Opna hótel í gamalli síldarverksmiðju Bjarki Sigurðsson skrifar 6. apríl 2023 10:51 Svona gæti hótelið litið út séð frá höfðanum með Spákonufell í baksýn. Skagaströnd Stefnt er að því að hefja deiliskipulagsvinnu í sumar við uppbyggingu hótels í húsnæði gömlu síldarverksmiðjunnar á hafnarsvæðinu á Skagaströnd. Stefnt er að því að sjóböð verði einnig opnuð þar á næstunni. Samstarfsyfirlýsing hefur verið undirrituð milli Skagastrandar og Fasteignafélagsins Þingeyri um undirbúning að uppbyggingu á hóteli í bænum. Verður hótelið staðsett í húsnæði gömlu síldarverksmiðjunnar þar og hefur fengið vinnuheitið Herring Hotel, eða Síldarhótelið. Verkefnið hefur verið í vinnslu í marga mánuði og hafa teikningar af hótelinu þegar verið kynntar. Yrði hótelið hluti af mikilli uppbyggingu í bænum en fyrirhuguð eru sjóböð á Hólanesi og á hótelið að svara aukinni þörf fyrir gistirými á svæðinu. Sjóböðin í Hólanesi hafa verið í vinnslu í tvö ár.Skagaströnd/Urðarsel „Saman geta hótel og baðlaugar stutt við jákvæða byggðaþróun og skapað grundvöll fyrir aðra uppbyggingu í ferðaþjónustu, svo sem vetrarferðamennsku, siglingar og sjóstangaveiði,“ segir í kynningu verkefnisins. Síldarverksmiðjan í bænum hefur verið ónotuð um tíma en hún var í eigu ríkisins þar til nýverið þegar sveitarfélagið eignaðist hana. Gert er ráð fyrir að Herring Hotel verði 4-5 stjörnu hótel með um 60 gistirýmum og fínum veitingastað með útsýni yfir hafið. Einnig verði fjölnotasalur fyrir veislur og viðburði og fundarherbergi. Bæði verða herbergi og íbúðir á hótelinu, sem býður upp á sveigjanlega og fjölbreytta notkun. ESJA Architecture unnu frumdrög að hugmynd fyrir hótelið en samkvæmd þeim drögum verður verksmiðjan tekin í gegn og ásýnd hennar að utan færð að miklu leyti til fyrra horfs. Innanhúss skapist hrá og heillandi stemning þar sem verksmiðjueinkenni hússins mæta nútímalegri og hlýlegri hönnun. Svona leit Síldarverksmiðjan út á árum áður.Skagaströnd Vonast er eftir því að útfærsla og frumhönnun hótelsins liggi alveg fyrir þann 1. júní næstkomandi. Eftir það er hægt að hefja vinnu við deiliskipulag. Sjóböðin hafa einnig verið lengi á teikniborðinu og voru fyrst kynnt í mars árið 2021. Stefnt er að því að þau verði staðsett við fjöruborðið með útsýni yfir flóann og fjöllin. Þrívíddarmynd af hvernig sjóböðin gætu litið út.Skagaströnd/Urðarsel Tengd skjöl herring-hotelPDF7.9MBSækja skjal badlaugar-holanesPDF10.3MBSækja skjal Skagaströnd Ferðamennska á Íslandi Hótel á Íslandi Mest lesið Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Kaup Símans á Noona gengin í gegn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Sjá meira
Samstarfsyfirlýsing hefur verið undirrituð milli Skagastrandar og Fasteignafélagsins Þingeyri um undirbúning að uppbyggingu á hóteli í bænum. Verður hótelið staðsett í húsnæði gömlu síldarverksmiðjunnar þar og hefur fengið vinnuheitið Herring Hotel, eða Síldarhótelið. Verkefnið hefur verið í vinnslu í marga mánuði og hafa teikningar af hótelinu þegar verið kynntar. Yrði hótelið hluti af mikilli uppbyggingu í bænum en fyrirhuguð eru sjóböð á Hólanesi og á hótelið að svara aukinni þörf fyrir gistirými á svæðinu. Sjóböðin í Hólanesi hafa verið í vinnslu í tvö ár.Skagaströnd/Urðarsel „Saman geta hótel og baðlaugar stutt við jákvæða byggðaþróun og skapað grundvöll fyrir aðra uppbyggingu í ferðaþjónustu, svo sem vetrarferðamennsku, siglingar og sjóstangaveiði,“ segir í kynningu verkefnisins. Síldarverksmiðjan í bænum hefur verið ónotuð um tíma en hún var í eigu ríkisins þar til nýverið þegar sveitarfélagið eignaðist hana. Gert er ráð fyrir að Herring Hotel verði 4-5 stjörnu hótel með um 60 gistirýmum og fínum veitingastað með útsýni yfir hafið. Einnig verði fjölnotasalur fyrir veislur og viðburði og fundarherbergi. Bæði verða herbergi og íbúðir á hótelinu, sem býður upp á sveigjanlega og fjölbreytta notkun. ESJA Architecture unnu frumdrög að hugmynd fyrir hótelið en samkvæmd þeim drögum verður verksmiðjan tekin í gegn og ásýnd hennar að utan færð að miklu leyti til fyrra horfs. Innanhúss skapist hrá og heillandi stemning þar sem verksmiðjueinkenni hússins mæta nútímalegri og hlýlegri hönnun. Svona leit Síldarverksmiðjan út á árum áður.Skagaströnd Vonast er eftir því að útfærsla og frumhönnun hótelsins liggi alveg fyrir þann 1. júní næstkomandi. Eftir það er hægt að hefja vinnu við deiliskipulag. Sjóböðin hafa einnig verið lengi á teikniborðinu og voru fyrst kynnt í mars árið 2021. Stefnt er að því að þau verði staðsett við fjöruborðið með útsýni yfir flóann og fjöllin. Þrívíddarmynd af hvernig sjóböðin gætu litið út.Skagaströnd/Urðarsel Tengd skjöl herring-hotelPDF7.9MBSækja skjal badlaugar-holanesPDF10.3MBSækja skjal
Skagaströnd Ferðamennska á Íslandi Hótel á Íslandi Mest lesið Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Kaup Símans á Noona gengin í gegn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Sjá meira