Hefði verið betra að fá þyrluna Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. mars 2023 11:56 Frá sinubrunanum í Straumsvík í gær. Vísir/egill Slökkvilið fylgist enn vel með vettvangi mikils sinubruna í Straumsvík sem kviknaði í gær. Erfitt hefur verið að eiga við brunann að sögn varðstjóra, enda svæðið þungt yfirferðar. Eina þyrla Landhelgisgæslunnar sem nothæf er til slökkvistarfa var ekki tiltæk til aðstoðar í gær. Eldsins í Straumsvík í Hafnarfirði varð vart upp úr hádegi í gær og allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út. Finnur Hilmarsson varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins stýrði aðgerðum fram á kvöld. Hann segir sinubrunnan gríðarumfangsmikinn, tugir ef ekki hundrað hektarar séu undir, og hraunið auk þess hættulegt yfirferðar, sérstaklega í myrkri. Svokölluð varnarlína var lögð suðvestan við hraunið í gær til að hefta framgang brunans, sem Finnur segir að slökkvilið hafi náð utan um. Sex menn standi vaktina í dag. „Og þeir eru þá að fara um hraunið og eru að slökkva í sinupollum sem eru þarna en þetta er rosalega erfitt yfirferðar þannig að það er í raun bara verið að bíða og fylgjast með þessu, sjá hver þróunin verður, og vonandi að þetta slokkni bara af sjálfu sér,“ segir Finnur. Hefði að sjálfsögðu hjálpað Slökkvilið reiknar með að fá betra yfirlit yfir stöðuna með hjálp dróna frá sérsveit ríkislögreglustjóra í dag. Þá var í gær óskað eftir því að fá þyrlu með skjólu til slökkvistarfa en ekki var hægt að verða við þeirri beiðni. „Það er ein þyrla gæslunnar sem er með krók sem getur tekið þessa skjólu og hún er í viðgerð, eftir þeim upplýsingum sem ég fékk.“ Er það áhyggjuefni? Hefðuð þið viljað fá hana? Hefði það hjálpað? „Að sjálfsögðu hefði það hjálpað. Hvort það sé áhyggjuefni, ég veit það ekki, en jú að sjálfsögðu hefði það hjálpað. Annars hefðum við ekki óskað eftir því. Þannig að það hefði klárlega komið að góðum notum, sérstaklega í svona hrauni og landslagi sem er mjög erfitt yfirferðar, bæði fyrir fótgangandi og á farartækjum.“ Kjöraðstæður eru nú fyrir sinubruna suðvestantil og Finnur biðlar því til fólks að fara gætilega. „Allur jarðvegur og landslag núna er rosalega þurrt og viðkvæmt þannig að við biðjum fólk um að fara extra varlega.“ Lögregla í Hafnarfirði er með sinubrunann á sínu borði en fram hefur komið að eldsupptök megi rekja til þess að nemendur í Menntaskólanum í Kópavogi, sem staddir voru í Straumsvík, stóðu í fikti með kúlublys. Skólameistari tjáði fréttastofu í gær að allir sem kæmu að málinu væru miður sín. Gróðureldar á Íslandi Hafnarfjörður Slökkvilið Lögreglumál Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Varnarlínur settar upp Slökkviliðið hefur sett upp sérstakar varnarlínur til að takmarka útbreiðslu sinubrunans við Straumsvík í Hafnarfirði. Gróðurinn mun brenna að varnarlínunum og svæðið verður vaktað. Reyk mun leggja frá svæðinu í nótt og frekari aðgerðir verða ákveðnar í fyrramálið. 23. mars 2023 22:28 Logar enn í sinu við Óttarsstaði og staðan tekin í morgunsárið Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins er enn á vettvangi við Óttarsstaði, nærri Straumsvík í Hafnarfirði, þar sem kviknaði í sinu í gær. Mikill mannskapur var að störfum í gær og vakt á svæðinu í alla nótt. 24. mars 2023 07:09 Sinubruninn kviknaði í skólaferðalagi: „Viðkomandi aðili er miður sín“ Sinubruninn sem logar nú við Straumsvík við Hafnarfjörð kviknaði við óvarlega meðferð elds í skólaferðalagi, líklega af völdum blyss. Skólameistari við Menntaskólann í Kópavogi segir að nemendur séu miður sín. 23. mars 2023 18:30 Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Eldsins í Straumsvík í Hafnarfirði varð vart upp úr hádegi í gær og allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út. Finnur Hilmarsson varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins stýrði aðgerðum fram á kvöld. Hann segir sinubrunnan gríðarumfangsmikinn, tugir ef ekki hundrað hektarar séu undir, og hraunið auk þess hættulegt yfirferðar, sérstaklega í myrkri. Svokölluð varnarlína var lögð suðvestan við hraunið í gær til að hefta framgang brunans, sem Finnur segir að slökkvilið hafi náð utan um. Sex menn standi vaktina í dag. „Og þeir eru þá að fara um hraunið og eru að slökkva í sinupollum sem eru þarna en þetta er rosalega erfitt yfirferðar þannig að það er í raun bara verið að bíða og fylgjast með þessu, sjá hver þróunin verður, og vonandi að þetta slokkni bara af sjálfu sér,“ segir Finnur. Hefði að sjálfsögðu hjálpað Slökkvilið reiknar með að fá betra yfirlit yfir stöðuna með hjálp dróna frá sérsveit ríkislögreglustjóra í dag. Þá var í gær óskað eftir því að fá þyrlu með skjólu til slökkvistarfa en ekki var hægt að verða við þeirri beiðni. „Það er ein þyrla gæslunnar sem er með krók sem getur tekið þessa skjólu og hún er í viðgerð, eftir þeim upplýsingum sem ég fékk.“ Er það áhyggjuefni? Hefðuð þið viljað fá hana? Hefði það hjálpað? „Að sjálfsögðu hefði það hjálpað. Hvort það sé áhyggjuefni, ég veit það ekki, en jú að sjálfsögðu hefði það hjálpað. Annars hefðum við ekki óskað eftir því. Þannig að það hefði klárlega komið að góðum notum, sérstaklega í svona hrauni og landslagi sem er mjög erfitt yfirferðar, bæði fyrir fótgangandi og á farartækjum.“ Kjöraðstæður eru nú fyrir sinubruna suðvestantil og Finnur biðlar því til fólks að fara gætilega. „Allur jarðvegur og landslag núna er rosalega þurrt og viðkvæmt þannig að við biðjum fólk um að fara extra varlega.“ Lögregla í Hafnarfirði er með sinubrunann á sínu borði en fram hefur komið að eldsupptök megi rekja til þess að nemendur í Menntaskólanum í Kópavogi, sem staddir voru í Straumsvík, stóðu í fikti með kúlublys. Skólameistari tjáði fréttastofu í gær að allir sem kæmu að málinu væru miður sín.
Gróðureldar á Íslandi Hafnarfjörður Slökkvilið Lögreglumál Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Varnarlínur settar upp Slökkviliðið hefur sett upp sérstakar varnarlínur til að takmarka útbreiðslu sinubrunans við Straumsvík í Hafnarfirði. Gróðurinn mun brenna að varnarlínunum og svæðið verður vaktað. Reyk mun leggja frá svæðinu í nótt og frekari aðgerðir verða ákveðnar í fyrramálið. 23. mars 2023 22:28 Logar enn í sinu við Óttarsstaði og staðan tekin í morgunsárið Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins er enn á vettvangi við Óttarsstaði, nærri Straumsvík í Hafnarfirði, þar sem kviknaði í sinu í gær. Mikill mannskapur var að störfum í gær og vakt á svæðinu í alla nótt. 24. mars 2023 07:09 Sinubruninn kviknaði í skólaferðalagi: „Viðkomandi aðili er miður sín“ Sinubruninn sem logar nú við Straumsvík við Hafnarfjörð kviknaði við óvarlega meðferð elds í skólaferðalagi, líklega af völdum blyss. Skólameistari við Menntaskólann í Kópavogi segir að nemendur séu miður sín. 23. mars 2023 18:30 Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Varnarlínur settar upp Slökkviliðið hefur sett upp sérstakar varnarlínur til að takmarka útbreiðslu sinubrunans við Straumsvík í Hafnarfirði. Gróðurinn mun brenna að varnarlínunum og svæðið verður vaktað. Reyk mun leggja frá svæðinu í nótt og frekari aðgerðir verða ákveðnar í fyrramálið. 23. mars 2023 22:28
Logar enn í sinu við Óttarsstaði og staðan tekin í morgunsárið Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins er enn á vettvangi við Óttarsstaði, nærri Straumsvík í Hafnarfirði, þar sem kviknaði í sinu í gær. Mikill mannskapur var að störfum í gær og vakt á svæðinu í alla nótt. 24. mars 2023 07:09
Sinubruninn kviknaði í skólaferðalagi: „Viðkomandi aðili er miður sín“ Sinubruninn sem logar nú við Straumsvík við Hafnarfjörð kviknaði við óvarlega meðferð elds í skólaferðalagi, líklega af völdum blyss. Skólameistari við Menntaskólann í Kópavogi segir að nemendur séu miður sín. 23. mars 2023 18:30