Viðhorfin eru ólík eftir því hver er spurður, líkt og sjá má í innslaginu hér að ofan. Þar er yfirskriftin: „Þetta verður stríð,“ sem er tilvitnun í einn viðmælandann, Gunnar Einarsson, sem segir af og frá að leyfa svo mikla samkeppni á markaðnum.
Magný Jóhannsdóttir er ekki fylgjandi breytingunum. „Það á bara að virða það sem var; þetta var ákveðin próf og réttindi sem þeir fengu. En svo gæti ég bara farið inn í þetta starf,“ segir Magný, en faðir hennar var leigubílstjóri. Því þykir henni vænt um stéttina og vill hafa þetta óbreytt.

Sverrir Kaaber segir að þetta sé bara framtíðarþróun. „Fólk er að gera allt öðruvísi hluti núna en fyrir þrjátíu eða fjörutíu árum síðan. Í gamla daga þurfti maður að bíða á nóttinni lengi lengi eftir leigubíl. Það er liðin tíð,“ segir Sverrir en honum er vinsamlega bent á það á móti, að það er ekki liðin tíð.
Valdimar Tómasson ljóðskáld leggur þá orð í belg og kveðst hafa áhyggjur af stéttinni. „Það stækkar ekkert markaðurinn þótt það komi fleiri gammar inn á svæðið,“ segir Valdimar.