Kosningin fór fram á Uglu, innra vefsvæði Háskóla Íslands, en hægt var að kjósa á milli Röskvu – samtaka félagshyggjufólks og Vöku - félags lýðræðissinnaðra stúdenta. Báðar hreyfingar buðu fram lista á öllum fimm fræðasviðum skólans.
Í annað skiptið í meira en hundrað ára sögu Stúdentaráðs bauð einstaklingur sig fram en hann hlaut 53,3 atkvæði af 577 greiddum á Hugvísindasviði.
Heildarkjörsókn var 32,54 prósent.
Eftirfarandi hlutu kjör í Stúdentaráð:
Félagsvísindasvið:
Arna Dís Heiðarsdóttir (Röskva)
Daníel Hjörvar Guðmundsson (Vaka)
Emilía Björt Írisard. Bachmann (Röskva)
Júlíus Viggó Ólafsson (Vaka)
Kristmundur Pétursson (Röskva)
Kjörsókn var 35,97 prósent.
Heilbrigðisvísindasvið
Sigríður Helga Kárdal Ásgeirsd. (Röskva)
Daníel Thor Myer (Röskva)
Elísabet Sara Gísladóttir (Vaka)
Kjörsókn var 38,77 prósent.
Menntavísindasvið
Júlíana Dögg Önnudóttir Chipa (Vaka)
Tanja Sigmundsdóttir (Röskva)
Dagbjört Ósk Jóhannsdóttir (Röskva)
Kjörsókn var 22,48 prósent.
Verkfræði- og náttúruvísindasvið
María Rós Kaldalóns (Röskva)
Davíð Ásmundsson (Röskva)
Eiður Snær Unnarsson (Vaka)
Kjörsókn var 44,58 prósent.
Hugvísindasvið
Guðni Thorlacius (Röskva)
Júlía Karín Kjartansdóttir (Röskva)
Steinunn Kristín Guðnadóttir (Röskva)
Kjörsókn var 27,23 prósent.