Hlutu hæsta styrk til að rannsaka byltingu í greiningu svefnsjúkdóma Ólafur Björn Sverrisson skrifar 8. apríl 2023 22:43 Jón Skírnir Ágústsson leiðir gervigreindar- og gagnavísindateymi Nox medical. vísir/egill Íslenska hátæknifyrirtækið Nox medical vinnur að nýrri gervigreindaraðferð sem gæti umbylt svefnrannsóknum. Fyrirtækið hlut hæsta styrkinn úr nýsköpunarsjóði námsmanna í ár. Nox Medical þróar og framleiðir mælitæki, hugbúnað, skýjalausnir, og gervigreind sem notuð eru af læknum og heilbrigðisstarfsfólki til að mæla lífsmerki í svefni og greina svefnraskanir og svefnsjúkdóma. Fyrirtækið starfar á alþjóðamarkaði og er leiðandi fyrirtæki á sviði lækningatækja í svefni. Fjallað var um gervigreindina, sem nú er notuð til að greina svefnraskanir um allan heim í kvöldfréttum Stöðvar 2 í febrúar á þessu ári: Aðferðin sem um ræðir, og verður rannsökuð nánar á komandi mánuðum, á að nýta einfaldari svefnmælingu til að greina kæfisvefn og til að fylgjast með hvernig meðferð við kæfisvefni gengur. Dr. Erna Sif Arnardóttir við Háskólann í Reykjavík hlaut, í samstarfi við Nox Medical, hæsta styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna til frekari rannsókna. Hún mun leiða hóp ellefu nemenda í sumar til að rannsaka og sannreyna gervigreindaraðferðina. Dr. Jón Skírnir Ágústsson leiðir gervigreindar- og gagnavísindateymi Nox Medical. „Við höfum þróað þessa aðferð með því að skoða öndunarmerki, hreyfingar á brjóstkassa og maga þegar fólk sefur til að einfalda greiningar á kæfisvefni. Venjulega er það gert með því að mæla heilarit, með rafskautum sem sett eru á höfuðið. Það er tímafrekt og kostnaðarsamt og við erum að einfalda þetta þannig að fólk fái mælitæki send í pósti og geti notað það sjálft,“ segir Jón í samtali við Vísi. Sjúklingahópurinn kannaður Verkefnið sem er framundan snýr að því að komast að því fyrir hvaða sjúklingahópa aðferðin henti. „Við erum því að fara í mjög stórt rannsóknarverkefni til að kanna nákvæmlega fyrir hverja þetta verður gagnlegt, og sérstaklega fyrir hverja þetta verður ekki gagnlegt. Virkar þetta vel fyrir konur og kalla? Fyrir fólk á öllum aldri? Mismunandi líkamsbyggingu? Þetta eru í rauninni spurningarnar sem við þurfum að fá svör við núna,“ útskýrir Jón. Þáttaskil hafi orðið fyrir þremur vikum þegar rannsóknir hafi sýnt að algrímið virki á stóran sjúklingahóp. „Það voru fleiri en eitt þúsund mann sem við prófuðum þetta á. Nú erum við komin á þann stað að við getum prófað þetta á tugum þúsunda sjúklinga. Það gætu leynst þarna einstaklingar sem að algrímið virkar mjög illa fyrir, það er það sem þarf að kanna.“ Gervigreindin alltaf að ná lengra Nox medical var upphaflega ráðlagt frá því að segja að gervigreind væri notuð í vörum fyrirtækisins því þá myndi enginn læknir treysta þeim. Nú er ljóst að mælitæknin gæti orðið bylting innan heilbrgðiskerfs. Fyrirtækið hefur fengið nokkur útgefin einkaleyfi á mælitækninni. Verkefnið fékk einnig tveggja og hálfs milljarða króna styrk til fjögurra ára úr Horizon 2020 rammaáætlun ESB fyrir rannsóknir og nýsköpun. „Við höfum alltaf verið að komast lengra í því sem gervigreindin getur gert. Fyrst var það að sjálfvirknivæða það sem fólk gerir, greina svefnstig. En þetta að fara að skilja lífeðlisfræðina á bakvið öndun og hvernig hún breytist í svefni. Svo er verkefnið að þróa gervigreindaralgrím sem nær að læra þetta. Nú erum við ekki að sjálfvirknivæða það sem fólk gerir heldur erum við að draga út nýjar upplýsingar sem fólk hefur ekki fengið úr þessum mælingum áður. “ Svefn Nýsköpun Heilbrigðismál Gervigreind Tengdar fréttir Sjálfvirknivæða vinnu heilbrigðisstarfsfólks með gervigreind Gervigreind sem þróuð er af íslensku fyrirtæki er nú notuð til að greina svefnraskanir og svefnsjúkdóma um allan heim. Fyrirtækinu var upphaflega ráðlagt frá því að segja að gervigreind væri notuð í vörum fyrirtækisins því þá myndi enginn læknir treysta þeim - en nú sér forsvarsmaður þess fram á að tæknin geti verið bylting í heilbrigðiskerfinu. 19. febrúar 2023 08:05 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Nox Medical þróar og framleiðir mælitæki, hugbúnað, skýjalausnir, og gervigreind sem notuð eru af læknum og heilbrigðisstarfsfólki til að mæla lífsmerki í svefni og greina svefnraskanir og svefnsjúkdóma. Fyrirtækið starfar á alþjóðamarkaði og er leiðandi fyrirtæki á sviði lækningatækja í svefni. Fjallað var um gervigreindina, sem nú er notuð til að greina svefnraskanir um allan heim í kvöldfréttum Stöðvar 2 í febrúar á þessu ári: Aðferðin sem um ræðir, og verður rannsökuð nánar á komandi mánuðum, á að nýta einfaldari svefnmælingu til að greina kæfisvefn og til að fylgjast með hvernig meðferð við kæfisvefni gengur. Dr. Erna Sif Arnardóttir við Háskólann í Reykjavík hlaut, í samstarfi við Nox Medical, hæsta styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna til frekari rannsókna. Hún mun leiða hóp ellefu nemenda í sumar til að rannsaka og sannreyna gervigreindaraðferðina. Dr. Jón Skírnir Ágústsson leiðir gervigreindar- og gagnavísindateymi Nox Medical. „Við höfum þróað þessa aðferð með því að skoða öndunarmerki, hreyfingar á brjóstkassa og maga þegar fólk sefur til að einfalda greiningar á kæfisvefni. Venjulega er það gert með því að mæla heilarit, með rafskautum sem sett eru á höfuðið. Það er tímafrekt og kostnaðarsamt og við erum að einfalda þetta þannig að fólk fái mælitæki send í pósti og geti notað það sjálft,“ segir Jón í samtali við Vísi. Sjúklingahópurinn kannaður Verkefnið sem er framundan snýr að því að komast að því fyrir hvaða sjúklingahópa aðferðin henti. „Við erum því að fara í mjög stórt rannsóknarverkefni til að kanna nákvæmlega fyrir hverja þetta verður gagnlegt, og sérstaklega fyrir hverja þetta verður ekki gagnlegt. Virkar þetta vel fyrir konur og kalla? Fyrir fólk á öllum aldri? Mismunandi líkamsbyggingu? Þetta eru í rauninni spurningarnar sem við þurfum að fá svör við núna,“ útskýrir Jón. Þáttaskil hafi orðið fyrir þremur vikum þegar rannsóknir hafi sýnt að algrímið virki á stóran sjúklingahóp. „Það voru fleiri en eitt þúsund mann sem við prófuðum þetta á. Nú erum við komin á þann stað að við getum prófað þetta á tugum þúsunda sjúklinga. Það gætu leynst þarna einstaklingar sem að algrímið virkar mjög illa fyrir, það er það sem þarf að kanna.“ Gervigreindin alltaf að ná lengra Nox medical var upphaflega ráðlagt frá því að segja að gervigreind væri notuð í vörum fyrirtækisins því þá myndi enginn læknir treysta þeim. Nú er ljóst að mælitæknin gæti orðið bylting innan heilbrgðiskerfs. Fyrirtækið hefur fengið nokkur útgefin einkaleyfi á mælitækninni. Verkefnið fékk einnig tveggja og hálfs milljarða króna styrk til fjögurra ára úr Horizon 2020 rammaáætlun ESB fyrir rannsóknir og nýsköpun. „Við höfum alltaf verið að komast lengra í því sem gervigreindin getur gert. Fyrst var það að sjálfvirknivæða það sem fólk gerir, greina svefnstig. En þetta að fara að skilja lífeðlisfræðina á bakvið öndun og hvernig hún breytist í svefni. Svo er verkefnið að þróa gervigreindaralgrím sem nær að læra þetta. Nú erum við ekki að sjálfvirknivæða það sem fólk gerir heldur erum við að draga út nýjar upplýsingar sem fólk hefur ekki fengið úr þessum mælingum áður. “
Svefn Nýsköpun Heilbrigðismál Gervigreind Tengdar fréttir Sjálfvirknivæða vinnu heilbrigðisstarfsfólks með gervigreind Gervigreind sem þróuð er af íslensku fyrirtæki er nú notuð til að greina svefnraskanir og svefnsjúkdóma um allan heim. Fyrirtækinu var upphaflega ráðlagt frá því að segja að gervigreind væri notuð í vörum fyrirtækisins því þá myndi enginn læknir treysta þeim - en nú sér forsvarsmaður þess fram á að tæknin geti verið bylting í heilbrigðiskerfinu. 19. febrúar 2023 08:05 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Sjálfvirknivæða vinnu heilbrigðisstarfsfólks með gervigreind Gervigreind sem þróuð er af íslensku fyrirtæki er nú notuð til að greina svefnraskanir og svefnsjúkdóma um allan heim. Fyrirtækinu var upphaflega ráðlagt frá því að segja að gervigreind væri notuð í vörum fyrirtækisins því þá myndi enginn læknir treysta þeim - en nú sér forsvarsmaður þess fram á að tæknin geti verið bylting í heilbrigðiskerfinu. 19. febrúar 2023 08:05