Lærisveinar Heimis komust tvisvar yfir á móti Mexikó en jafnteflið dugar ekki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2023 07:30 Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Jamaíka, á hliðarlínunni á hinum fræga Azteca leikvangi í Mexíkóborg í nótt. Getty/Hector Vivas Heimir Hallgrímsson náði jafntefli á erfiðum útivelli en það dugði ekki taplausu liði Jamaíka til að komast í gegnum riðilinn í Þjóðadeild Norður- og Mið-Ameríku og áfram í undanúrslit keppninnar. Jamaíka gerði 2-2 jafntefli á útivelli á móti Mexíkó í lokaleiknum í nótt, leik sem liðið hefði þurft að vinna til að ná að tryggja sér efsta sætið og þar með sæti með þeirra fjögurra þjóða sem spila um titilinn. A valiant effort from our Boyz ends in a draw with Mexico Unfortunately, the result means that this is the end of road in our CONCACAF Nations League campaign which the Boyz completed undefeated and secured a place in the 2023 Gold Cup pic.twitter.com/oX6gxUvoGr— Official J.F.F (@jff_football) March 27, 2023 Heimir tók við landsliði Jamaíka í september síðastliðnum en þetta var fyrsti keppnisleikur liðsins undir hans stjórn. Jamaíka tapaði ekki leik í keppninni, gerði þrjú jafntefli og vann einn leik. Liðið endar með sex stig, tveimur stigum á eftir Mexíkó. Liðið fór ekki áfram í Þjóðadeildinni en tryggði sér sæti í Gullbikarnum, álfukeppni Norður- og Mið-Ameríku. Gullbikarinn fer fram í Bandaríkjunum í sumar. Leikurinn í nótt fór aftur á móti fram við blautar aðstæður á hinum fræga Azteca leikvangi í Mexíkóborg. Jamaíka komst tvisvar yfir í leiknum og í bæði skiptin í fyrri hálfleik. Bobby De Cordova-Reid skoraði fyrsta mark leiksins strax á sjöundu mínútu með frábæru skoti og seinna markið var sjálfsmark hjá Edson Alvarez á 32. mínútu. Orbelin Pineda jafnaði fyrst metin í 1-1 á 17. mínútu en endanlegt jöfnunarmark kom úr vítaspyrnu í uppbótatíma en það skoraði Hirving Lozano. Ekkert mark var síðan skorað í seinni hálfleiknum. Mexíkó var 69 prósent með boltann og átti 25 skot á móti sex frá Jamaíka. Liðin náðu hins vegar bæði fjórum skotum á markið. Allt tölur sem við þekkjum hjá liðum Heimis. Þau liggja kannski aftarlega en ógna samt. View this post on Instagram A post shared by Flow Sports (@flowsportsapp) Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Sjá meira
Jamaíka gerði 2-2 jafntefli á útivelli á móti Mexíkó í lokaleiknum í nótt, leik sem liðið hefði þurft að vinna til að ná að tryggja sér efsta sætið og þar með sæti með þeirra fjögurra þjóða sem spila um titilinn. A valiant effort from our Boyz ends in a draw with Mexico Unfortunately, the result means that this is the end of road in our CONCACAF Nations League campaign which the Boyz completed undefeated and secured a place in the 2023 Gold Cup pic.twitter.com/oX6gxUvoGr— Official J.F.F (@jff_football) March 27, 2023 Heimir tók við landsliði Jamaíka í september síðastliðnum en þetta var fyrsti keppnisleikur liðsins undir hans stjórn. Jamaíka tapaði ekki leik í keppninni, gerði þrjú jafntefli og vann einn leik. Liðið endar með sex stig, tveimur stigum á eftir Mexíkó. Liðið fór ekki áfram í Þjóðadeildinni en tryggði sér sæti í Gullbikarnum, álfukeppni Norður- og Mið-Ameríku. Gullbikarinn fer fram í Bandaríkjunum í sumar. Leikurinn í nótt fór aftur á móti fram við blautar aðstæður á hinum fræga Azteca leikvangi í Mexíkóborg. Jamaíka komst tvisvar yfir í leiknum og í bæði skiptin í fyrri hálfleik. Bobby De Cordova-Reid skoraði fyrsta mark leiksins strax á sjöundu mínútu með frábæru skoti og seinna markið var sjálfsmark hjá Edson Alvarez á 32. mínútu. Orbelin Pineda jafnaði fyrst metin í 1-1 á 17. mínútu en endanlegt jöfnunarmark kom úr vítaspyrnu í uppbótatíma en það skoraði Hirving Lozano. Ekkert mark var síðan skorað í seinni hálfleiknum. Mexíkó var 69 prósent með boltann og átti 25 skot á móti sex frá Jamaíka. Liðin náðu hins vegar bæði fjórum skotum á markið. Allt tölur sem við þekkjum hjá liðum Heimis. Þau liggja kannski aftarlega en ógna samt. View this post on Instagram A post shared by Flow Sports (@flowsportsapp)
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Sjá meira