Atlantic lagði Dusty og er á leið í úrslit Snorri Rafn Hallsson skrifar 24. mars 2023 21:30 Dusty og Atlantic börðust um sæti í úrslitum Stórmeistaramóts Ljósleiðaradeildarinnar í kvöld. Það var mikil stemning í Arena þegar Dusty og Atlantic mættu til leiks í fyrri undanúrslitaleik kvöldsins. Atlantic valdi að spila fyrsta leikinn í Nuke og Overpass varð fyrir valinu hjá Dusty. Úrslitakortið var svo Anubis. Leikur 1: Nuke Atlantic hóf leikinn í sókn en Dusty byrjuðu sterkar, tóku fyrstu þrjár loturnar og byggðu upp ágætis banka áður en Atlantic gat vopnast. Það breytti þó litlu því Dusty gripu þá með buxurnar á hælunum og komu í veg fyrir að þeir kæmu sprengjunni niður. Atlantic komst loks á blað í sjöttu lotu. Atlantic tókst með herkjum að sækja annað stig í lotunni á eftir þar sem rólegur Bjarni felldi EddezeNNN. Það hleypti lífi í leikinn og Atlantic náði með Bjarna í fararbroddi að saxa vel á forskot Dusty og eftir að hafa verið 5–0 undir var Atlantic yfir eftir fyrri hálfleikinn. Staðan í hálfleik: Dusty 7 – 8 Atlantic Dusty fóru hratt inn í síðari hálfleikinn og jöfnuðu metin í skammbyssulotunni. Atlantic svaraði um hæl með gríðarlega öflugri vörn. Voru þeir fljótir að taka Dusty menn snemma út í lotunum, taka stjórn á leiknum og ná fjögurra stiga forskoti, 12–8. Þá setti Dusty saman góða fléttu og tókst að minnka muninn en Atlantic hélt ró sinni þar sem Bjarni, RavlE og Brnr léku vel saman til að komast í 14–9. Dusty náði tveimur lotum til viðbótar þar sem EddezeNNN stóð sig virkilega vel. Atlantic tók þá áhættu og keypti öll vopna sem þeir gátu. Voru þeir nálægt því að glutra því frá sér en Pandaz tókst að fella B0nda á síðustu stundu og aftengja sprengjuna. Atlantic vantaði þá aðeins eina lotu og fengu þeir hana þegar RavlE felldi Th0r og Atlantic tók forystuna í einvíginu.. Lokastaða: Dusty 11 – 16 Atlantic Leikur 2: Overpass Dusty byrjaði í sókn og átti Th0r fyrstu tvær fellur leiksins og vann Detinate lokaeinvígið gegn Pandaz til að tryggja Dusty fyrsta stig leiksins. Atlantic jafnaði um hæl og RavlE og LeFluff jörðuðu Dusty í þeirri næstu. Á bakinu á Brnr vann Atlantic lotur sem litu illa út fyrir þá og LeFluff hitti gríðarlega vel til að koma Atlantic í 5–2. Pressan gerði Dusty gott og náðu þeir að brjótast í gegnum sókn Atlantic. Fjórföld fella frá EddezeNNN kom þeim yfir og raðaði Dusty inn lotunum til að vinna hálfleikinn í kortinu sem þeir völdu. Staðan í hálfleik: Dusty 9 – 6 Atlantic Þreföld fella frá Th0r tryggði Dusty skammbyssulotuna og tóku þeir einnig næstu tvær. EddezeNNN var allt í öllu og náði Atlantic ekki í stig fyrr en þeim tókst að fella hann snemma í nítjándu lotu. Brnr tókst að stimpla sig inn og tengdu Atlantic nokkrar lotur saman þá Dusty væri enn með forystuna. Hægt og rólega brutu þeir bankann hjá Dusty og saxa á forskotið. Þannig tókst þeim að halda sér inni í leiknum og setja pressu á Dusty. EddezeNNN bjargaði erfiðri lotu fyrir horn til að koma Dusty í 14–11. Leikmenn Atlantic voru hvergi af baki dottnir og sóttu Bjarni og LeFluff af mikilli hörku til að minnka muninn í 14–13 fyrir Dusty. Leikmenn Atlantic urðu fyrir því óláni að fella hvern annan og nýtti Dusty það til að komast í sigurstöðu. EddezeNN opnaði 28. lotu á RavlE. Atlantic sótti hratt og Pandaz endaði einn gegn þremur. B0ndi felldi hann og staðan í einvíginu orðin jöfn. Lokastaða: Dusty 16 – 13 Atlantic Leikur 3: Anubis Dusty vann hnífalotuna og valdi að byrja vörn. Atlantic voru eldsnöggir að koma sprengjunni fyrir í skammbyssulotunni, Dusty náðu ekki að aftengja hana og Atlantic komust yfir. Brnr og félagar fylgdu því eftir með því að taka næstu lotur og innsiglaði Bjarni þá fjórðu með fellu á StebbaC0C0. Það var ekki fyrr en í sjöttu lotu sem Dusty komst á blað og dugði ekkert minna gegn Atlantic en fjórföld fella frá Th0r með vappanum. Bjarni svaraði með eigin fjórföldu fellu strax í næstu lotu og staðan því 6–1 fyrir Atlantic. Brnr var allt í öllu hjá Atlantic og braut sér ítrekað leið í gegn um vörn Dusty til að koma þeim í 8–2. Upp úr miðjum hálfleik tengdi Dusty loks saman nokkrar lotur í röð til að halda sér inni í leiknum. Staðan í hálfleik: Dusty 6 – 9 Atlantic Dusty tók skammbyssulotuna, þá fimmtu í þessu einvígi, og jafnaði með sigri í næstu tveimur. Atlantic reyndi að komast aftur yfir með tveggja vappa uppstillingu en allt kom fyrir ekki og Dusty tóku forystuna. Líkt og Atlantic í fyrri hálfleik vann Dusty fyrstu fimm loturnar en LeFluff krækti í þá sjöttu til að minnka muninn. Það kveikti í þeim og komust þeir yfir í 12–11 en Dusty jafnaði um hæl. Það var því allt í járnum og litlu mátti muna í lotunum. Það var ekki fyrr en í blálokin sem Dusty tengdi saman tvær lotur til að koma sér í sigurstöðu 15–13 og í 29. lotu voru Atlantic menn blankir og héngu á bláþræði. Pandaz og Brnr voru tveir gegn StebbaC0C0 og Th0r. Brnr bjargaði lotunni fyrir horn og enn var því séns fyrir Atlantic að senda leikinn í framlengingu. RavlE opnaði síðustu lotuna á Detinate og Brnr fann þrjá í kjölfarið svo allt valt á B0nda. Hann féll líka og allt jafn eftir venjulegan leiktíma. Staðan eftir venjulegan leiktíma: Dusty 15 – 15 Atlantic. Pandaz kom Atlantic yfir á ný í upphafi framlengingar. Brnr óð eld og brennistein til að tryggja þeim lotuna eftir það og léku Atlantic menn hver af öðrum til að vinna þá þriðju að auki. Í stöðunni 18–15 felldi LeFluff tvo svo Bjarni gæti komið sprengjunni fyrir. Endaði hann einn gegn þremur og felldi þá alla til að tryggja sínum mönnum sigur í leiknum, einvíginu og sæti í úrslitaleiknum sem fer fram á morgun. Lokastaðan: Dusty 15 – 19 Atlantic Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Dusty Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Fótbolti Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti
Það var mikil stemning í Arena þegar Dusty og Atlantic mættu til leiks í fyrri undanúrslitaleik kvöldsins. Atlantic valdi að spila fyrsta leikinn í Nuke og Overpass varð fyrir valinu hjá Dusty. Úrslitakortið var svo Anubis. Leikur 1: Nuke Atlantic hóf leikinn í sókn en Dusty byrjuðu sterkar, tóku fyrstu þrjár loturnar og byggðu upp ágætis banka áður en Atlantic gat vopnast. Það breytti þó litlu því Dusty gripu þá með buxurnar á hælunum og komu í veg fyrir að þeir kæmu sprengjunni niður. Atlantic komst loks á blað í sjöttu lotu. Atlantic tókst með herkjum að sækja annað stig í lotunni á eftir þar sem rólegur Bjarni felldi EddezeNNN. Það hleypti lífi í leikinn og Atlantic náði með Bjarna í fararbroddi að saxa vel á forskot Dusty og eftir að hafa verið 5–0 undir var Atlantic yfir eftir fyrri hálfleikinn. Staðan í hálfleik: Dusty 7 – 8 Atlantic Dusty fóru hratt inn í síðari hálfleikinn og jöfnuðu metin í skammbyssulotunni. Atlantic svaraði um hæl með gríðarlega öflugri vörn. Voru þeir fljótir að taka Dusty menn snemma út í lotunum, taka stjórn á leiknum og ná fjögurra stiga forskoti, 12–8. Þá setti Dusty saman góða fléttu og tókst að minnka muninn en Atlantic hélt ró sinni þar sem Bjarni, RavlE og Brnr léku vel saman til að komast í 14–9. Dusty náði tveimur lotum til viðbótar þar sem EddezeNNN stóð sig virkilega vel. Atlantic tók þá áhættu og keypti öll vopna sem þeir gátu. Voru þeir nálægt því að glutra því frá sér en Pandaz tókst að fella B0nda á síðustu stundu og aftengja sprengjuna. Atlantic vantaði þá aðeins eina lotu og fengu þeir hana þegar RavlE felldi Th0r og Atlantic tók forystuna í einvíginu.. Lokastaða: Dusty 11 – 16 Atlantic Leikur 2: Overpass Dusty byrjaði í sókn og átti Th0r fyrstu tvær fellur leiksins og vann Detinate lokaeinvígið gegn Pandaz til að tryggja Dusty fyrsta stig leiksins. Atlantic jafnaði um hæl og RavlE og LeFluff jörðuðu Dusty í þeirri næstu. Á bakinu á Brnr vann Atlantic lotur sem litu illa út fyrir þá og LeFluff hitti gríðarlega vel til að koma Atlantic í 5–2. Pressan gerði Dusty gott og náðu þeir að brjótast í gegnum sókn Atlantic. Fjórföld fella frá EddezeNNN kom þeim yfir og raðaði Dusty inn lotunum til að vinna hálfleikinn í kortinu sem þeir völdu. Staðan í hálfleik: Dusty 9 – 6 Atlantic Þreföld fella frá Th0r tryggði Dusty skammbyssulotuna og tóku þeir einnig næstu tvær. EddezeNNN var allt í öllu og náði Atlantic ekki í stig fyrr en þeim tókst að fella hann snemma í nítjándu lotu. Brnr tókst að stimpla sig inn og tengdu Atlantic nokkrar lotur saman þá Dusty væri enn með forystuna. Hægt og rólega brutu þeir bankann hjá Dusty og saxa á forskotið. Þannig tókst þeim að halda sér inni í leiknum og setja pressu á Dusty. EddezeNNN bjargaði erfiðri lotu fyrir horn til að koma Dusty í 14–11. Leikmenn Atlantic voru hvergi af baki dottnir og sóttu Bjarni og LeFluff af mikilli hörku til að minnka muninn í 14–13 fyrir Dusty. Leikmenn Atlantic urðu fyrir því óláni að fella hvern annan og nýtti Dusty það til að komast í sigurstöðu. EddezeNN opnaði 28. lotu á RavlE. Atlantic sótti hratt og Pandaz endaði einn gegn þremur. B0ndi felldi hann og staðan í einvíginu orðin jöfn. Lokastaða: Dusty 16 – 13 Atlantic Leikur 3: Anubis Dusty vann hnífalotuna og valdi að byrja vörn. Atlantic voru eldsnöggir að koma sprengjunni fyrir í skammbyssulotunni, Dusty náðu ekki að aftengja hana og Atlantic komust yfir. Brnr og félagar fylgdu því eftir með því að taka næstu lotur og innsiglaði Bjarni þá fjórðu með fellu á StebbaC0C0. Það var ekki fyrr en í sjöttu lotu sem Dusty komst á blað og dugði ekkert minna gegn Atlantic en fjórföld fella frá Th0r með vappanum. Bjarni svaraði með eigin fjórföldu fellu strax í næstu lotu og staðan því 6–1 fyrir Atlantic. Brnr var allt í öllu hjá Atlantic og braut sér ítrekað leið í gegn um vörn Dusty til að koma þeim í 8–2. Upp úr miðjum hálfleik tengdi Dusty loks saman nokkrar lotur í röð til að halda sér inni í leiknum. Staðan í hálfleik: Dusty 6 – 9 Atlantic Dusty tók skammbyssulotuna, þá fimmtu í þessu einvígi, og jafnaði með sigri í næstu tveimur. Atlantic reyndi að komast aftur yfir með tveggja vappa uppstillingu en allt kom fyrir ekki og Dusty tóku forystuna. Líkt og Atlantic í fyrri hálfleik vann Dusty fyrstu fimm loturnar en LeFluff krækti í þá sjöttu til að minnka muninn. Það kveikti í þeim og komust þeir yfir í 12–11 en Dusty jafnaði um hæl. Það var því allt í járnum og litlu mátti muna í lotunum. Það var ekki fyrr en í blálokin sem Dusty tengdi saman tvær lotur til að koma sér í sigurstöðu 15–13 og í 29. lotu voru Atlantic menn blankir og héngu á bláþræði. Pandaz og Brnr voru tveir gegn StebbaC0C0 og Th0r. Brnr bjargaði lotunni fyrir horn og enn var því séns fyrir Atlantic að senda leikinn í framlengingu. RavlE opnaði síðustu lotuna á Detinate og Brnr fann þrjá í kjölfarið svo allt valt á B0nda. Hann féll líka og allt jafn eftir venjulegan leiktíma. Staðan eftir venjulegan leiktíma: Dusty 15 – 15 Atlantic. Pandaz kom Atlantic yfir á ný í upphafi framlengingar. Brnr óð eld og brennistein til að tryggja þeim lotuna eftir það og léku Atlantic menn hver af öðrum til að vinna þá þriðju að auki. Í stöðunni 18–15 felldi LeFluff tvo svo Bjarni gæti komið sprengjunni fyrir. Endaði hann einn gegn þremur og felldi þá alla til að tryggja sínum mönnum sigur í leiknum, einvíginu og sæti í úrslitaleiknum sem fer fram á morgun. Lokastaðan: Dusty 15 – 19 Atlantic
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Dusty Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Fótbolti Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti