Sundlaugar ríka fólksins mikil umhverfisógn Kristinn Haukur Guðnason skrifar 11. apríl 2023 09:45 Dæmi eru um að ríkustu 14 prósentin noti meira en helming neysluvatns í borgum. EPA Ríkt fólk notar um fimmtíu sinnum meira vatn en fátækt fólk. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri rannsókn vísindamanna við Reading háskóla í Bretlandi. Vatnsnotkun ríka fólksins hefur verið alvarlega vanmetin umhverfisógn. Rannsóknin, sem birt var í tímaritinu Nature Sustainability, var framkvæmd í borginni Höfðaborg í Suður Afríku. Ríkt fólk þar notar mikið vatn, meðal annars í sundlaugar sínar, til að vökva stóra garða og halda drossíum sínum glansandi fínum. Alls notuðu ríkustu 14 prósent íbúanna í Höfðaborg 51 prósent af vatninu. Stærstur hluti vatnsins fór í ónauðsynlega hluti. Fátækustu 62 prósentin notuðu hins vegar aðeins 27 prósent. Í rannsókninni kom fram að þegar mikill vatnsskortur varð í borginni árið 2018 var það fátækasta fólkið sem þurfti að vera án vatns. Vatnsskortur í stórborgum Höfðaborg er ekki eina borgin sem hefur glímt við vatnsskort. Hann hefur komið upp tímabundið í London, Barcelona, Beijing, Miami og víðar á undanförnum árum. Búist er við því að tilfellunum fjölgi á komandi árum. „Loftslagsbreytingar og fólksfjölgun þýða að vatn er að verða dýrmætari auðlind í stórborgum. Við sýnum fram á að félagslegt óréttlæti er stærsta vandamálið fyrir fátækt fólk sem þarf aðgang að neysluvatni fyrir daglegt líf,“ segir Hannah Cloke, prófessor við Reading háskóla og einn af rannsakendum, við breska blaðið The Guardian. Hún segir það nauðsynlegt að hanna sanngjarnari leiðir til þess að dreifa vatni til allra íbúa. Bæði fátækir og ríkir myndu græða á því, því að í borgum þar sem vatni er dreift ójafnt er vatnsöflun lélegri. Umhverfismál Vísindi Sundlaugar Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Sjá meira
Rannsóknin, sem birt var í tímaritinu Nature Sustainability, var framkvæmd í borginni Höfðaborg í Suður Afríku. Ríkt fólk þar notar mikið vatn, meðal annars í sundlaugar sínar, til að vökva stóra garða og halda drossíum sínum glansandi fínum. Alls notuðu ríkustu 14 prósent íbúanna í Höfðaborg 51 prósent af vatninu. Stærstur hluti vatnsins fór í ónauðsynlega hluti. Fátækustu 62 prósentin notuðu hins vegar aðeins 27 prósent. Í rannsókninni kom fram að þegar mikill vatnsskortur varð í borginni árið 2018 var það fátækasta fólkið sem þurfti að vera án vatns. Vatnsskortur í stórborgum Höfðaborg er ekki eina borgin sem hefur glímt við vatnsskort. Hann hefur komið upp tímabundið í London, Barcelona, Beijing, Miami og víðar á undanförnum árum. Búist er við því að tilfellunum fjölgi á komandi árum. „Loftslagsbreytingar og fólksfjölgun þýða að vatn er að verða dýrmætari auðlind í stórborgum. Við sýnum fram á að félagslegt óréttlæti er stærsta vandamálið fyrir fátækt fólk sem þarf aðgang að neysluvatni fyrir daglegt líf,“ segir Hannah Cloke, prófessor við Reading háskóla og einn af rannsakendum, við breska blaðið The Guardian. Hún segir það nauðsynlegt að hanna sanngjarnari leiðir til þess að dreifa vatni til allra íbúa. Bæði fátækir og ríkir myndu græða á því, því að í borgum þar sem vatni er dreift ójafnt er vatnsöflun lélegri.
Umhverfismál Vísindi Sundlaugar Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Sjá meira