Metoo hvað nú? Drífa Snædal skrifar 12. apríl 2023 14:30 Stígamót voru stofnuð 1990 – rúmum þrjátíu árum síðar er loksins til farvegur fyrir konur að segja frá, segja sögu sína og jafnvel vera svo forhertar að ljóstra upp um ofbeldismenn. Konum hefur hefnst grimmilega í gegnum tíðina fyrir að segja frá, hafa jafnvel þurft að flýja land; þeim verið útskúfað fyrir það eitt að segja frá. Lengi hefur samfélagið viðurkennt að valdbundið kynferðisofbeldi er til og það sé vandamál. En um leið og ofbeldismaðurinn er einhver sem við þekkjum, berum virðingu fyrir og þykir vænt um brestur samstaðan. Við vitum ekki hvað við eigum að gera – handritið er ekki til. Valdbundið ofbeldi, þar með talið kynbundið ofbeldi er svo inngróið í menningu okkar að flest eru hætt að kippa sér upp við tölur úr ársskýrslum Kvennaathvarfsins og Stígamóta. „Já voru þetta svona mörg hundur konur sem sóttu viðtöl og dvöl í fyrra – áhugavert!“ En með tilkomu allra litlu og stóru byltinga síðustu ára eru komin andlit og nöfn á þá þolendur sem stíga fram. Þá er erfiðara að þagga. Þegar andlit og nöfn á ofbeldismönnum bætast við flækist málið. Fyrst um sinn er þolendum trúað og svo kemur bakslagið. Það getur komið í formi þess að vettvangur frásagnarinnar er véfengdur, gert er lítið úr brotaþolanum eða að „dómstóll götunnar“ hafi nú tekið völdin og sé stjórnlaus. Neyðarúrræði Það sem ýmsir kalla dómstól götunnar má líka kalla neyðarúrræði brotaþola. Þegar þolendum er ekki trúað og þeim neitað um réttlæti innan kerfisins er tilefni til að vantreysta kerfinu. Þegar mál eru felld niður og réttarkerfið eru svipugöng fyrir brotaþola þá stendur eftir hinn opinberi vettvangur til að finna eitthvað réttlæti og koma í veg fyrir að fleiri verði þolendur. Þolendur segja sögu sína opinberlega á meðan annað réttlæti er ekki í boði. Og það er óþolandi staðreynd að þurfa að berskjalda sig frammi fyrir alþjóð og vera sett á mælistiku kommentakerfanna af því annað hefur brugðist. Ofbeldismennirnir koma svo af fjöllum, senda frá sér yfirlýsingar þar sem þeir þykjast gangast við brotunum en gera það í raun ekki. Handritið er ekki til. Þeir eru aldir upp í ofbeldismenningu kynjakerfisins og datt aldrei í hug að brot þeirra yrðu að einhverju stórmáli. Þeir eru steinhissa og finnst jafnvel á þeim sjálfum brotið. Framtíðin Á þessum stað erum við stödd nú þrjátíu og þremur árum eftir stofnun Stígamóta. Við getum ekki skellt skuldinni á menningu liðinna tíma því hér á Stígamótum getum við staðfest að kynferðisbrot eru ekki kynslóðabundin. Unga fólkið okkar er ekki öruggara en eldri kynslóðir voru. Hvað gerum við nú? Getum við mótað nýjan samfélagssáttmála þar sem við tryggjum í fyrsta lagi öryggi fólks, hlúum í öðru lagi að þolendum og tryggjum loks að ofbeldismenn þurfi að vera ábyrgir gjörða sinna? Það er eina leiðin fram á við – hin leiðin er hin óþolandi berskjöldun þolenda á opinberum vettvangi – það sem sum vilja kalla „dómstól götunnar“. Höfundur er talskona Stígamóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal MeToo Mest lesið Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Heiður í tölum Gunnar Smári Egilsson Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Stígamót voru stofnuð 1990 – rúmum þrjátíu árum síðar er loksins til farvegur fyrir konur að segja frá, segja sögu sína og jafnvel vera svo forhertar að ljóstra upp um ofbeldismenn. Konum hefur hefnst grimmilega í gegnum tíðina fyrir að segja frá, hafa jafnvel þurft að flýja land; þeim verið útskúfað fyrir það eitt að segja frá. Lengi hefur samfélagið viðurkennt að valdbundið kynferðisofbeldi er til og það sé vandamál. En um leið og ofbeldismaðurinn er einhver sem við þekkjum, berum virðingu fyrir og þykir vænt um brestur samstaðan. Við vitum ekki hvað við eigum að gera – handritið er ekki til. Valdbundið ofbeldi, þar með talið kynbundið ofbeldi er svo inngróið í menningu okkar að flest eru hætt að kippa sér upp við tölur úr ársskýrslum Kvennaathvarfsins og Stígamóta. „Já voru þetta svona mörg hundur konur sem sóttu viðtöl og dvöl í fyrra – áhugavert!“ En með tilkomu allra litlu og stóru byltinga síðustu ára eru komin andlit og nöfn á þá þolendur sem stíga fram. Þá er erfiðara að þagga. Þegar andlit og nöfn á ofbeldismönnum bætast við flækist málið. Fyrst um sinn er þolendum trúað og svo kemur bakslagið. Það getur komið í formi þess að vettvangur frásagnarinnar er véfengdur, gert er lítið úr brotaþolanum eða að „dómstóll götunnar“ hafi nú tekið völdin og sé stjórnlaus. Neyðarúrræði Það sem ýmsir kalla dómstól götunnar má líka kalla neyðarúrræði brotaþola. Þegar þolendum er ekki trúað og þeim neitað um réttlæti innan kerfisins er tilefni til að vantreysta kerfinu. Þegar mál eru felld niður og réttarkerfið eru svipugöng fyrir brotaþola þá stendur eftir hinn opinberi vettvangur til að finna eitthvað réttlæti og koma í veg fyrir að fleiri verði þolendur. Þolendur segja sögu sína opinberlega á meðan annað réttlæti er ekki í boði. Og það er óþolandi staðreynd að þurfa að berskjalda sig frammi fyrir alþjóð og vera sett á mælistiku kommentakerfanna af því annað hefur brugðist. Ofbeldismennirnir koma svo af fjöllum, senda frá sér yfirlýsingar þar sem þeir þykjast gangast við brotunum en gera það í raun ekki. Handritið er ekki til. Þeir eru aldir upp í ofbeldismenningu kynjakerfisins og datt aldrei í hug að brot þeirra yrðu að einhverju stórmáli. Þeir eru steinhissa og finnst jafnvel á þeim sjálfum brotið. Framtíðin Á þessum stað erum við stödd nú þrjátíu og þremur árum eftir stofnun Stígamóta. Við getum ekki skellt skuldinni á menningu liðinna tíma því hér á Stígamótum getum við staðfest að kynferðisbrot eru ekki kynslóðabundin. Unga fólkið okkar er ekki öruggara en eldri kynslóðir voru. Hvað gerum við nú? Getum við mótað nýjan samfélagssáttmála þar sem við tryggjum í fyrsta lagi öryggi fólks, hlúum í öðru lagi að þolendum og tryggjum loks að ofbeldismenn þurfi að vera ábyrgir gjörða sinna? Það er eina leiðin fram á við – hin leiðin er hin óþolandi berskjöldun þolenda á opinberum vettvangi – það sem sum vilja kalla „dómstól götunnar“. Höfundur er talskona Stígamóta.
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun