„Fólk er að missa sig af spennu“ Sindri Sverrisson skrifar 3. apríl 2023 15:00 Njarðvíkingar hafa hug á að fagna Íslandsmeistaratitlinum annað árið í röð en búast má við afar harðri baráttu. VÍSIR/BÁRA Það ríkir mikil eftirvænting fyrir kvöldinu í Reykjanesbæ en þá byrjar undanúrslitaeinvígi Keflavíkur og Njarðvíkur í Subway-deild kvenna í körfubolta. Þarna mæta nýkrýndir deildarmeistarar ríkjandi Íslandsmeisturum. Deildarkeppnin gefur til kynna að spennandi úrslitakeppni sé fyrir höndum en Haukar og Valur mætast klukkan 18:15 í Ólafssal og tveimur tímum síðar hefst grannaslagurinn í Reykjanesbæ, í Blue-höll Keflvíkinga. Njarðvík endaði í fjórða sæti deildarinnar en er ríkjandi Íslandsmeistari og miðað við síðustu vikur er liðið til alls líklegt þegar kemur að titilvörninni: „Við komum ansi brött inn í úrslitakeppnina,“ segir Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur. „Tímabilið fór svolítið hægt af stað og við lentum í ýmsum meiðslavandræðum, sérstaklega fyrir jól, en höfum hægt og bítandi verið að bæta okkur og ná öllum okkar kröftum eftir áramót. Að enda fjórðu umferðina með sjö sigurleikjum, vinna öll þrjú efstu liðin, gefur okkur mikið sjálfstraust inn í úrslitakeppnina. Að sjálfsögðu ætlum við að mæta inn í hana til að verja titilinn okkar,“ segir Rúnar Ingi. Umhverfið og öll pressan gjörbreyst Njarðvík varð Íslandsmeistari í fyrra sem nýliði í Subway-deildinni og segir Rúnar að pressan á liðinu hafi því verið allt önnur í vetur. „Ég held að við höfum tekið stærri skref en við áttum von á, fyrir kvennakörfuboltann í Njarðvík. Við lögðum upp ákveðið plan þegar við vorum í 1. deild og að verða svo Íslandsmeistarar á fyrstu leiktíð í efstu deild var kannski ekki upprunalega planið. En þegar tímabilið fór af stað í fyrra þá sáum við að við gætum það. Á einhverjum ellefu mánuðum eða svo breytist því allt umhverfið og öll pressan. Á þessu tímabili erum við ríkjandi meistarar og höfum fundið að vissu leyti fyrir því. Andlega hliðin hjá leikmönnum er aðeins öðruvísi. Þegar þú ert Íslandsmeistari þá veistu að þú átt að vera eitthvað ákveðið góður, og þegar hlutirnir ganga ekki upp þá svekkir þú þig meira en þegar þú ert nýliði sem hefur ekki unnið sér inn fyrir neinu,“ segir Rúnar og bætir við: „Draumurinn fyrir aðdáendurna í bæjarfélaginu“ „Við erum búin að leggja hart að okkur í allan vetur og erum komin á þann stað í dag að vera mjög sátt með stöðuna á liðinu, hvað við getum framkvæmt og hversu klók við erum í þessum jöfnu leikjum sem við höfum þurft að læra inn á á þessu tímabili. Þrátt fyrir að við séum ríkjandi Íslandsmeistarar þá erum við samt með nýtt lið frá síðustu leiktíð og þurfum að vinna fyrir öllu sem við ætlum að áorka á vellinum.“ Rúnar tekur undir að það gefi undanúrslitaeinvíginu enn meira krydd að um sé að ræða slag erkifjendanna í Reykjanesbæ. „Þetta er draumurinn fyrir aðdáendurna í bæjarfélaginu. Það byggist upp einhver stemning og fólk, hvort sem er í skólanum eða vinnunni, er að tala um þessa leiki. Þetta eykur mikilvægið enn meira, þó að það sé að sjálfsögðu alveg nógu stór gulrót í boði með því að komast í lokaúrslitin. Að keppa við Keflavík á þessu sviði í svona seríu gefur þessu alveg extra mikið, og ég get ekki beðið eftir að mæta í Blue-höllina í kvöld. Maður finnur það síðustu daga að fólk er að missa sig af spennu og við vonandi finnum það úr stúkunni í kvöld.“ Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira
Deildarkeppnin gefur til kynna að spennandi úrslitakeppni sé fyrir höndum en Haukar og Valur mætast klukkan 18:15 í Ólafssal og tveimur tímum síðar hefst grannaslagurinn í Reykjanesbæ, í Blue-höll Keflvíkinga. Njarðvík endaði í fjórða sæti deildarinnar en er ríkjandi Íslandsmeistari og miðað við síðustu vikur er liðið til alls líklegt þegar kemur að titilvörninni: „Við komum ansi brött inn í úrslitakeppnina,“ segir Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur. „Tímabilið fór svolítið hægt af stað og við lentum í ýmsum meiðslavandræðum, sérstaklega fyrir jól, en höfum hægt og bítandi verið að bæta okkur og ná öllum okkar kröftum eftir áramót. Að enda fjórðu umferðina með sjö sigurleikjum, vinna öll þrjú efstu liðin, gefur okkur mikið sjálfstraust inn í úrslitakeppnina. Að sjálfsögðu ætlum við að mæta inn í hana til að verja titilinn okkar,“ segir Rúnar Ingi. Umhverfið og öll pressan gjörbreyst Njarðvík varð Íslandsmeistari í fyrra sem nýliði í Subway-deildinni og segir Rúnar að pressan á liðinu hafi því verið allt önnur í vetur. „Ég held að við höfum tekið stærri skref en við áttum von á, fyrir kvennakörfuboltann í Njarðvík. Við lögðum upp ákveðið plan þegar við vorum í 1. deild og að verða svo Íslandsmeistarar á fyrstu leiktíð í efstu deild var kannski ekki upprunalega planið. En þegar tímabilið fór af stað í fyrra þá sáum við að við gætum það. Á einhverjum ellefu mánuðum eða svo breytist því allt umhverfið og öll pressan. Á þessu tímabili erum við ríkjandi meistarar og höfum fundið að vissu leyti fyrir því. Andlega hliðin hjá leikmönnum er aðeins öðruvísi. Þegar þú ert Íslandsmeistari þá veistu að þú átt að vera eitthvað ákveðið góður, og þegar hlutirnir ganga ekki upp þá svekkir þú þig meira en þegar þú ert nýliði sem hefur ekki unnið sér inn fyrir neinu,“ segir Rúnar og bætir við: „Draumurinn fyrir aðdáendurna í bæjarfélaginu“ „Við erum búin að leggja hart að okkur í allan vetur og erum komin á þann stað í dag að vera mjög sátt með stöðuna á liðinu, hvað við getum framkvæmt og hversu klók við erum í þessum jöfnu leikjum sem við höfum þurft að læra inn á á þessu tímabili. Þrátt fyrir að við séum ríkjandi Íslandsmeistarar þá erum við samt með nýtt lið frá síðustu leiktíð og þurfum að vinna fyrir öllu sem við ætlum að áorka á vellinum.“ Rúnar tekur undir að það gefi undanúrslitaeinvíginu enn meira krydd að um sé að ræða slag erkifjendanna í Reykjanesbæ. „Þetta er draumurinn fyrir aðdáendurna í bæjarfélaginu. Það byggist upp einhver stemning og fólk, hvort sem er í skólanum eða vinnunni, er að tala um þessa leiki. Þetta eykur mikilvægið enn meira, þó að það sé að sjálfsögðu alveg nógu stór gulrót í boði með því að komast í lokaúrslitin. Að keppa við Keflavík á þessu sviði í svona seríu gefur þessu alveg extra mikið, og ég get ekki beðið eftir að mæta í Blue-höllina í kvöld. Maður finnur það síðustu daga að fólk er að missa sig af spennu og við vonandi finnum það úr stúkunni í kvöld.“
Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira