Gamla hjólið þitt getur glatt barn Linda Hrönn Þórisdóttir skrifar 30. mars 2023 07:30 Í hjólageymslum og bílskúrum út um allan bæ leynast hjól sem ekki eru í notkun. Hjól sem taka óþarfa pláss enda oftar en ekki í málmpressu á endurvinnslustöðum þegar þau loksins verða fyrir barðinu á árlegri vorhreingerningu húsfélagsins eða endurskipulagningu í bílskúrnum. Á sama tíma eru fjölmörg börn og ungmenni sem eiga ekki hjól og geta því ekki tekið þátt í þeirri hjólamenningu sem er ríkjandi. Þar með missa þau af að geta mætt á eigin hjólum á hjóladag í skólanum, hjólað um allar trissur með félögum sínum og þar með efla félagslegan og líkamlegan þroska. Árlega fá um 300 börn og ungmenni hjól úr Hjólasöfnun Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. Þetta eru börn sem búa við þannig fjárhagslegar og/eða félagslegar aðstæður að þeim gefst ekki af öðrum kosti tækifæri til að eignast hjól. Oftar en ekki eru börn að fá í hendurnar sitt fyrsta hjól og sjá þar með loksins fram á að geta tekið þátt í hjólamenningunni jafnt á við önnur börn. Um 10.000 börn eða 13,1% búa við fátækt á Íslandi og um eitt af hverjum fjórum heimilum eiga erfitt með að standa straum af daglegum útgjöldum. Þetta kemur fram í nýútkominni skýrslu Barnaheilla. Með hjólasöfnuninni er með beinum hætti stuðlað að jöfnum tækifærum allra barna. Á öllum móttökustöðvum Sorpu á höfuðborgarsvæðinu eru nú merktir gámar fyrir hjól sem ekki eru í notkun meðan á söfnuninni stendur, til 1. maí næstkomandi. Hjólin eru reglulega sótt og sjálfboðaliðar sjá um að gera við hjólin undir styrkri leiðsögn Reiðhjólabænda sem eru nýr samstarfsaðili í verkefninu. Viðgerðum hjólum er svo úthlutað í gegnum félags- og fjölskylduþjónustu sveitarfélaga. Með því að gefa börnum tækifæri á að eignast hjól er ekki eingöngu stuðlað að aukinni þátttöku þeirra í samfélaginu eins og kveðið er á um í Barnasáttmálanum heldur er staða allra barna jöfnuð. Börn fá með hjólreiðum tækifæri til að efla þol, styrk og fá heilbrigða útrás. Sjálfbærni er auk þess sterk skírskotun í verkefnið en hjól fá lengra líf í stað þess að verða pressuð. Þetta er í tólfta sinn sem söfnunin er haldin en frá upphafi hafa um 3.500 börn notið góðs af verkefninu. Ef þú lumar á hjóli sem ekki er í notkun getur þú komið því á endurvinnslustöðvar Sorpu á höfuðborgarsvæðinu. Sjálfboðaliðar eru einnig velkomnir að hjálpa til við viðgerðir á hjólunum svo öll börn og ungmenni sem á þurfa að halda fái hjól. Höfundur er leiðtogi innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Linda Hrönn Þórisdóttir Mest lesið Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Heiður í tölum Gunnar Smári Egilsson Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Í hjólageymslum og bílskúrum út um allan bæ leynast hjól sem ekki eru í notkun. Hjól sem taka óþarfa pláss enda oftar en ekki í málmpressu á endurvinnslustöðum þegar þau loksins verða fyrir barðinu á árlegri vorhreingerningu húsfélagsins eða endurskipulagningu í bílskúrnum. Á sama tíma eru fjölmörg börn og ungmenni sem eiga ekki hjól og geta því ekki tekið þátt í þeirri hjólamenningu sem er ríkjandi. Þar með missa þau af að geta mætt á eigin hjólum á hjóladag í skólanum, hjólað um allar trissur með félögum sínum og þar með efla félagslegan og líkamlegan þroska. Árlega fá um 300 börn og ungmenni hjól úr Hjólasöfnun Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. Þetta eru börn sem búa við þannig fjárhagslegar og/eða félagslegar aðstæður að þeim gefst ekki af öðrum kosti tækifæri til að eignast hjól. Oftar en ekki eru börn að fá í hendurnar sitt fyrsta hjól og sjá þar með loksins fram á að geta tekið þátt í hjólamenningunni jafnt á við önnur börn. Um 10.000 börn eða 13,1% búa við fátækt á Íslandi og um eitt af hverjum fjórum heimilum eiga erfitt með að standa straum af daglegum útgjöldum. Þetta kemur fram í nýútkominni skýrslu Barnaheilla. Með hjólasöfnuninni er með beinum hætti stuðlað að jöfnum tækifærum allra barna. Á öllum móttökustöðvum Sorpu á höfuðborgarsvæðinu eru nú merktir gámar fyrir hjól sem ekki eru í notkun meðan á söfnuninni stendur, til 1. maí næstkomandi. Hjólin eru reglulega sótt og sjálfboðaliðar sjá um að gera við hjólin undir styrkri leiðsögn Reiðhjólabænda sem eru nýr samstarfsaðili í verkefninu. Viðgerðum hjólum er svo úthlutað í gegnum félags- og fjölskylduþjónustu sveitarfélaga. Með því að gefa börnum tækifæri á að eignast hjól er ekki eingöngu stuðlað að aukinni þátttöku þeirra í samfélaginu eins og kveðið er á um í Barnasáttmálanum heldur er staða allra barna jöfnuð. Börn fá með hjólreiðum tækifæri til að efla þol, styrk og fá heilbrigða útrás. Sjálfbærni er auk þess sterk skírskotun í verkefnið en hjól fá lengra líf í stað þess að verða pressuð. Þetta er í tólfta sinn sem söfnunin er haldin en frá upphafi hafa um 3.500 börn notið góðs af verkefninu. Ef þú lumar á hjóli sem ekki er í notkun getur þú komið því á endurvinnslustöðvar Sorpu á höfuðborgarsvæðinu. Sjálfboðaliðar eru einnig velkomnir að hjálpa til við viðgerðir á hjólunum svo öll börn og ungmenni sem á þurfa að halda fái hjól. Höfundur er leiðtogi innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi.
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun