Kókaínneysla Íslendinga nær sér á strik eftir Covid Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 24. mars 2023 22:31 Síðustu ár hefur frárennslisvatn höfuðborgarbúa verið skimað og merki um tiltekin eiturlyf rannsökuð. Kókaínneysla virðist vera að aukast. Vísir/Vilhelm Doktor í líf- og læknavísindum segir að frárennsli á höfuðborgarsvæðinu sýni greinilega aukna notkun kókaíns. Neyslan hafi minnkað í faraldrinum. Talið sé að aukin velmegun geti útskýrt breytt neyslumynstur landsmanna. Arndís Sue-Ching Löve, doktor í líf og læknavísindum og lektor við Háskóla Íslands, hefur síðustu ár rannsakað magn og styrk fíkniefna í frárennsli á höfuðborgarsvæðinu. Árlega er gerð rannsókn sem er hluti af sérstöku Evrópusamstarfi, þar sem bornar eru tölur milli borga í Evrópu. Mikil kókaínaukning Sýnið sem nú var rannsakað var tekið fyrir tæpu ári síðan. „Það sem að mér fannst áhugaverðast við þessar niðurstöður frá 2022 er að það sést svona svolítið mikil aukning í styrkjum kókaíns í vatninu. Við tókum sýni í lok fyrstu bylgju í Covid og þá sáum við lækkun í styrkjum kókaíns. Og svo virðist sem þetta sé að hækka aftur eftir það. Þannig að þetta bendir til þess að Covid hafi haft einhver áhrif á neyslu kókaíns í samfélaginu og maður sér þetta svona aftur á leiðinni upp í svipaða styrki og var fyrir Covid,“ sagði Arndís Sue-Ching í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis, í dag. Hún segir að ekki hafi sést merki um minni notkun annarra efna í Covid. Neysla eiturlyfja á borð við MDMA hafi til dæmis haldist stöðug síðustu ár. Kannabisneysla áberandi mikil í Reykjavík „[Kannabis] er svona frekar stöðugt. 2020 er seinasti punkturinn sem við erum með í þessari rannsókn. En við erum með svona frekar háa styrki í þessari rannsókn, það eru bara sjö borgir sem eru með hærri styrk en við af þessum 104 sem eru í þessari rannsókn.“ Er þá meiri neysla kannabis í Reykjavík en í öðrum borgum Evrópu? „Það bendir til þess að styrkirnir eru háir akkúrat á þessum tímapunkti, en það getur sveiflast á milli tímabila. Allavega á þessum tímapunkti er hægt að segja að þeir séu frekar háir já, miðað við önnur Evrópulönd,“ segir Arndís Sue-Ching. Hún telur að aukin notkun kókaíns geti verið vegna betri efnahagsaðstæðna. Fyrir kreppuna árið 2008 hafi til dæmis verið mikil kókaínnotkun, sem minnkaði töluvert eftir hrunið. Aðrar aðstæður, á borð við aukið aðgengi, gætu einnig komið til álita. „Við getum séð sveiflur milli daga. Til dæmis í MDMA sjáum við mikla aukningu yfir helgina og þetta er eitthvað sem við höfum oft séð áður. Það er algengara að við sjáum [aukningu] fyrir örvandi efni, eins og kókaín og svo MDMA. Við höfum séð smá aukningu líka fyrir amfetamín. En eins og kannabisið, það er frekar stöðugt. Við sjáum ekki eins mikinn topp um helgar fyrir kannabis.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Fíkn Reykjavík Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Kókaínið brennt fljótlega eftir haldlagningu í Hollandi Tollvörður, efnafræðingur og rannsóknaraðilar í Hollandi báru vitni fyrir dómi í aðalmeðferð stóra kókaínmálsins í dag. Vitnin komu öll að haldlagningu eða rannsóknum á hundrað kílóum af kókaíni sem fjórir íslenskir menn hugðust að flytja til landsins. Samkvæmt hollenskum verkferlum voru efnin brennd mjög fljótlega eftir að þau voru haldlögð. 6. mars 2023 13:37 Hundrað kíló af kókaíni eða tíu? Aðalmeðferð í einu stærsta fíkniefnamáli Íslandssögunnar heldur áfram í dag þegar lögreglumenn sem komu að rannsókn málsins og hollenskir tollverðir gefa skýrslu. Verjendur munu leggja áherslu á að ekki sé hægt að færa sönnur á að lagt hafi verið hald á hundrað kíló af kókaíni. 23. janúar 2023 10:36 Ætla má að götuvirðið í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar hlaupi á milljörðum Ef marka má verðkönnun SÁÁ á vímuefnum frá því í maí síðastliðnum má áætla að götuvirði tæplega hundrað kílóa af kókaíni sem lögregla lagði hald á sé í kringum tvo milljarða króna. 17. ágúst 2022 22:26 Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Arndís Sue-Ching Löve, doktor í líf og læknavísindum og lektor við Háskóla Íslands, hefur síðustu ár rannsakað magn og styrk fíkniefna í frárennsli á höfuðborgarsvæðinu. Árlega er gerð rannsókn sem er hluti af sérstöku Evrópusamstarfi, þar sem bornar eru tölur milli borga í Evrópu. Mikil kókaínaukning Sýnið sem nú var rannsakað var tekið fyrir tæpu ári síðan. „Það sem að mér fannst áhugaverðast við þessar niðurstöður frá 2022 er að það sést svona svolítið mikil aukning í styrkjum kókaíns í vatninu. Við tókum sýni í lok fyrstu bylgju í Covid og þá sáum við lækkun í styrkjum kókaíns. Og svo virðist sem þetta sé að hækka aftur eftir það. Þannig að þetta bendir til þess að Covid hafi haft einhver áhrif á neyslu kókaíns í samfélaginu og maður sér þetta svona aftur á leiðinni upp í svipaða styrki og var fyrir Covid,“ sagði Arndís Sue-Ching í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis, í dag. Hún segir að ekki hafi sést merki um minni notkun annarra efna í Covid. Neysla eiturlyfja á borð við MDMA hafi til dæmis haldist stöðug síðustu ár. Kannabisneysla áberandi mikil í Reykjavík „[Kannabis] er svona frekar stöðugt. 2020 er seinasti punkturinn sem við erum með í þessari rannsókn. En við erum með svona frekar háa styrki í þessari rannsókn, það eru bara sjö borgir sem eru með hærri styrk en við af þessum 104 sem eru í þessari rannsókn.“ Er þá meiri neysla kannabis í Reykjavík en í öðrum borgum Evrópu? „Það bendir til þess að styrkirnir eru háir akkúrat á þessum tímapunkti, en það getur sveiflast á milli tímabila. Allavega á þessum tímapunkti er hægt að segja að þeir séu frekar háir já, miðað við önnur Evrópulönd,“ segir Arndís Sue-Ching. Hún telur að aukin notkun kókaíns geti verið vegna betri efnahagsaðstæðna. Fyrir kreppuna árið 2008 hafi til dæmis verið mikil kókaínnotkun, sem minnkaði töluvert eftir hrunið. Aðrar aðstæður, á borð við aukið aðgengi, gætu einnig komið til álita. „Við getum séð sveiflur milli daga. Til dæmis í MDMA sjáum við mikla aukningu yfir helgina og þetta er eitthvað sem við höfum oft séð áður. Það er algengara að við sjáum [aukningu] fyrir örvandi efni, eins og kókaín og svo MDMA. Við höfum séð smá aukningu líka fyrir amfetamín. En eins og kannabisið, það er frekar stöðugt. Við sjáum ekki eins mikinn topp um helgar fyrir kannabis.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Fíkn Reykjavík Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Kókaínið brennt fljótlega eftir haldlagningu í Hollandi Tollvörður, efnafræðingur og rannsóknaraðilar í Hollandi báru vitni fyrir dómi í aðalmeðferð stóra kókaínmálsins í dag. Vitnin komu öll að haldlagningu eða rannsóknum á hundrað kílóum af kókaíni sem fjórir íslenskir menn hugðust að flytja til landsins. Samkvæmt hollenskum verkferlum voru efnin brennd mjög fljótlega eftir að þau voru haldlögð. 6. mars 2023 13:37 Hundrað kíló af kókaíni eða tíu? Aðalmeðferð í einu stærsta fíkniefnamáli Íslandssögunnar heldur áfram í dag þegar lögreglumenn sem komu að rannsókn málsins og hollenskir tollverðir gefa skýrslu. Verjendur munu leggja áherslu á að ekki sé hægt að færa sönnur á að lagt hafi verið hald á hundrað kíló af kókaíni. 23. janúar 2023 10:36 Ætla má að götuvirðið í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar hlaupi á milljörðum Ef marka má verðkönnun SÁÁ á vímuefnum frá því í maí síðastliðnum má áætla að götuvirði tæplega hundrað kílóa af kókaíni sem lögregla lagði hald á sé í kringum tvo milljarða króna. 17. ágúst 2022 22:26 Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Kókaínið brennt fljótlega eftir haldlagningu í Hollandi Tollvörður, efnafræðingur og rannsóknaraðilar í Hollandi báru vitni fyrir dómi í aðalmeðferð stóra kókaínmálsins í dag. Vitnin komu öll að haldlagningu eða rannsóknum á hundrað kílóum af kókaíni sem fjórir íslenskir menn hugðust að flytja til landsins. Samkvæmt hollenskum verkferlum voru efnin brennd mjög fljótlega eftir að þau voru haldlögð. 6. mars 2023 13:37
Hundrað kíló af kókaíni eða tíu? Aðalmeðferð í einu stærsta fíkniefnamáli Íslandssögunnar heldur áfram í dag þegar lögreglumenn sem komu að rannsókn málsins og hollenskir tollverðir gefa skýrslu. Verjendur munu leggja áherslu á að ekki sé hægt að færa sönnur á að lagt hafi verið hald á hundrað kíló af kókaíni. 23. janúar 2023 10:36
Ætla má að götuvirðið í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar hlaupi á milljörðum Ef marka má verðkönnun SÁÁ á vímuefnum frá því í maí síðastliðnum má áætla að götuvirði tæplega hundrað kílóa af kókaíni sem lögregla lagði hald á sé í kringum tvo milljarða króna. 17. ágúst 2022 22:26