Um er að ræða fyrsta barn Hilton en fyrir á Reum dótturina Evie, sem er ellefu ára gömul, með raunveruleikastjörnunni Laura Bellizi.
Hilton og Reum hafa verið vinir árum saman en byrjuðu saman í lok árs 2019. Þau trúlofuðust í febrúar árið 2021 og gengu svo í það heilaga í nóvember á sama ári. Brúðkaupsfögnuðurinn stóð yfir í heila þrjá daga og var engu til sparað.
Í febrúar á þessu ári prýddi Hilton forsíðu tímaritsins Glamour. Í viðtalinu við tímaritið opnaði hún sig um hluti sem hún segist ekki einu sinni hafa sagt foreldrum sínum áður. Þar sagðist hún til að mynda hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi í tvígang þegar hún var fimmtán ára gömul.