Allt í einu er lögreglan með rafbyssur Björn Leví Gunnarsson skrifar 23. mars 2023 10:30 Allt í einu hefur lögreglan fengið leyfi til þess að nota rafbyssur. Sama dag og dómsmálaráðherra segist hafa tekið ákvörðun um að gera nauðsynlegar breytingar til þess að láta lögregluna fá rafbyssur segir forsætisráðherra að það þurfi nú að ræða málið í ríkisstjórn og í þinginu. Og nei, við skulum hafa það á hreinu: þetta eru ekki „rafvarnarvopn,“ „rafvarnartæki“ eða „rafvarnartól.“ Þetta eru rafbyssur. Málið er ekki flóknara en svo. Eðli þessara vopna breytist ekkert þó séu kölluð krúttlegri nöfnum. Þetta eru rafbyssur – og núna má lögreglan allt í einu nota þær á sama hátt og lögreglan beitir kylfum og úða. Eins og hendi sé veifað. Það er mikilvægt að þetta sérstaklega skýrt; nú er búið að auka við vopnabúnað lögreglunnar með rafbyssum án þess að um það hafi verið haft nokkurtsamráð. Það var ekki samráð við ríkisstjórnina, það var ekki samráð við þingið og það var heldur ekki samráð við þjóðina. Dómsmálaráðherra fannst bara að lögreglan ætti að vopnast og lét það gerast, þrátt fyrir athugasemdir forsætisráðherra. Eru ekki allir í stuði? Með reglugerðinni sem dómsmálaráðherra setti í lok síðasta árs kemur skýrt og greinilega fram að heimilt sé að nota rafbyssur í öllum tilfellum þar sem heimilt væri að nota kylfu eða úða: „Lögreglu er heimilt að nota rafvarnarvopn þegar heimilt er að nota úðavopn eða kylfu, ef talið er að úðavopn eða kylfa eða aðrar vægari aðgerðir muni ekki nægja til þess að yfirbuga aðila eða skilyrði um notkun skotvopna er ekki til staðar.“ Hér er reyndar bætt um betur og í raun gefin heimild til þess að nota frekar rafbyssu en kylfu og úða: „Heimilt er að nota rafvarnarvopn ef lögreglumaður telur notkun þess geta afstýrt frekari hættu fyrir hann sjálfan eða aðra, svo sem þar sem hægt er að beita rafvarnarvopni á lengra færi en úðavopni eða kylfu.“ Það er augljóslega hægt að nota rafbyssu á lengra færi en hægt er að nota kylfu eða úða, og þar með auðveldara að afstýra meintri hættu úr fjarlægð. Það má gera ráð fyrir því að notkun rafbyssa verði tiltölulega algeng í samanburði við kylfu og úða – hvort sem við erum að tala um að lögreglan hóti því að beita vopninu eða hleypi af rafbyssunni. Enginn talaði við neinn Eins og fram hefur komið þá taldi forsætisráðherra að ræða þyrfti rafbyssur innan ríkisstjórnar. Það er sagt sama dag og dómsmálaráðherra sendi grein í Morgunblaðið um að lögreglan fengi að nota rafbyssur, mögulega strax eftir páska. Í greininni skrifar dómsmálaráðherra: „Að vandlega íhuguðu máli hef ég tekið ákvörðun um gera nauðsynlegar reglugerðarbreytingar til að heimila lögreglu að hefja innleiðingarferli að því er varðar notkun rafvarnarvopna.“ Þarna kom hvergi fram að það væri þegar búið að gera reglugerðarbreytingarnar og að þær hafi verið undirritaðar þennan sama dag. Það er augljóst á viðbrögðum forsætisráðherra að hún hafði ekki hugmynd um að þetta væri búið og gert. Þar kemur skýrt fram að forsætisráðherra telji að það eigi að bera málið undir þingið og að málið hafi ekki verið rætt á undanförnum fundum ríkisstjórnarinnar. Umboðsmaður segir það einnig vera þýðingarlaust hvort reglurnar höfðu þegar verið undirritaðar og sendar til birtingar þegar forsætisráðherra var sagt frá þessari ákvörðun dómsmálaráðherra. Mjög einfalt hefði verið að fresta framkvæmd málsins. Þetta er þá staðan sem við stöndum frammi fyrir í dag. Forsætisráðherra telur að um mikilvæga áherslubreytingu á vopnaburði lögreglu sé að ræða. Dómsmálaráðherra er ósammála og segir að hann ráði því bara hvort þetta sé mikilvægt mál eða ekki og engum dettur í hug að spyrja þing eða þjóð um álit sitt. Svona er þetta bara… eða hvað? Afleiðingin er sú að lögreglan fær rafbyssur – og við getum ekki annað en spurt okkur að því hvort raunverulega sé svo í pottinn búið að enginn geti sagt nokkuð við því? Getur forsætisráðherra ekki einu sinni sagt við ráðherra sinnar eigin ríkisstjórnar að málið sé mikilvægt og beri að meðhöndla á viðeigandi hátt, með viðeigandi samtali og samráði? Og hvað með okkur hin? Vonandi verðum við aldrei fyrir þeirri lífsreynslu að horfa á lögreglumann beina að okkur rafbyssu, en miðað við fyrri dæmi þar sem piðarúða var beitt, þá hefði til dæmis ekki verið ólíklegt að rafbyssum hefði verið beitt á mótmælendur við Alþingishúsið. Þannig gætu þingmenn horft á fólk vera lamað með raflosti vegna mótmæla. Við erum því í mjög undarlegri stöðu. Forsætisráðherra segir, endurorðað, „þetta er mikilvægt“ á meðan dómsmálaráðherra segir „þetta er ekki mikilvægt“. Það sem er að veði í þessari störukeppni er, samkvæmt umboðsmanni, “það traust sem borgararnir eiga að geta borið til þess að æðsta stjórn landsins vinni mál og afgreiði af fagmennsku og yfirvegun”. Það hlýtur að vera meiri háttar mál þegar það er ósætti innan ríkisstjórnarinnar, hvað þá um jafn alvarlegt mál og að vopnvæða lögregluna með rafbyssum. Við hljótum að þurfa að greiða úr þessum ágreiningi einhvern veginn – en það er varla hægt að gera á meðan vopnvæðingin er enn í gildi. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Leví Gunnarsson Rafbyssur Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir Skoðun Atvinnumál fatlaðra Ína Valsdóttir Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skyndihjálp: Lykillinn að öruggara samfélagi Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Sjá meira
Allt í einu hefur lögreglan fengið leyfi til þess að nota rafbyssur. Sama dag og dómsmálaráðherra segist hafa tekið ákvörðun um að gera nauðsynlegar breytingar til þess að láta lögregluna fá rafbyssur segir forsætisráðherra að það þurfi nú að ræða málið í ríkisstjórn og í þinginu. Og nei, við skulum hafa það á hreinu: þetta eru ekki „rafvarnarvopn,“ „rafvarnartæki“ eða „rafvarnartól.“ Þetta eru rafbyssur. Málið er ekki flóknara en svo. Eðli þessara vopna breytist ekkert þó séu kölluð krúttlegri nöfnum. Þetta eru rafbyssur – og núna má lögreglan allt í einu nota þær á sama hátt og lögreglan beitir kylfum og úða. Eins og hendi sé veifað. Það er mikilvægt að þetta sérstaklega skýrt; nú er búið að auka við vopnabúnað lögreglunnar með rafbyssum án þess að um það hafi verið haft nokkurtsamráð. Það var ekki samráð við ríkisstjórnina, það var ekki samráð við þingið og það var heldur ekki samráð við þjóðina. Dómsmálaráðherra fannst bara að lögreglan ætti að vopnast og lét það gerast, þrátt fyrir athugasemdir forsætisráðherra. Eru ekki allir í stuði? Með reglugerðinni sem dómsmálaráðherra setti í lok síðasta árs kemur skýrt og greinilega fram að heimilt sé að nota rafbyssur í öllum tilfellum þar sem heimilt væri að nota kylfu eða úða: „Lögreglu er heimilt að nota rafvarnarvopn þegar heimilt er að nota úðavopn eða kylfu, ef talið er að úðavopn eða kylfa eða aðrar vægari aðgerðir muni ekki nægja til þess að yfirbuga aðila eða skilyrði um notkun skotvopna er ekki til staðar.“ Hér er reyndar bætt um betur og í raun gefin heimild til þess að nota frekar rafbyssu en kylfu og úða: „Heimilt er að nota rafvarnarvopn ef lögreglumaður telur notkun þess geta afstýrt frekari hættu fyrir hann sjálfan eða aðra, svo sem þar sem hægt er að beita rafvarnarvopni á lengra færi en úðavopni eða kylfu.“ Það er augljóslega hægt að nota rafbyssu á lengra færi en hægt er að nota kylfu eða úða, og þar með auðveldara að afstýra meintri hættu úr fjarlægð. Það má gera ráð fyrir því að notkun rafbyssa verði tiltölulega algeng í samanburði við kylfu og úða – hvort sem við erum að tala um að lögreglan hóti því að beita vopninu eða hleypi af rafbyssunni. Enginn talaði við neinn Eins og fram hefur komið þá taldi forsætisráðherra að ræða þyrfti rafbyssur innan ríkisstjórnar. Það er sagt sama dag og dómsmálaráðherra sendi grein í Morgunblaðið um að lögreglan fengi að nota rafbyssur, mögulega strax eftir páska. Í greininni skrifar dómsmálaráðherra: „Að vandlega íhuguðu máli hef ég tekið ákvörðun um gera nauðsynlegar reglugerðarbreytingar til að heimila lögreglu að hefja innleiðingarferli að því er varðar notkun rafvarnarvopna.“ Þarna kom hvergi fram að það væri þegar búið að gera reglugerðarbreytingarnar og að þær hafi verið undirritaðar þennan sama dag. Það er augljóst á viðbrögðum forsætisráðherra að hún hafði ekki hugmynd um að þetta væri búið og gert. Þar kemur skýrt fram að forsætisráðherra telji að það eigi að bera málið undir þingið og að málið hafi ekki verið rætt á undanförnum fundum ríkisstjórnarinnar. Umboðsmaður segir það einnig vera þýðingarlaust hvort reglurnar höfðu þegar verið undirritaðar og sendar til birtingar þegar forsætisráðherra var sagt frá þessari ákvörðun dómsmálaráðherra. Mjög einfalt hefði verið að fresta framkvæmd málsins. Þetta er þá staðan sem við stöndum frammi fyrir í dag. Forsætisráðherra telur að um mikilvæga áherslubreytingu á vopnaburði lögreglu sé að ræða. Dómsmálaráðherra er ósammála og segir að hann ráði því bara hvort þetta sé mikilvægt mál eða ekki og engum dettur í hug að spyrja þing eða þjóð um álit sitt. Svona er þetta bara… eða hvað? Afleiðingin er sú að lögreglan fær rafbyssur – og við getum ekki annað en spurt okkur að því hvort raunverulega sé svo í pottinn búið að enginn geti sagt nokkuð við því? Getur forsætisráðherra ekki einu sinni sagt við ráðherra sinnar eigin ríkisstjórnar að málið sé mikilvægt og beri að meðhöndla á viðeigandi hátt, með viðeigandi samtali og samráði? Og hvað með okkur hin? Vonandi verðum við aldrei fyrir þeirri lífsreynslu að horfa á lögreglumann beina að okkur rafbyssu, en miðað við fyrri dæmi þar sem piðarúða var beitt, þá hefði til dæmis ekki verið ólíklegt að rafbyssum hefði verið beitt á mótmælendur við Alþingishúsið. Þannig gætu þingmenn horft á fólk vera lamað með raflosti vegna mótmæla. Við erum því í mjög undarlegri stöðu. Forsætisráðherra segir, endurorðað, „þetta er mikilvægt“ á meðan dómsmálaráðherra segir „þetta er ekki mikilvægt“. Það sem er að veði í þessari störukeppni er, samkvæmt umboðsmanni, “það traust sem borgararnir eiga að geta borið til þess að æðsta stjórn landsins vinni mál og afgreiði af fagmennsku og yfirvegun”. Það hlýtur að vera meiri háttar mál þegar það er ósætti innan ríkisstjórnarinnar, hvað þá um jafn alvarlegt mál og að vopnvæða lögregluna með rafbyssum. Við hljótum að þurfa að greiða úr þessum ágreiningi einhvern veginn – en það er varla hægt að gera á meðan vopnvæðingin er enn í gildi. Höfundur er þingmaður Pírata.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun