Sigurður eftir slæmt tap ÍBV: „Smá eins og sprungin blaðra“ Kári Mímisson skrifar 1. apríl 2023 19:00 Sigurður Bragason hefur verið hressari eftir leik. Vísir/Hulda Margrét „Þetta var bara vont og lélegt, smá eins og sprungin blaðra, eigum við ekki bara að orða þetta þannig. Vel gert hjá Fram. Þær eru með mikla orku og eiginlega bara slátruðu þessu frá upphafi,“ sagði Sigurður Bragason strax eftir tap ÍBV gegn Fram nú í dag. ÍBV sá aldrei til sólar í leiknum en Fram sigraði leikinn 28-19 og var með algjöra yfirburði frá fyrstu mínútunum. En er þetta áhyggjuefni fyrir ÍBV að geta ekki boðið upp á betri frammistöðu svona rétt fyrir úrslitakeppnina? „Nei alls ekki en auðvitað þurfum við að kveikja á okkur. Við erum líklega að fara að mæta Fram, svona tölfræðilega. Þetta er ekki áhyggjuefni. Ég er búinn að bíða eftir þessu tapi og gott að það gerist hér í dag, í leik sem skiptir ekki máli. Ég vildi samt vinna og ég var að reyna það en ég ætla bara að gefa stelpunum mínum það að andlega voru þær bara búnar á því.“ Lið ÍBV hafði ekki tapað síðan í október og hafa tryggt sér deildar og bikarmeistaratitilinn síðan þá. Setur þetta ekki meiri pressu á ykkur fyrir átökin í úrslitakeppninni? „Ekkert meira en fyrir seasonið. Við höfum alltaf ætlað okkur að verða Íslandsmeistarar, bikarmeistarar og deildarmeistarar alveg eins og þessi fjögur bestu lið ætluðu sér að verða. Það eru tveir titlar búnir og við tókum þá báða. Það er engin pressa á okkur en við þurfum að rífa okkur upp. Við þurfum núna bara að gíra upp stemmninguna og í því fellst mögulega pressa.“ ÍBV fær núna smá pásu fyrir úrslitakeppnina. Hvað ætlar Sigurður og hans stelpur að gera í henni? „Það er bara Tene, bara tvær vikur Tene.“ Segir Sigurður og glotti. „Nú gef ég eiginlega bara frí fram yfir páska og þær fá bara sitt lyftingarprógram á meðan. Það er búið að vera mikil spenna og þær þurfa bara smá frí líka og svo komum við saman eftir páska og þá förum við bara aftur á fullt.“ Handbolti Olís-deild kvenna ÍBV Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - ÍBV 28-19 | Deildarmeistararnir steinlágu í Úlfarsárdalnum Fram vann stórkostlegan sigur á Bikar-og Deildarmeisturum ÍBV nú í dag. Liðin mættust í lokaumferð Olís-deildar kvenna í Úlfarsárdalnum. Lokatölur 28-19 fyrir Fram sem réðu lögum og lofum á vellinum í dag. 1. apríl 2023 17:35 Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Sjá meira
En er þetta áhyggjuefni fyrir ÍBV að geta ekki boðið upp á betri frammistöðu svona rétt fyrir úrslitakeppnina? „Nei alls ekki en auðvitað þurfum við að kveikja á okkur. Við erum líklega að fara að mæta Fram, svona tölfræðilega. Þetta er ekki áhyggjuefni. Ég er búinn að bíða eftir þessu tapi og gott að það gerist hér í dag, í leik sem skiptir ekki máli. Ég vildi samt vinna og ég var að reyna það en ég ætla bara að gefa stelpunum mínum það að andlega voru þær bara búnar á því.“ Lið ÍBV hafði ekki tapað síðan í október og hafa tryggt sér deildar og bikarmeistaratitilinn síðan þá. Setur þetta ekki meiri pressu á ykkur fyrir átökin í úrslitakeppninni? „Ekkert meira en fyrir seasonið. Við höfum alltaf ætlað okkur að verða Íslandsmeistarar, bikarmeistarar og deildarmeistarar alveg eins og þessi fjögur bestu lið ætluðu sér að verða. Það eru tveir titlar búnir og við tókum þá báða. Það er engin pressa á okkur en við þurfum að rífa okkur upp. Við þurfum núna bara að gíra upp stemmninguna og í því fellst mögulega pressa.“ ÍBV fær núna smá pásu fyrir úrslitakeppnina. Hvað ætlar Sigurður og hans stelpur að gera í henni? „Það er bara Tene, bara tvær vikur Tene.“ Segir Sigurður og glotti. „Nú gef ég eiginlega bara frí fram yfir páska og þær fá bara sitt lyftingarprógram á meðan. Það er búið að vera mikil spenna og þær þurfa bara smá frí líka og svo komum við saman eftir páska og þá förum við bara aftur á fullt.“
Handbolti Olís-deild kvenna ÍBV Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - ÍBV 28-19 | Deildarmeistararnir steinlágu í Úlfarsárdalnum Fram vann stórkostlegan sigur á Bikar-og Deildarmeisturum ÍBV nú í dag. Liðin mættust í lokaumferð Olís-deildar kvenna í Úlfarsárdalnum. Lokatölur 28-19 fyrir Fram sem réðu lögum og lofum á vellinum í dag. 1. apríl 2023 17:35 Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Sjá meira
Leik lokið: Fram - ÍBV 28-19 | Deildarmeistararnir steinlágu í Úlfarsárdalnum Fram vann stórkostlegan sigur á Bikar-og Deildarmeisturum ÍBV nú í dag. Liðin mættust í lokaumferð Olís-deildar kvenna í Úlfarsárdalnum. Lokatölur 28-19 fyrir Fram sem réðu lögum og lofum á vellinum í dag. 1. apríl 2023 17:35