Fantamikill Fanta-skortur tilkominn vegna nýs vélabúnaðar Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. apríl 2023 11:35 Það hefur verið Fanta-skortur á landinu undanfarið. Samsett/Vísir/Coca-Cola Neytendur hafa tekið eftir því undanfarið að Fanta og Coke Light hafa verið illfáanleg í verslunum. Ástæðan er hik á framleiðslu drykkjanna í kjölfar fjárfestingar Coca-Cola á nýjum vélabúnaði hérlendis. Markaðsstjóri segir fyrirtækið reyna að anna eftirspurn en þurfi líka að forgangsraða. Ástæðan fyrir skorti á ýmsum drykkjum Coca-Cola í verslunum er að sögn Stefáns Magnússonar, markaðsstjóra óáfengra drykkja hjá Coca-Cola, tilkomin vegna breytinga á vélabúnaði og hiks í framleiðslu í kjölfar þeirra. Breytingarnar eru m.a. tilkomnar vegna Evróputilskipunar sem skyldar framleiðendur til að framleiða flöskur með áföstum töppum. „Við erum að fjárfesta í nýjum vélabúnaði og það var smá hik til að byrja með en þetta er allt komið á fullt,“ sagði Stefán Magnússon aðspurður út í meintan Fantaskort. Og bætti strax við „En það er nóg til í dósum.“ Reyna að sinna eftirspurninni en þurfa að forgangsraða „Við vorum að skipta út línunum okkar og fórum í umhverfisvænni vélabúnað og þurftum að byggja upp lager sem átti að duga í heilan mánuð, taka niður gömlu vélarnar og setja inn þær nýju. Það er allt komið í gang en það voru einhver vörunúmer sem kláruðust,“ sagði Stefán um breytingarnar. Nýju tapparnir hafa fengið mjög góðar viðtökur hjá viðskiptavinum Coca Cola á Íslandi.Aðsend „Við erum bara að reyna að anna eftirspurninni en erum smá eftir á í þessu sem getur gerst þegar það er verið að gera eitthvað nýtt.“ Stefán segir að þau séu að framleiða allt á fullu en þurfi þó að forgangsraða. „Við framleiðum fyrst það sem selst best,“ segir hann og bætir við að svona stórum breytingum fylgi líka strangari gæðaúttektir en vanalega sem séu tímafrekar. Flöskurnar með áföstu töppunum sem Vísir fjallað um nýlega er hluti af þessari nýju línu sem Coca-Cola er að ráðast í. Að sögn Stefáns eru nýju tapparnir mikil breyting fyrir neytendur og það sé viðbúið að einhverjir verði ósáttir og muni þurfa að venjast breytingunum. Aftur á móti sé þetta krafa á alla framleiðendur í Evrópu enda Evróputilskipun. Þetta sé því framtíðin hjá öllum. Neytendur Gosdrykkir Tengdar fréttir Nýtt á Íslandi - Áfastir tappar á plastflöskum Nýir tappar á plastflöskur hafa fengið góðar viðtökur en tappana er hægt að sveigja aftur án þess að losa hann af flöskunni. Tilgangurinn er að allt plast, sem fylgir flöskunni sé endurunnið saman. 7. apríl 2023 20:05 Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Sjá meira
Ástæðan fyrir skorti á ýmsum drykkjum Coca-Cola í verslunum er að sögn Stefáns Magnússonar, markaðsstjóra óáfengra drykkja hjá Coca-Cola, tilkomin vegna breytinga á vélabúnaði og hiks í framleiðslu í kjölfar þeirra. Breytingarnar eru m.a. tilkomnar vegna Evróputilskipunar sem skyldar framleiðendur til að framleiða flöskur með áföstum töppum. „Við erum að fjárfesta í nýjum vélabúnaði og það var smá hik til að byrja með en þetta er allt komið á fullt,“ sagði Stefán Magnússon aðspurður út í meintan Fantaskort. Og bætti strax við „En það er nóg til í dósum.“ Reyna að sinna eftirspurninni en þurfa að forgangsraða „Við vorum að skipta út línunum okkar og fórum í umhverfisvænni vélabúnað og þurftum að byggja upp lager sem átti að duga í heilan mánuð, taka niður gömlu vélarnar og setja inn þær nýju. Það er allt komið í gang en það voru einhver vörunúmer sem kláruðust,“ sagði Stefán um breytingarnar. Nýju tapparnir hafa fengið mjög góðar viðtökur hjá viðskiptavinum Coca Cola á Íslandi.Aðsend „Við erum bara að reyna að anna eftirspurninni en erum smá eftir á í þessu sem getur gerst þegar það er verið að gera eitthvað nýtt.“ Stefán segir að þau séu að framleiða allt á fullu en þurfi þó að forgangsraða. „Við framleiðum fyrst það sem selst best,“ segir hann og bætir við að svona stórum breytingum fylgi líka strangari gæðaúttektir en vanalega sem séu tímafrekar. Flöskurnar með áföstu töppunum sem Vísir fjallað um nýlega er hluti af þessari nýju línu sem Coca-Cola er að ráðast í. Að sögn Stefáns eru nýju tapparnir mikil breyting fyrir neytendur og það sé viðbúið að einhverjir verði ósáttir og muni þurfa að venjast breytingunum. Aftur á móti sé þetta krafa á alla framleiðendur í Evrópu enda Evróputilskipun. Þetta sé því framtíðin hjá öllum.
Neytendur Gosdrykkir Tengdar fréttir Nýtt á Íslandi - Áfastir tappar á plastflöskum Nýir tappar á plastflöskur hafa fengið góðar viðtökur en tappana er hægt að sveigja aftur án þess að losa hann af flöskunni. Tilgangurinn er að allt plast, sem fylgir flöskunni sé endurunnið saman. 7. apríl 2023 20:05 Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Sjá meira
Nýtt á Íslandi - Áfastir tappar á plastflöskum Nýir tappar á plastflöskur hafa fengið góðar viðtökur en tappana er hægt að sveigja aftur án þess að losa hann af flöskunni. Tilgangurinn er að allt plast, sem fylgir flöskunni sé endurunnið saman. 7. apríl 2023 20:05