Börn, sögur og sorg Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 3. apríl 2023 15:00 Sorg varðar okkur öll og enginn kemst í gegnum lífið án þess að upplifa sorg. Börn sem verða fyrir missi þurfa mikinn stuðning, sem fagaðilar og samtök á borð við Ljónshjarta og Örninn geta stutt við að veita, en öll börn þurfa fræðslu um sorg og sorgarviðbrögð sem hæfa þeirra aldri. Sögur gegna þar veigamiklu hlutverki og hafa misjöfn áhrif á börn. Sögur geta frætt eða hrætt börn um dauðann en þær veita uppalendum dýrmæt tækifæri til samtals. Hver man ekki eftir að hafa upplifað sorg Bamba og Simba í teiknimyndunum þekktu en merkilega mörg Disney ævintýri fjalla um foreldramissi. Erlendar bækur þýddar á íslensku hafa gagnast mörgum í að ræða um sorg og missi. Má þar nefna bók Astrid Lindgren Bróðir minn Ljónshjarta og bók Eyvind Skeie Sumarlandið, en báðar nálgast vonina um framhaldslíf í myndmáli Nangiala og sumarlandsins. Sorg og missir eru stef í íslenskum bókmenntum frá upphafi og Dagný Kristjánsdóttir nefnir í bók sinni Bókabörn að forvígismenn íslenskra barnabókmennta hafi átt það sameiginlegt að upplifa föðurmissi ungir: „Jónas Hallgrímsson missti föður sinn níu ára og Sigurbjörn [Sveinsson] sinn átta ára en Nonni [Jón Sveinsson] missti sinn föður 12 ára gamall. Í öllum tilfellum voru fjölskyldurnar leystar upp“ (bls. 257). Þau áföll lita frásagnir þessara höfunda með ólíkum hætti. Guðrún Helgadóttir nálgast sorg og missi í íslenskum veruleika í bókum sínum með augum félagslegs raunsæis og hispursleysi hennar hefur hjálpað mörgum við að greina og vinna úr eigin áfallasögu. Í þríleiknum Sitji Guðs englar er m.a. fjallað um alkóhólisma og lífsbaráttu almennings en í annarri bókinni Saman í hring er dýrmæt lýsing á sorgarferli barns. „Aldrei á ævi sinni hafði hún fundið svona einkennilega til“ (bls. 134). Samskipti barnanna við fullorðna fólkið bera einkenni sem margir uppalendur þekkja af börnum í sorg og börnin fá rými til að spyrja spurninga, gráta og njóta skjóls frá aðstandendum sínum. Ef maður er alveg drukknaður, er maður þá dáinn? spurði Abba hin.Já, þá er maður dáinn, sagði amma.Ég held að það sé fjólublátt að deyja, sagði Abba hin þá.Það held ég geti verið, sagði amma. Farðu nú upp að sofa. (Bls. 136) Af unglingabókum sem ræða sorg má nefna Tár bros og takkaskór eftir Þorgrím Þráinsson. Þar verður 14 ára stúlka fyrir bíl og sagan lýsir með dýrmætum hætti því sorgarferli sem vinahópurinn gengur í gegnum í kjölfarið af fráfalli hennar. Við sorgina blandast reiði því ökumaðurinn finnst ekki. Við andlát Agnesar lamaðist starfsemi Langholtsskóla að nokkru leiti. Það var eins og einhver hulin slæða hefði lagst yfir skólann. Nemendur gengu hljóðlegar um bygginguna, öll samskipti báru vott um tillitssemi, raddir voru lágværari, þögnin í tímum virtist stundum óbærileg. (Bls. 155) Af nýrri íslenskum barnabókum hefur bókin Loforðið eftir Hrund Þórsdóttur vakið verðskuldaða athygli en hún hlaut íslensku barnabókaverðlaunin 2007. Bókin fjallar um vináttu og missi 11 ára stelpna og lýsir með dýrmætum hætti sorgarferli barns. Næsta dag var haldin minningarathöfn um Eyvöru í skólanum og mamma fór með Ástu. Það var skrýtið að koma í skólann á laugardegi og hitta alla undir öðrum kringumstæðum en venjulega. Samkomusalurinn var troðfullur af krökkum og foreldrum. Allir voru alvarlegir á svipinn og margir sem höfðu þekkt Eyvöru vel sátu grátandi á fremstu bekkjunum. Margir aðrir grétu líka og fullorðna fólkinu virtist ekki líða betur en krökkunum. Sorgin var næstum því áþreifanleg. Hún hékk í loftinu og teygði sig óvægin inn í hjartað á öllum sem voru á staðnum. Loforðið hefur verið notuð í sálgæslunámi við Háskóla Íslands sem dæmi um fyrirmyndar sögu til að ræða um sorg við börn. Þegar rætt er við börn um sorg þarf að taka mið af aldri þeirra, mikilvægt er að tala af hreinskilni, að gefa frá upphafi réttar upplýsingar um hvernig andlát bar að og að forðast myndmál sem getur ruglað börn. Undan sorginni sleppur enginn og sorgin vitjar okkar á ólíkum æviskeiðum. Í gegnum sögur getum við átt dýrmæt samtöl við börnin okkar um sorg og missi og þannig búið þau undir þá reynslu þegar að henni kemur. Barn sem veit að dauðinn er hluti af lífinu og að sorgin eru eðlileg viðbrögð, lærir að því sé óhætt að leita til uppalenda og ástvina þegar sorgin kveður dyra. Það er dýrmæt lífsleikni í því fólgin að kannast við sorgina og jafnframt að sorgin er afleiðing ástar, við syrgjum og söknum þess sem við höfum elskað og þekkt. Á föstudaginn langa kl. 17.00 býður Fríkirkjan í Reykjavík upp á stund er nefnist Börn, sögur og sorg og þar mun Hrund Þórsdóttir tala um bók sína Loforðið og Sara Gríms um að tala við leikskólabörn um dauðann. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Sorg varðar okkur öll og enginn kemst í gegnum lífið án þess að upplifa sorg. Börn sem verða fyrir missi þurfa mikinn stuðning, sem fagaðilar og samtök á borð við Ljónshjarta og Örninn geta stutt við að veita, en öll börn þurfa fræðslu um sorg og sorgarviðbrögð sem hæfa þeirra aldri. Sögur gegna þar veigamiklu hlutverki og hafa misjöfn áhrif á börn. Sögur geta frætt eða hrætt börn um dauðann en þær veita uppalendum dýrmæt tækifæri til samtals. Hver man ekki eftir að hafa upplifað sorg Bamba og Simba í teiknimyndunum þekktu en merkilega mörg Disney ævintýri fjalla um foreldramissi. Erlendar bækur þýddar á íslensku hafa gagnast mörgum í að ræða um sorg og missi. Má þar nefna bók Astrid Lindgren Bróðir minn Ljónshjarta og bók Eyvind Skeie Sumarlandið, en báðar nálgast vonina um framhaldslíf í myndmáli Nangiala og sumarlandsins. Sorg og missir eru stef í íslenskum bókmenntum frá upphafi og Dagný Kristjánsdóttir nefnir í bók sinni Bókabörn að forvígismenn íslenskra barnabókmennta hafi átt það sameiginlegt að upplifa föðurmissi ungir: „Jónas Hallgrímsson missti föður sinn níu ára og Sigurbjörn [Sveinsson] sinn átta ára en Nonni [Jón Sveinsson] missti sinn föður 12 ára gamall. Í öllum tilfellum voru fjölskyldurnar leystar upp“ (bls. 257). Þau áföll lita frásagnir þessara höfunda með ólíkum hætti. Guðrún Helgadóttir nálgast sorg og missi í íslenskum veruleika í bókum sínum með augum félagslegs raunsæis og hispursleysi hennar hefur hjálpað mörgum við að greina og vinna úr eigin áfallasögu. Í þríleiknum Sitji Guðs englar er m.a. fjallað um alkóhólisma og lífsbaráttu almennings en í annarri bókinni Saman í hring er dýrmæt lýsing á sorgarferli barns. „Aldrei á ævi sinni hafði hún fundið svona einkennilega til“ (bls. 134). Samskipti barnanna við fullorðna fólkið bera einkenni sem margir uppalendur þekkja af börnum í sorg og börnin fá rými til að spyrja spurninga, gráta og njóta skjóls frá aðstandendum sínum. Ef maður er alveg drukknaður, er maður þá dáinn? spurði Abba hin.Já, þá er maður dáinn, sagði amma.Ég held að það sé fjólublátt að deyja, sagði Abba hin þá.Það held ég geti verið, sagði amma. Farðu nú upp að sofa. (Bls. 136) Af unglingabókum sem ræða sorg má nefna Tár bros og takkaskór eftir Þorgrím Þráinsson. Þar verður 14 ára stúlka fyrir bíl og sagan lýsir með dýrmætum hætti því sorgarferli sem vinahópurinn gengur í gegnum í kjölfarið af fráfalli hennar. Við sorgina blandast reiði því ökumaðurinn finnst ekki. Við andlát Agnesar lamaðist starfsemi Langholtsskóla að nokkru leiti. Það var eins og einhver hulin slæða hefði lagst yfir skólann. Nemendur gengu hljóðlegar um bygginguna, öll samskipti báru vott um tillitssemi, raddir voru lágværari, þögnin í tímum virtist stundum óbærileg. (Bls. 155) Af nýrri íslenskum barnabókum hefur bókin Loforðið eftir Hrund Þórsdóttur vakið verðskuldaða athygli en hún hlaut íslensku barnabókaverðlaunin 2007. Bókin fjallar um vináttu og missi 11 ára stelpna og lýsir með dýrmætum hætti sorgarferli barns. Næsta dag var haldin minningarathöfn um Eyvöru í skólanum og mamma fór með Ástu. Það var skrýtið að koma í skólann á laugardegi og hitta alla undir öðrum kringumstæðum en venjulega. Samkomusalurinn var troðfullur af krökkum og foreldrum. Allir voru alvarlegir á svipinn og margir sem höfðu þekkt Eyvöru vel sátu grátandi á fremstu bekkjunum. Margir aðrir grétu líka og fullorðna fólkinu virtist ekki líða betur en krökkunum. Sorgin var næstum því áþreifanleg. Hún hékk í loftinu og teygði sig óvægin inn í hjartað á öllum sem voru á staðnum. Loforðið hefur verið notuð í sálgæslunámi við Háskóla Íslands sem dæmi um fyrirmyndar sögu til að ræða um sorg við börn. Þegar rætt er við börn um sorg þarf að taka mið af aldri þeirra, mikilvægt er að tala af hreinskilni, að gefa frá upphafi réttar upplýsingar um hvernig andlát bar að og að forðast myndmál sem getur ruglað börn. Undan sorginni sleppur enginn og sorgin vitjar okkar á ólíkum æviskeiðum. Í gegnum sögur getum við átt dýrmæt samtöl við börnin okkar um sorg og missi og þannig búið þau undir þá reynslu þegar að henni kemur. Barn sem veit að dauðinn er hluti af lífinu og að sorgin eru eðlileg viðbrögð, lærir að því sé óhætt að leita til uppalenda og ástvina þegar sorgin kveður dyra. Það er dýrmæt lífsleikni í því fólgin að kannast við sorgina og jafnframt að sorgin er afleiðing ástar, við syrgjum og söknum þess sem við höfum elskað og þekkt. Á föstudaginn langa kl. 17.00 býður Fríkirkjan í Reykjavík upp á stund er nefnist Börn, sögur og sorg og þar mun Hrund Þórsdóttir tala um bók sína Loforðið og Sara Gríms um að tala við leikskólabörn um dauðann. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík.
Ef maður er alveg drukknaður, er maður þá dáinn? spurði Abba hin.Já, þá er maður dáinn, sagði amma.Ég held að það sé fjólublátt að deyja, sagði Abba hin þá.Það held ég geti verið, sagði amma. Farðu nú upp að sofa. (Bls. 136)
Við andlát Agnesar lamaðist starfsemi Langholtsskóla að nokkru leiti. Það var eins og einhver hulin slæða hefði lagst yfir skólann. Nemendur gengu hljóðlegar um bygginguna, öll samskipti báru vott um tillitssemi, raddir voru lágværari, þögnin í tímum virtist stundum óbærileg. (Bls. 155)
Næsta dag var haldin minningarathöfn um Eyvöru í skólanum og mamma fór með Ástu. Það var skrýtið að koma í skólann á laugardegi og hitta alla undir öðrum kringumstæðum en venjulega. Samkomusalurinn var troðfullur af krökkum og foreldrum. Allir voru alvarlegir á svipinn og margir sem höfðu þekkt Eyvöru vel sátu grátandi á fremstu bekkjunum. Margir aðrir grétu líka og fullorðna fólkinu virtist ekki líða betur en krökkunum. Sorgin var næstum því áþreifanleg. Hún hékk í loftinu og teygði sig óvægin inn í hjartað á öllum sem voru á staðnum.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun