mér alltaf nokkurn vegin sama um það sem ég klæddist. Var meira að segja kominn í þær pælingar að vera bara mínimalisti hvað varðar fataskápinn, eiga bara nokkrar gallabuxur og svarta og hvíta stuttermaboli. En svo fattaði ég fljótlega að mig langaði í mun meira en það. Þá byrjaði ég að skoða nytjamarkaði meira og á um tveimur árum færðust öll mín kaup á fötum þangað. Síðastliðin tvö ár hefur Kjalar verslað sín föt á nytjamörkuðum.Aðsend Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Ég held ég fái allan minn innblástur frá fólki í kringum mig, bæði sem ég þekki og fólk sem ég sé úti á götu. Mér finnst mjög áhugavert og gaman að sjá hverju fólk er að klæðast. Ég þekki voða lítið til tískuheimsins og kannast við engar persónur þaðan svo að það er lítið gagn í því að spyrja mig um nöfn. Kjalar sækir innblásturinn til fólks og umhverfisins.Hlín Guðmundsdóttir Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Held það eina séu skinny-jeans, ég braut þá reglu margoft á mínum fyrstu menntaskólaárum og ætla sko ekki að gera það aftur. Annars leyfi ég mér hvað sem er. Kjalar leyfir sér allt nema skinny jeans.Aðsend Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Það hljóta að vera rauðu glimmer jakkafötin mín, ég útskrifaðist í þeim úr menntaskóla og klæddist þeim svo í undanúrslitunum í Idolinu líka. Ég ákvað áður en ég útskrifaðist að ég ætlaði sko ekki að falla inn í hópinn og vera í svörtum/bláum/gráum jakkafötum heldur fann ég þessi rauðu og sló til. Ég var svo heppin að þau smell pössuðu á mig og gat ég setið og glansað innan um restina af útskriftarhópnum. Kjalar skín sannarlega skært í rauðu glimmer jakkafötunum.STÖÐ 2/GOTTSKÁLK DAÐI BERNHÖFT REYNISSON Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Hættu að pæla í hvað öðrum finnst, þinn stíll er einstakur og það lúkkar á þér sem lúkkar á þér. Aðsend Hér er hægt að skoða Kjalar á Instagram.
Tíska og hönnun Tískutal Tengdar fréttir Labbaði á tískusýningu komin átta mánuði á leið Stílistinn og tískuskvísan Karin Arnhildardóttir hefur brennandi áhuga á klæðaburði og reynir alltaf að kaupa flíkur sem endast lengi. Stíllinn hennar hefur breyst svolítið á síðustu árum þar sem hún sækir meira í þægindi, sem hún segir ekki alltaf hafa verið í forgangi hjá sér. Karin er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 18. mars 2023 11:30 „Engin ein rétt leið til að vera smart“ Margrét Mist Tindsdóttir, jafnan þekkt sem Maja Mist, lifir og hrærist í tískuheiminum en hún starfar nú sem markaðsstjóri hjá Húrra Reykjavík eftir nokkur ár í tískubransanum í Kaupmannahöfn. Henni hefur alltaf þótt skemmtilegt að klæðast kjólum og pilsum og finnst fjölbreytileikinn það skemmtilegasta við tískuna. Maja Mist er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 11. mars 2023 11:30 Reyndi áður fyrr að klæða kynhneigðina af sér Lífskúnstnernum, tónlistarmanninum og förðunarfræðingnum Úlfari Viktori Björnssyni er margt til lista lagt. Á unglingsárunum var hann að eigin sögn að berjast við innri djöfla og þorði ekki að láta ljós sitt skína en í dag er hann óhræddur við að fara eigin leiðir og vera samkvæmur sjálfum sér. Úlfar Viktor er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 4. mars 2023 07:00 „Alltaf smá sirkus í mér“ Elísabet Alma Svendsen, eigandi Listval og lífskúnstner mikill, hefur alla tíð haft áhuga á tísku og farið eigin leiðir í persónulegum og einstökum stíl. Meginregla hennar er að líða alltaf vel í því sem hún klæðist. Elísabet Alma er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 25. febrúar 2023 07:00 Myndi frekar vera á tánum en að klæðast gönguskóm Fyrirsætan Helen Óttarsdóttir hefur gert góða hluti í tískuheiminum og tekið að sér verkefni víða um heiminn. Tískan er órjúfanlegur hluti af starfi hennar og lífi en hún fær gjarnan að heyra að hún sé of fínt klædd fyrir tilefnið og hefur alla tíð neitað að fara í úlpu. Helen er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 18. febrúar 2023 08:00 Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Selena komin með hring Lífið Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Labbaði á tískusýningu komin átta mánuði á leið Stílistinn og tískuskvísan Karin Arnhildardóttir hefur brennandi áhuga á klæðaburði og reynir alltaf að kaupa flíkur sem endast lengi. Stíllinn hennar hefur breyst svolítið á síðustu árum þar sem hún sækir meira í þægindi, sem hún segir ekki alltaf hafa verið í forgangi hjá sér. Karin er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 18. mars 2023 11:30
„Engin ein rétt leið til að vera smart“ Margrét Mist Tindsdóttir, jafnan þekkt sem Maja Mist, lifir og hrærist í tískuheiminum en hún starfar nú sem markaðsstjóri hjá Húrra Reykjavík eftir nokkur ár í tískubransanum í Kaupmannahöfn. Henni hefur alltaf þótt skemmtilegt að klæðast kjólum og pilsum og finnst fjölbreytileikinn það skemmtilegasta við tískuna. Maja Mist er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 11. mars 2023 11:30
Reyndi áður fyrr að klæða kynhneigðina af sér Lífskúnstnernum, tónlistarmanninum og förðunarfræðingnum Úlfari Viktori Björnssyni er margt til lista lagt. Á unglingsárunum var hann að eigin sögn að berjast við innri djöfla og þorði ekki að láta ljós sitt skína en í dag er hann óhræddur við að fara eigin leiðir og vera samkvæmur sjálfum sér. Úlfar Viktor er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 4. mars 2023 07:00
„Alltaf smá sirkus í mér“ Elísabet Alma Svendsen, eigandi Listval og lífskúnstner mikill, hefur alla tíð haft áhuga á tísku og farið eigin leiðir í persónulegum og einstökum stíl. Meginregla hennar er að líða alltaf vel í því sem hún klæðist. Elísabet Alma er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 25. febrúar 2023 07:00
Myndi frekar vera á tánum en að klæðast gönguskóm Fyrirsætan Helen Óttarsdóttir hefur gert góða hluti í tískuheiminum og tekið að sér verkefni víða um heiminn. Tískan er órjúfanlegur hluti af starfi hennar og lífi en hún fær gjarnan að heyra að hún sé of fínt klædd fyrir tilefnið og hefur alla tíð neitað að fara í úlpu. Helen er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 18. febrúar 2023 08:00