SBF ákærður fyrir að reyna að múta kínverskum stjórnvöldum Kjartan Kjartansson skrifar 30. mars 2023 11:53 Sam Bankman-Fried leiddur inn í dómshús í New York í febrúar. Hann er í stofufangelsi á heimili foreldra sinna í Kaliforníu á meðan mál hans er til meðferðar fyrir dómstólum. AP/John Minchillo Sam Bankman-Fried, stofnandi rafmyntafyrirtækisins FTX, er sagður ætla að lýsa sig saklausan af ákæru um að hann hafi brotið bandarísk kosningalög og mútað kínverskum yfirvöldum. Hann hefur þegar lýst sig saklausan af ákærum um stórfelld fjársvik. Saksóknarar bættu nýlega nýjum liðum við ákæru á hendur Bankman-Fried, sem oft er kallaður SBF í bandarískum fjölmiðlum, sem á fyrir yfir höfði sér áratugalangt fangelsi fyrir að féfletta viðskiptavini og fjárfesta FTX. Í viðaukanum við ákæruna sem bættist við í síðasta mánuði er SBF sakaður um að hafa gefið stjórnarmálasamtökunum tugi milljóna dollara í gegnum leppa til þess að komast í kringum lög um hámarksfjárhæðir slíkra framlaga. Á þriðjudag bættist við liður um að Bankman-Fried hafi lagt á ráðin um að brjóta lög um mútugreiðslur með því að leggja drög að því að senda fjörtíu milljónir dollara til kínverskra yfirvalda til þess að komast yfir milljarða dollara af innistæðum vogunarsjóðs í hans eigu sem voru frystar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þrír fyrrverandi stjórnendur FTX og vogunarsjóðsins Alameda Research hafa þegar játað sig seka um afbrot og vinna nú með saksóknurum í málinu gegn Bankman-Fried. Bankman-Fried er sakaður um að hafa fært milljarða dollara af innistæðum viðskiptavina FTX til þess að bjarga Alameda Research í fyrra. FTX fór á hausinn eftir að viðskiptavinir gerðu áhlaup og tóku út milljarða dollara af innistæðum sínum síðasta haust. Bankman-Fried var handtekinn á Bahamaeyjum í desember og framseldur til Bandaríkjanna. Réttarhöld yfir Bankman-Fried eiga að hefjast í október. Gjaldþrot FTX Dómsmál Bandaríkin Bahamaeyjar Tengdar fréttir Saka SBF og félaga um hundruð ólöglegra kosningaframlaga Bandarískir saksóknarar saka Sam Bankman-Fried, stofnanda rafmyntafyrirtækisins FTX, og samverkamann hans um fleiri en þrjú hundruð ólögleg kosningaframlög. Þeir komust hjá reglum um hámarksframlög til frambjóðenda með því að notast við leppa og félög. 23. febrúar 2023 16:07 Gæti stungið FTX-stjóra í steininn til að takmarka samskipti hans Dómari í máli Sams Bankman-Frieds, stofnanda rafmyntafyrirtækisins FTX, gaf í skyn að hann gæti sent hann í fangelsi til að koma í veg fyrir að hann eigi í frekari samskiptum sem yfirvöld geta ekki fylgst með. Saksóknarar telja ástæðu til að ætla að Bankman-Fried reyni að hafa áhrif á vitni. 17. febrúar 2023 09:06 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Viðskipti innlent Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Viðskipti erlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Fleiri fréttir Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Sjá meira
Saksóknarar bættu nýlega nýjum liðum við ákæru á hendur Bankman-Fried, sem oft er kallaður SBF í bandarískum fjölmiðlum, sem á fyrir yfir höfði sér áratugalangt fangelsi fyrir að féfletta viðskiptavini og fjárfesta FTX. Í viðaukanum við ákæruna sem bættist við í síðasta mánuði er SBF sakaður um að hafa gefið stjórnarmálasamtökunum tugi milljóna dollara í gegnum leppa til þess að komast í kringum lög um hámarksfjárhæðir slíkra framlaga. Á þriðjudag bættist við liður um að Bankman-Fried hafi lagt á ráðin um að brjóta lög um mútugreiðslur með því að leggja drög að því að senda fjörtíu milljónir dollara til kínverskra yfirvalda til þess að komast yfir milljarða dollara af innistæðum vogunarsjóðs í hans eigu sem voru frystar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þrír fyrrverandi stjórnendur FTX og vogunarsjóðsins Alameda Research hafa þegar játað sig seka um afbrot og vinna nú með saksóknurum í málinu gegn Bankman-Fried. Bankman-Fried er sakaður um að hafa fært milljarða dollara af innistæðum viðskiptavina FTX til þess að bjarga Alameda Research í fyrra. FTX fór á hausinn eftir að viðskiptavinir gerðu áhlaup og tóku út milljarða dollara af innistæðum sínum síðasta haust. Bankman-Fried var handtekinn á Bahamaeyjum í desember og framseldur til Bandaríkjanna. Réttarhöld yfir Bankman-Fried eiga að hefjast í október.
Gjaldþrot FTX Dómsmál Bandaríkin Bahamaeyjar Tengdar fréttir Saka SBF og félaga um hundruð ólöglegra kosningaframlaga Bandarískir saksóknarar saka Sam Bankman-Fried, stofnanda rafmyntafyrirtækisins FTX, og samverkamann hans um fleiri en þrjú hundruð ólögleg kosningaframlög. Þeir komust hjá reglum um hámarksframlög til frambjóðenda með því að notast við leppa og félög. 23. febrúar 2023 16:07 Gæti stungið FTX-stjóra í steininn til að takmarka samskipti hans Dómari í máli Sams Bankman-Frieds, stofnanda rafmyntafyrirtækisins FTX, gaf í skyn að hann gæti sent hann í fangelsi til að koma í veg fyrir að hann eigi í frekari samskiptum sem yfirvöld geta ekki fylgst með. Saksóknarar telja ástæðu til að ætla að Bankman-Fried reyni að hafa áhrif á vitni. 17. febrúar 2023 09:06 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Viðskipti innlent Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Viðskipti erlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Fleiri fréttir Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Sjá meira
Saka SBF og félaga um hundruð ólöglegra kosningaframlaga Bandarískir saksóknarar saka Sam Bankman-Fried, stofnanda rafmyntafyrirtækisins FTX, og samverkamann hans um fleiri en þrjú hundruð ólögleg kosningaframlög. Þeir komust hjá reglum um hámarksframlög til frambjóðenda með því að notast við leppa og félög. 23. febrúar 2023 16:07
Gæti stungið FTX-stjóra í steininn til að takmarka samskipti hans Dómari í máli Sams Bankman-Frieds, stofnanda rafmyntafyrirtækisins FTX, gaf í skyn að hann gæti sent hann í fangelsi til að koma í veg fyrir að hann eigi í frekari samskiptum sem yfirvöld geta ekki fylgst með. Saksóknarar telja ástæðu til að ætla að Bankman-Fried reyni að hafa áhrif á vitni. 17. febrúar 2023 09:06