Lukaku hafi verið að þagga niður í kynþáttaníð þegar rauða spjaldið fór á loft Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. apríl 2023 11:31 Romelu Lukaku skoraði jöfnunarmark Inter í gær, en fékk í kjölfarið að líta rautt spjald. Sportinfoto/DeFodi Images via Getty Images Belgíski framherjinn Romelu Lukaku reyndist hetja Inter er liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Juventus í ítölsku bikarkeppninni í fótbolta í gærkvöldi. Lukaku jafnaði metin með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma, en fékk svo að líta sitt annað gula spjald í leiknum fyrir að fagna fyrir framan stuðningsmenn Juvenstus. Lukaku jafnaði metin á fimmtu mínútu uppbótartíma með marki úr vítaspyrnu sem reyndist vera síðasta spyrna leiksins. Í kjölfarið brutust út mikil læti þar sem Lukaku fékk að líta rautt spjald fyrir að fagna í andlit stuðningsmanna Juventus, en þeir Juan Cuadrado, leikmaður Juventus, og Samir Handanovic, markvörður Inter, fengu einnig að líta rauða spjaldið í látunum. Fagnaðarlæti framherjans stöfuðu þó ekki aðeins af gleði. Lukaku og umboðsmaður hans segja að hann hafi orðið fyrir kynþáttaníð af hálfu stuðningsmanna Juventus og að framherjinn hafi ætlað að þagga niður í stuðningsmönnunum. „Kynþáttaníðin sem Romelu Lukaku varð fyrir í kvöld af hálfu stuðningsmanna Juventus í Tórínó var fyrirlitleg og óafsakanleg,“ sagði Michael Yormac, forseti umboðsskrifstofunnar sem sér um mál Lukakus. „Romelu skoraði úr vítaspyrnu seint í leiknum. Fyrir, á meðan og eftir vítaspyrnuna varð hann fyrir fjandsamlegri og ógeðslegri kynþáttaníð. Romelu svaraði því með því að fagna eins og hann gerir alltaf, en dómarinn brást við því með því að sýna honum gult spjald.“ „Romelu á skilið afsökunarbeiðni frá Juventus og ég býst við því að ítalska deildin fordæmi hegðun þessa hóps stuðningsmanna Juventus tafarlaust.“ „Ítölsk yfirvöld verða að nýta þetta tækifæri til að tækla kynþáttafordóma, frekar en að refsa fórnarlambi þeirra.“ A statement from the President of Roc Nation Sports International, Michael Yormark on tonight’s incident involving Romelu Lukaku pic.twitter.com/VSrNOupwdh— Roc Nation Sports International (@RocNationSI) April 4, 2023 Ítalski boltinn Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Sjá meira
Lukaku jafnaði metin á fimmtu mínútu uppbótartíma með marki úr vítaspyrnu sem reyndist vera síðasta spyrna leiksins. Í kjölfarið brutust út mikil læti þar sem Lukaku fékk að líta rautt spjald fyrir að fagna í andlit stuðningsmanna Juventus, en þeir Juan Cuadrado, leikmaður Juventus, og Samir Handanovic, markvörður Inter, fengu einnig að líta rauða spjaldið í látunum. Fagnaðarlæti framherjans stöfuðu þó ekki aðeins af gleði. Lukaku og umboðsmaður hans segja að hann hafi orðið fyrir kynþáttaníð af hálfu stuðningsmanna Juventus og að framherjinn hafi ætlað að þagga niður í stuðningsmönnunum. „Kynþáttaníðin sem Romelu Lukaku varð fyrir í kvöld af hálfu stuðningsmanna Juventus í Tórínó var fyrirlitleg og óafsakanleg,“ sagði Michael Yormac, forseti umboðsskrifstofunnar sem sér um mál Lukakus. „Romelu skoraði úr vítaspyrnu seint í leiknum. Fyrir, á meðan og eftir vítaspyrnuna varð hann fyrir fjandsamlegri og ógeðslegri kynþáttaníð. Romelu svaraði því með því að fagna eins og hann gerir alltaf, en dómarinn brást við því með því að sýna honum gult spjald.“ „Romelu á skilið afsökunarbeiðni frá Juventus og ég býst við því að ítalska deildin fordæmi hegðun þessa hóps stuðningsmanna Juventus tafarlaust.“ „Ítölsk yfirvöld verða að nýta þetta tækifæri til að tækla kynþáttafordóma, frekar en að refsa fórnarlambi þeirra.“ A statement from the President of Roc Nation Sports International, Michael Yormark on tonight’s incident involving Romelu Lukaku pic.twitter.com/VSrNOupwdh— Roc Nation Sports International (@RocNationSI) April 4, 2023
Ítalski boltinn Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Sjá meira