Óli Stef útilokar ekki Valssigur gegn Göppingen: „Getur allt gerst“ Valur Páll Eiríksson skrifar 28. mars 2023 18:43 Ólafur Stefánsson er mættur til Göppingen. Vísir/Stöð 2 Sport Handboltagoðsögnin Ólafur Stefánsson, sem er í dag aðstoðarþjálfari Erlangen í þýsku úrvalsdeildinni, er mættur til Göppingen og verður á meðal áhorfenda er uppeldisfélag hans Valur mætir Göppingen í Evrópudeild karla í kvöld. Ólafur gerði sér um tveggja tíma keyrslu hingað yfir í dag og verður á meðal áhorfenda í kvöld. Annar Valsari, Ýmir Örn Gíslason, leikmaður Rhein-Neckar Löwen og íslenska landsliðsins, mætir einnig í höllina sem og Hannes Jón Jónsson, þjálfari Alpla Hard í Austurríki. „Þetta leggst bara vel í mig. Það er gaman að sjá sína menn spila þó við séum ekkert rosalega háir í líkindunum, en það getur allt gerst,“ sagði Ólafur í dag. Valur tapaði fyrri leik liðanna að Hlíðarenda með sjö marka mun. Þeir eiga því verðugt verkefni fyrir höndum í kvöld, og rúmlega það. „Ég horfði á fyrri leikinn og það kom held ég öllum svolítið á óvart að tapa svona stórt. En Göppingen átti frábæran leik og markmaðurinn þeirra var sterkur. Þeir greinilega báru mikla virðingu fyrir Völsurunum og komu vel undirbúnir. Þannig að þeir áttu þetta kannski bara skilið.“ Ólafur segir einnig að það hafi komið nokkuð á óvart hvað liðsmenn Göppingen gátu haldið í við Valsmenn. „Það sem kannski kom á óvart var hvað leikmenn Göppingen voru duglegir að hlaupa til baka og fengu kannski ekkert mikið af hraðaupphlaupsmörkum á sig sem hefur verið aðalvopn Valsmanna. Og þeir eru náttúrulega allir vel þjálfaðir og sterkir og að meðaltali kannski fimmtán kólóum þyngri. Það sem kom því á óvart var hvap þeir voru líka fljótir.“ „En það kom kannski ekkert svo mikið á óvart. Þetta eru gæjar sem fá borgað fyrir að spila og eru í þessu alla daga,“ sagði Ólafur, en viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Óli Stef um Val-Göppingen fyrir leik Valur Evrópudeild karla í handbolta Tengdar fréttir Í beinni: Göppingen - Valur | Valsmanna bíður erfitt verkefni Valur þarf að vinna upp sjö marka forskot Göppingen frá fyrri leik liðanna til að komast í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar. 28. mars 2023 17:45 Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Sjá meira
Ólafur gerði sér um tveggja tíma keyrslu hingað yfir í dag og verður á meðal áhorfenda í kvöld. Annar Valsari, Ýmir Örn Gíslason, leikmaður Rhein-Neckar Löwen og íslenska landsliðsins, mætir einnig í höllina sem og Hannes Jón Jónsson, þjálfari Alpla Hard í Austurríki. „Þetta leggst bara vel í mig. Það er gaman að sjá sína menn spila þó við séum ekkert rosalega háir í líkindunum, en það getur allt gerst,“ sagði Ólafur í dag. Valur tapaði fyrri leik liðanna að Hlíðarenda með sjö marka mun. Þeir eiga því verðugt verkefni fyrir höndum í kvöld, og rúmlega það. „Ég horfði á fyrri leikinn og það kom held ég öllum svolítið á óvart að tapa svona stórt. En Göppingen átti frábæran leik og markmaðurinn þeirra var sterkur. Þeir greinilega báru mikla virðingu fyrir Völsurunum og komu vel undirbúnir. Þannig að þeir áttu þetta kannski bara skilið.“ Ólafur segir einnig að það hafi komið nokkuð á óvart hvað liðsmenn Göppingen gátu haldið í við Valsmenn. „Það sem kannski kom á óvart var hvað leikmenn Göppingen voru duglegir að hlaupa til baka og fengu kannski ekkert mikið af hraðaupphlaupsmörkum á sig sem hefur verið aðalvopn Valsmanna. Og þeir eru náttúrulega allir vel þjálfaðir og sterkir og að meðaltali kannski fimmtán kólóum þyngri. Það sem kom því á óvart var hvap þeir voru líka fljótir.“ „En það kom kannski ekkert svo mikið á óvart. Þetta eru gæjar sem fá borgað fyrir að spila og eru í þessu alla daga,“ sagði Ólafur, en viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Óli Stef um Val-Göppingen fyrir leik
Valur Evrópudeild karla í handbolta Tengdar fréttir Í beinni: Göppingen - Valur | Valsmanna bíður erfitt verkefni Valur þarf að vinna upp sjö marka forskot Göppingen frá fyrri leik liðanna til að komast í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar. 28. mars 2023 17:45 Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Sjá meira
Í beinni: Göppingen - Valur | Valsmanna bíður erfitt verkefni Valur þarf að vinna upp sjö marka forskot Göppingen frá fyrri leik liðanna til að komast í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar. 28. mars 2023 17:45