Máttur örkærleika í daglegu lífi Ingrid Kuhlman skrifar 30. mars 2023 10:00 Örkærleikur („micro kindness“) felur í sér litlar einlægar og sjálfviljugar athafnir og viðhorf sem sýna öðrum að við kunnum að meta þá. Örkærleikur getur lífgað upp á daginn hjá öðrum og stuðlað að jákvæðum samskiptum. Kærleikurinn getur skapað svokölluð gáruáhrif og fengið fólk til að vilja miðla góðvildinni til annarra. Örkærleikur er leið til að rækta með sér góðvild og samkennd í eigin lífi og sjá heiminn í jákvæðara ljósi. Þegar við sýnum öðrum góðvild og kærleik getur það aukið hamingjutilfinningar okkar, dregið úr streitu og skapað tilgang. Örkærleikur getur þannig haft jákvæð áhrif bæði á aðra en ekki síst á okkur sjálf. Það góða er að það kostar okkur ekkert að sýna kærleika. Hér eru nokkur dæmi um örkærleik í garð annarra: Að halda hurðinni opinni fyrir einhvern. Að brosa til ókunnugra. Að heilsa ókunnugu fólki sem þú mætir í morgungöngunni. Að hvetja samstarfsmann áfram. Að tína og henda rusli í göngutúr. Að gefa ókunnugum eða vini hrós. Að skrifa þakkarbréf eða senda einhverjum jákvæð skilaboð. Að hleypa einhverjum fram fyrir þig í biðröðinni. Að gefa þér tíma til að tala við einhvern á meðan þú bíður í röðinni. Að halda á innkaupapokum fyrir einhvern. Að greiða fyrir kaffi eða máltíð einhvers. Að gefa til góðgerðarmála eða málefnis sem er þér mikilvægt. Að skilja eftir jákvæða umsögn á vefsíðu fyrirtækis um þjónustu sem þú fékkst. Umsplash/Andrea Tummons Örkærleikur varðar einnig hugsanir okkar Örkærleikur hefur einnig að gera með hugsanir okkar. Á hverjum degi túlkum við gjörðir annarra og þær túlkanir fela oft í sér mat á hvötum annarra. Segjum að afgreiðslumaður á kaffihúsi sé dálítið pirraður og óvingjarnlegur. Við vitum ekki alveg ástæðuna fyrir þessu viðhorfi. Það gæti stafað af áhyggjum af veiku barni, það gæti líka verið vegna þess að afgreiðslumaðurinn er í raun og veru ekki mjög þjónustulundaður. Í slíkum aðstæðum er gott að velja vinsamlega viðhorfið, að hann sé annars hugar og stressaður út af einhverju í lífi hans. Kærleiksríkt viðhorf í hans garð mun ekki aðeins koma í veg fyrir að þú bregðist við með pirringi heldur getur góðvild þín, á einhvern lítinn hátt, haft jákvæð áhrif á líðan afgreiðslumannsins. Kærleikur í eigin garð Við höfum tilhneigingu til að vera frekar hörð við okkur sjálf. Oft erum við okkar versti gagnrýnandi. Við þurfum því einnig að sýna kærleika í eigin garð, t.d. með því að fyrirgefa sjálfum okkur og sýna sjálfum okkur mildi, umhyggju og skilning. Það bjóðast óteljandi tækifæri á hverjum degi til að sýna góðvild. Fylgistu með hversu oft þú sýnir kærleik og fjölgaðu þeim augnablikum smám saman. Með tímanum verður kærleikurinn að vana. Með því að sýna örkærleik í daglegu lífi okkar getum við gert heiminn að betri stað. Höfundur er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði (MAPP) frá Buckinghamshire New University. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Mest lesið Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Sjá meira
Örkærleikur („micro kindness“) felur í sér litlar einlægar og sjálfviljugar athafnir og viðhorf sem sýna öðrum að við kunnum að meta þá. Örkærleikur getur lífgað upp á daginn hjá öðrum og stuðlað að jákvæðum samskiptum. Kærleikurinn getur skapað svokölluð gáruáhrif og fengið fólk til að vilja miðla góðvildinni til annarra. Örkærleikur er leið til að rækta með sér góðvild og samkennd í eigin lífi og sjá heiminn í jákvæðara ljósi. Þegar við sýnum öðrum góðvild og kærleik getur það aukið hamingjutilfinningar okkar, dregið úr streitu og skapað tilgang. Örkærleikur getur þannig haft jákvæð áhrif bæði á aðra en ekki síst á okkur sjálf. Það góða er að það kostar okkur ekkert að sýna kærleika. Hér eru nokkur dæmi um örkærleik í garð annarra: Að halda hurðinni opinni fyrir einhvern. Að brosa til ókunnugra. Að heilsa ókunnugu fólki sem þú mætir í morgungöngunni. Að hvetja samstarfsmann áfram. Að tína og henda rusli í göngutúr. Að gefa ókunnugum eða vini hrós. Að skrifa þakkarbréf eða senda einhverjum jákvæð skilaboð. Að hleypa einhverjum fram fyrir þig í biðröðinni. Að gefa þér tíma til að tala við einhvern á meðan þú bíður í röðinni. Að halda á innkaupapokum fyrir einhvern. Að greiða fyrir kaffi eða máltíð einhvers. Að gefa til góðgerðarmála eða málefnis sem er þér mikilvægt. Að skilja eftir jákvæða umsögn á vefsíðu fyrirtækis um þjónustu sem þú fékkst. Umsplash/Andrea Tummons Örkærleikur varðar einnig hugsanir okkar Örkærleikur hefur einnig að gera með hugsanir okkar. Á hverjum degi túlkum við gjörðir annarra og þær túlkanir fela oft í sér mat á hvötum annarra. Segjum að afgreiðslumaður á kaffihúsi sé dálítið pirraður og óvingjarnlegur. Við vitum ekki alveg ástæðuna fyrir þessu viðhorfi. Það gæti stafað af áhyggjum af veiku barni, það gæti líka verið vegna þess að afgreiðslumaðurinn er í raun og veru ekki mjög þjónustulundaður. Í slíkum aðstæðum er gott að velja vinsamlega viðhorfið, að hann sé annars hugar og stressaður út af einhverju í lífi hans. Kærleiksríkt viðhorf í hans garð mun ekki aðeins koma í veg fyrir að þú bregðist við með pirringi heldur getur góðvild þín, á einhvern lítinn hátt, haft jákvæð áhrif á líðan afgreiðslumannsins. Kærleikur í eigin garð Við höfum tilhneigingu til að vera frekar hörð við okkur sjálf. Oft erum við okkar versti gagnrýnandi. Við þurfum því einnig að sýna kærleika í eigin garð, t.d. með því að fyrirgefa sjálfum okkur og sýna sjálfum okkur mildi, umhyggju og skilning. Það bjóðast óteljandi tækifæri á hverjum degi til að sýna góðvild. Fylgistu með hversu oft þú sýnir kærleik og fjölgaðu þeim augnablikum smám saman. Með tímanum verður kærleikurinn að vana. Með því að sýna örkærleik í daglegu lífi okkar getum við gert heiminn að betri stað. Höfundur er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði (MAPP) frá Buckinghamshire New University.
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun