Tökum gagnadrifnar ákvarðanir þegar kemur að fræðslu og þjálfun í fyrirtækjum og stofnunum Eva Karen Þórðardóttir skrifar 31. mars 2023 07:31 Því ber ætíð að fagna þegar fyrirtæki og stofnanir leggja aukna áherslu á fræðslumál starfsmanna. Síðustu ár hafa fræðslumál fengið meira vægi og hafa mun fleiri fyrirtæki og stofnanir séð hversu mikilvægt er að starfsfólk fái reglubundna fræðslu og þjálfun. Hvort sem það er til að bæta starfstengda hæfniþætti, persónulega hæfniþættir eða, eins og mikið er lagt áherslu á núna, stafræna hæfniþætti. Oft er hafist handa með þvi að festa kaup á fræðslukerfi og fræðslupakka sem eru stútfullir af frábæru fræðsluefni og einnig er farið í að skoða hvaða fræðsla og þjálfun þarf að vera skylda fyrir starfsfólk og hvaða fræðsla er meira nice to have. En margir hverjir reka sig á það eftir að allt er loksins komið í gang að starfsfólk er ekki að nýta sér fræðsluna að því marki sem óskað er eftir og þegar enn lengra en liðið eru jafnvel ekki til svör við því hvort þessi fjárfesting sé í raun að skila fyrirtækinu eða stofnuninni aukinni hæfni starfsfólks eða hvort einhver lærdómur hafi í raun átt sér stað. Ef fyrirtæki og stofnanir geta verið með frábært efni og flott kennslukerfi, en of mörg fyrirtæki standa frammi fyrir þvi að starfsfólk er ekki að nýta sér þá fræðslu sem boðið er upp á, spyr maður sig, af hverju er starfsfólkið ekki að nýta sér þessa fræðslu og þjálfun? Margt getur spilað þar inn í, t.d. tímaskortur, er fræðsluefnið viðeigandi, er fræðsluefnið aðgengilegt, er búið að gera ráð fyrir tíma innan fyrirtækis eða stofnanna til að stunda fræðslu og þjálfun svo að starfsfólki finnist það ekki vera að stelast á vinnutíma, eins og ég hef gjarnan heyrt. Samkvæmt skýrslu sem var kynnt fyrir mér á ráðstefnu í Noregi síðasta haust frá World Economic Forum hefur verið gerð úttekt á hvað er helst að standa í vegi fyrir fræðslu og þjálfun í fyrirtækjum og var niðurstaðan ekki þessir þættir sem taldir eru hér að framan heldur er það sem stendur mest í vegi fyrir fræðslu og þjálfun í fyrirtækjum, áhugi og virkni í því að sækja sér fræðslu og þjálfun. Að setja mikilvægi fræðslu og þjálfunar framar í röðina í daglegu amstri. Þá spyr ég mig, á hverju erum við að klikka ? Gæti einn möguleikin verið að við erum að gleyma að við erum jafn ólík og við erum mörg og að við þurfum mismunandi áherslur í fræðslu og við lærum á mismunandi hátt? Getur verið að við erum að leggja sama efnið fyrir alla og jafnvel skylda fólk í að fara úr sinni vinnu og fara á námskeið hvort sem það vill eða þarf að eigin mati? Ég hef lært það í gegnum mitt fræðslugreiningarstarf síðustu árin að við þurfum að gæta okkar að byrja á réttum enda, GREINUM, skoðum og áætlum hvað við viljum fá út úr fræðslunni. Mælum og tökum gagnadrifnar ákvarðanir varðandi fræðslu. Skoðum hvað við viljum og þurfum að fá út úr fræðslunni fyrir okkar fólk. Tökum mælingar á því hvernig stendur okkar fólk í dag áður en lagt er af stað og tökum ákvarðanir strax í byrjun hvernig ætlum við að mæla árangur og hvernig ætlum við að skapa rými fyrir fólkið okkar að taka þá fræðslu og þjálfun sem það þarf. Við þurfum að hætta að hugsa fræðslu sem one size fits all og horfa til einstaklingsmiðaðrar fræðslu og þjálfunar ef við ætlum að ná árangri og ef við ætlum að ná að virkja fólkið okkar til að stunda markvissa þjálfun og fræðslu. Höfundur er eigandi og ráðgjafi hjá Effect.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Skoðun Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Því ber ætíð að fagna þegar fyrirtæki og stofnanir leggja aukna áherslu á fræðslumál starfsmanna. Síðustu ár hafa fræðslumál fengið meira vægi og hafa mun fleiri fyrirtæki og stofnanir séð hversu mikilvægt er að starfsfólk fái reglubundna fræðslu og þjálfun. Hvort sem það er til að bæta starfstengda hæfniþætti, persónulega hæfniþættir eða, eins og mikið er lagt áherslu á núna, stafræna hæfniþætti. Oft er hafist handa með þvi að festa kaup á fræðslukerfi og fræðslupakka sem eru stútfullir af frábæru fræðsluefni og einnig er farið í að skoða hvaða fræðsla og þjálfun þarf að vera skylda fyrir starfsfólk og hvaða fræðsla er meira nice to have. En margir hverjir reka sig á það eftir að allt er loksins komið í gang að starfsfólk er ekki að nýta sér fræðsluna að því marki sem óskað er eftir og þegar enn lengra en liðið eru jafnvel ekki til svör við því hvort þessi fjárfesting sé í raun að skila fyrirtækinu eða stofnuninni aukinni hæfni starfsfólks eða hvort einhver lærdómur hafi í raun átt sér stað. Ef fyrirtæki og stofnanir geta verið með frábært efni og flott kennslukerfi, en of mörg fyrirtæki standa frammi fyrir þvi að starfsfólk er ekki að nýta sér þá fræðslu sem boðið er upp á, spyr maður sig, af hverju er starfsfólkið ekki að nýta sér þessa fræðslu og þjálfun? Margt getur spilað þar inn í, t.d. tímaskortur, er fræðsluefnið viðeigandi, er fræðsluefnið aðgengilegt, er búið að gera ráð fyrir tíma innan fyrirtækis eða stofnanna til að stunda fræðslu og þjálfun svo að starfsfólki finnist það ekki vera að stelast á vinnutíma, eins og ég hef gjarnan heyrt. Samkvæmt skýrslu sem var kynnt fyrir mér á ráðstefnu í Noregi síðasta haust frá World Economic Forum hefur verið gerð úttekt á hvað er helst að standa í vegi fyrir fræðslu og þjálfun í fyrirtækjum og var niðurstaðan ekki þessir þættir sem taldir eru hér að framan heldur er það sem stendur mest í vegi fyrir fræðslu og þjálfun í fyrirtækjum, áhugi og virkni í því að sækja sér fræðslu og þjálfun. Að setja mikilvægi fræðslu og þjálfunar framar í röðina í daglegu amstri. Þá spyr ég mig, á hverju erum við að klikka ? Gæti einn möguleikin verið að við erum að gleyma að við erum jafn ólík og við erum mörg og að við þurfum mismunandi áherslur í fræðslu og við lærum á mismunandi hátt? Getur verið að við erum að leggja sama efnið fyrir alla og jafnvel skylda fólk í að fara úr sinni vinnu og fara á námskeið hvort sem það vill eða þarf að eigin mati? Ég hef lært það í gegnum mitt fræðslugreiningarstarf síðustu árin að við þurfum að gæta okkar að byrja á réttum enda, GREINUM, skoðum og áætlum hvað við viljum fá út úr fræðslunni. Mælum og tökum gagnadrifnar ákvarðanir varðandi fræðslu. Skoðum hvað við viljum og þurfum að fá út úr fræðslunni fyrir okkar fólk. Tökum mælingar á því hvernig stendur okkar fólk í dag áður en lagt er af stað og tökum ákvarðanir strax í byrjun hvernig ætlum við að mæla árangur og hvernig ætlum við að skapa rými fyrir fólkið okkar að taka þá fræðslu og þjálfun sem það þarf. Við þurfum að hætta að hugsa fræðslu sem one size fits all og horfa til einstaklingsmiðaðrar fræðslu og þjálfunar ef við ætlum að ná árangri og ef við ætlum að ná að virkja fólkið okkar til að stunda markvissa þjálfun og fræðslu. Höfundur er eigandi og ráðgjafi hjá Effect.is.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun