Verkföll aukist í Evrópu á nýjan leik eftir áratuga doða Kristinn Haukur Guðnason skrifar 12. apríl 2023 14:40 Hollenskt spítalafólk mótmælir kjörum og álagi. Verkföll hafa ekki verið algeng í landinu fyrr en nú. EPA Eftir mikla lægð í verkalýðsbaráttu á fyrstu áratugum aldarinnar og fækkunar í verkalýðsfélögum hefur virkni aukist á ný. Samkvæmt greiningu Evrópsku verkalýðsfélagastofnunarinnar (ETUI) er ástæðan tvíþætt, vegna covid-19 faraldursins og lífskjarakrísunnar. Glötuðum vinnudögum hefur fjölgað á undanförnum tveimur árum, en það er tæki til að mæla áhrif og fjölda verkfalla á vinnumarkaðinn. Þetta á einkum við vesturhluta álfunnar. Til dæmis eru glataðir vinnudagar í Belgíu tvöfalt fleiri það sem af er ári en þeir voru allt árið 2021. Þá hafa verkföll verið áberandi í Frakklandi, Grikklandi og Portúgal sem og í löndum eins og Hollandi og Þýskalandi, þar sem verkföll hafa verið afar fá í gegnum tíðina. Tugprósenta fækkun í Austur Evrópu Meðal áberandi verkfalla hafa verið allsherjarverkföll í Frakklandi sem viðbragð við hækkunar forsetans Emmanuel Macron á lífeyristökualdri og verkföll hollenskra bænda sem viðbragð við loftslagsaðgerðum. Þessi aukna tíðni verkfalla er harla óvenjuleg miðað við síðustu tvo áratugi. Einungis í Frakklandi hefur tíðni verkfalla verið há alla öldina. Helsta ástæðan fyrir minnkandi tíðni verkfalla er talin vera fækkun í verkalýðsfélögum, sem skipuleggja yfirleitt verkföllin. Mesta fækkunin hefur verið í austurhluta álfunnar, þar sem skylduaðild að verkalýðsfélögum var afnumin eftir fall kommúnismans. Samkvæmt fréttasíðunni EU Observer hefur aðild að verkalýðsfélögum minnkað um 43,7 prósent í Slóvakíu, 43 í Eistlandi, 39,6 í Ungverjalandi, 37 í Rúmeníu og 32,1 í Tékklandi svo dæmi séu tekin. Ísland sker sig úr Þróunin hefur hins vegar verið öfug í sumum ríkjum, þar með talið Íslandi þar sem aðildin hefur hækkað um 15 prósent. Árið 2005 var hún 80 prósent en árið 2020 var hún komin upp í 92 prósent samkvæmt tölum frá tölfræðistofnun OECD. Hlutfallið á Íslandi er það langhæsta í álfunni, en þar á eftir koma hin Norðurlöndin með á milli 50 til 70 prósent aðild. Óli Björn Kárason og 10 þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram frumvarp um félagafrelsi.Vilhelm Gunnarsson Í vetur lagði Óli Björn Kárason og 10 aðrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins fram frumvarp um félagafrelsi á vinnumarkaði, að sögn Óla til að tryggja rétt launafólks og efla áhuga þess á réttindum sínum. Gagnrýnendur frumvarpsins hafa hins vegar sagt það tilraun til að veikja samtakamátt launafólks og að Sjálfstæðismenn séu að nýta sér upplausn innan forystu verkalýðshreyfingarinnar. Ungt fólk utan verkalýðsfélaga Samkvæmt ETUI hefur samsetning innan verkalýðsfélaga einnig verið að breytast. Það er að meðalaldur félaga sé sífellt að hækka. Þetta er ekki aðeins hækkandi meðalaldri Evrópumanna um að kenna heldur einnig fækkun yngra fólks í verkalýðsfélögum. Í flestum Evrópulöndum hefur ungu fólki fækkað í verkalýðsfélögum og meðalaldur í verkalýðsfélögum orðinn hærri en meðalaldur á vinnumarkaði. „Verkalýðsfélög eru lítt til staðar í geirum þar sem ungt fólk er að vinna, sem gerir þeim erfitt fyrir að ganga í félög,“ segir Kurt Vandaele, sérfræðingur hjá ETUI við EU Observer. Á hann þá meðal annars við um upplýsingatækni og aðra stafræna geira þar sem verkalýðsfélög eru oft ekki til staðar. Einnig að ungt fólk stundi nú í auknum mæli tímabundna atvinnu. Frakkland Portúgal Grikkland Tengdar fréttir Ekkert lát á mótmælum í Frakklandi Ekkert lát er á mótmælum í Frakklandi vegna ákvörðunar forsetans Emmanuel Macron um að þröngva hækkun á eftirlaunaaldri þar í landi í gegnum þingið. Íbúar héldu út á götu í gærkvöldi, þriðja kvöldið í röð, og til átaka hefur komið milli mótmælenda og lögreglu. 19. mars 2023 15:05 Verkföll samþykkt með góðum meirihluta Hótelstarfsfólk og bifreiðastjórar hafa samþykkt verkfallsaðgerðir stéttarfélagsins Eflingar með yfir 80 prósent atkvæða. 7. febrúar 2023 20:02 Mest lesið Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Snjallsímar undanskildir tollunum Erlent Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Innlent Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Innlent Fleiri fréttir Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Sjá meira
Glötuðum vinnudögum hefur fjölgað á undanförnum tveimur árum, en það er tæki til að mæla áhrif og fjölda verkfalla á vinnumarkaðinn. Þetta á einkum við vesturhluta álfunnar. Til dæmis eru glataðir vinnudagar í Belgíu tvöfalt fleiri það sem af er ári en þeir voru allt árið 2021. Þá hafa verkföll verið áberandi í Frakklandi, Grikklandi og Portúgal sem og í löndum eins og Hollandi og Þýskalandi, þar sem verkföll hafa verið afar fá í gegnum tíðina. Tugprósenta fækkun í Austur Evrópu Meðal áberandi verkfalla hafa verið allsherjarverkföll í Frakklandi sem viðbragð við hækkunar forsetans Emmanuel Macron á lífeyristökualdri og verkföll hollenskra bænda sem viðbragð við loftslagsaðgerðum. Þessi aukna tíðni verkfalla er harla óvenjuleg miðað við síðustu tvo áratugi. Einungis í Frakklandi hefur tíðni verkfalla verið há alla öldina. Helsta ástæðan fyrir minnkandi tíðni verkfalla er talin vera fækkun í verkalýðsfélögum, sem skipuleggja yfirleitt verkföllin. Mesta fækkunin hefur verið í austurhluta álfunnar, þar sem skylduaðild að verkalýðsfélögum var afnumin eftir fall kommúnismans. Samkvæmt fréttasíðunni EU Observer hefur aðild að verkalýðsfélögum minnkað um 43,7 prósent í Slóvakíu, 43 í Eistlandi, 39,6 í Ungverjalandi, 37 í Rúmeníu og 32,1 í Tékklandi svo dæmi séu tekin. Ísland sker sig úr Þróunin hefur hins vegar verið öfug í sumum ríkjum, þar með talið Íslandi þar sem aðildin hefur hækkað um 15 prósent. Árið 2005 var hún 80 prósent en árið 2020 var hún komin upp í 92 prósent samkvæmt tölum frá tölfræðistofnun OECD. Hlutfallið á Íslandi er það langhæsta í álfunni, en þar á eftir koma hin Norðurlöndin með á milli 50 til 70 prósent aðild. Óli Björn Kárason og 10 þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram frumvarp um félagafrelsi.Vilhelm Gunnarsson Í vetur lagði Óli Björn Kárason og 10 aðrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins fram frumvarp um félagafrelsi á vinnumarkaði, að sögn Óla til að tryggja rétt launafólks og efla áhuga þess á réttindum sínum. Gagnrýnendur frumvarpsins hafa hins vegar sagt það tilraun til að veikja samtakamátt launafólks og að Sjálfstæðismenn séu að nýta sér upplausn innan forystu verkalýðshreyfingarinnar. Ungt fólk utan verkalýðsfélaga Samkvæmt ETUI hefur samsetning innan verkalýðsfélaga einnig verið að breytast. Það er að meðalaldur félaga sé sífellt að hækka. Þetta er ekki aðeins hækkandi meðalaldri Evrópumanna um að kenna heldur einnig fækkun yngra fólks í verkalýðsfélögum. Í flestum Evrópulöndum hefur ungu fólki fækkað í verkalýðsfélögum og meðalaldur í verkalýðsfélögum orðinn hærri en meðalaldur á vinnumarkaði. „Verkalýðsfélög eru lítt til staðar í geirum þar sem ungt fólk er að vinna, sem gerir þeim erfitt fyrir að ganga í félög,“ segir Kurt Vandaele, sérfræðingur hjá ETUI við EU Observer. Á hann þá meðal annars við um upplýsingatækni og aðra stafræna geira þar sem verkalýðsfélög eru oft ekki til staðar. Einnig að ungt fólk stundi nú í auknum mæli tímabundna atvinnu.
Frakkland Portúgal Grikkland Tengdar fréttir Ekkert lát á mótmælum í Frakklandi Ekkert lát er á mótmælum í Frakklandi vegna ákvörðunar forsetans Emmanuel Macron um að þröngva hækkun á eftirlaunaaldri þar í landi í gegnum þingið. Íbúar héldu út á götu í gærkvöldi, þriðja kvöldið í röð, og til átaka hefur komið milli mótmælenda og lögreglu. 19. mars 2023 15:05 Verkföll samþykkt með góðum meirihluta Hótelstarfsfólk og bifreiðastjórar hafa samþykkt verkfallsaðgerðir stéttarfélagsins Eflingar með yfir 80 prósent atkvæða. 7. febrúar 2023 20:02 Mest lesið Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Snjallsímar undanskildir tollunum Erlent Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Innlent Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Innlent Fleiri fréttir Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Sjá meira
Ekkert lát á mótmælum í Frakklandi Ekkert lát er á mótmælum í Frakklandi vegna ákvörðunar forsetans Emmanuel Macron um að þröngva hækkun á eftirlaunaaldri þar í landi í gegnum þingið. Íbúar héldu út á götu í gærkvöldi, þriðja kvöldið í röð, og til átaka hefur komið milli mótmælenda og lögreglu. 19. mars 2023 15:05
Verkföll samþykkt með góðum meirihluta Hótelstarfsfólk og bifreiðastjórar hafa samþykkt verkfallsaðgerðir stéttarfélagsins Eflingar með yfir 80 prósent atkvæða. 7. febrúar 2023 20:02