Hamarinn spyr ekki um stétt, stöðu eða kennitölu Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 20. apríl 2023 08:00 Margrét segir nauðsynlegt að grípa ungmennin sem fyrst, sérstaklega þau sem komi fylgdarlaus. Börn af erlendum uppruna geta átt erfitt með að finna sig í skipulögðu tómstundastarfi og sérstaklega ef íslenskukunnátta er ekki til staðar. Í Hafnarfirði er starfrækt ungmennahús sem spyr ekki um stétt né stöðu, eða kennitölu. Samkvæmt gögnum frá starfshópi sem skilaði af sér niðurstöðum árið 2021 er lang minnst virkni í skipulögðu félagsstarfi frá aldrinum 16-18 ára. Það þarf ekki að koma mikið á óvart. Það er á þessu aldursbili sem ungmenni fara í framhaldsskóla og félagslífið þar tekur oft yfir. Það er einmitt aldurinn sem Hamarinn þjónustar en Margrét Gauja Magnúsdóttir, verkefnastjóri hjá Hafnarfjarðarbæ segir mjög fjölbreyttan hóp sækja húsið. „Við erum bara með alla flóruna myndi ég segja, frá morgni til kvölds. En kannski í ljósi aðstæðna þá er að koma til okkar mikið af krökkum sem eru að bíða eftir því að fá úrlausn sinna mála varðandi kennitölur og fleira.“ Það er samt ekkert endilega auðvelt að ná til unga fólksins, þau eru ekki á sömu samfélagsmiðlum og fullorðnir og eiga kannski erfiðara með að finna út úr því hvar svona starf er að finna. „Við erum virk á samfélagsmiðlum, sérstaklega instagram, því krakkarnir eru hættir á facebook. En við erum líka í samstarfi við Red cross youth club. Þau koma hérna og eru með skipulögð kvöld tvisvar í mánuði. Þannig oftar kynnast krakkarnir Hamrinum og halda áfram að koma.“ Þátttaka í skipulögðu tómstundastarfi hrynur eftir að grunnskólagöngu lýkur. Kassim kemur frá Venesúela en foreldrar hans eru upprunalega frá Líbanon, hann hefur verið duglegur að sækja Hamarinn heim, en hvernig frétti hann af húsinu? „Ég eignaðist vini á hótelinu og þeir fóru með mig hingað. Ég hef eignast marga vini hér. Þetta er góður staður.“ „Ég spila biljarð og hitti mikið af fólki. Þegar ég kom í fyrsta skiptið þá voru þrjátíu strákar hérna. Helmingurinn af öllum vinum mínum kemur í Hamarinn.“ Biljarð er vinsæl afþreying í ungmennahúsinu. Vísir/Bjarni Ísak Thomas stundar líka ungmennahúsið, hann heldur að það sé hægt að ná til ungmenna sem tala ekki íslensku. En hvernig heyrir ungt fólk af erlendum uppruna af húsinu? „Mér finnst ólíklegt að það hafi verið í gegnum foreldra, þar sem að mjög lítið af auglýsingunum sem ég hef sé hafa verið að ná almennilega til foreldra. Ég held að þau hafi sjálf séð auglýsingar um Hamarinn og orðið forvitinn eða heyrt frá vinum eða álíka. Það er mun líklegra.“ „Það er klárlega ekki nógu mikið gert til þess að koma fólki af erlendum uppruna inn í tómstundastarf. Það er mjög takmarkað úrval af tómstundastarfi á ensku eða öðrum tungumálum.“ Margrét segir að við verðum að grípa utan um ungt fólk á flótta. „Síðan má heldur ekki gleyma því að mikið af þessum krökkum eru að koma hingað ein. Við verðum að kippa þeim inn. Strax.“ Hafnarfjörður Félagsmál Hælisleitendur Innflytjendamál Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Samkvæmt gögnum frá starfshópi sem skilaði af sér niðurstöðum árið 2021 er lang minnst virkni í skipulögðu félagsstarfi frá aldrinum 16-18 ára. Það þarf ekki að koma mikið á óvart. Það er á þessu aldursbili sem ungmenni fara í framhaldsskóla og félagslífið þar tekur oft yfir. Það er einmitt aldurinn sem Hamarinn þjónustar en Margrét Gauja Magnúsdóttir, verkefnastjóri hjá Hafnarfjarðarbæ segir mjög fjölbreyttan hóp sækja húsið. „Við erum bara með alla flóruna myndi ég segja, frá morgni til kvölds. En kannski í ljósi aðstæðna þá er að koma til okkar mikið af krökkum sem eru að bíða eftir því að fá úrlausn sinna mála varðandi kennitölur og fleira.“ Það er samt ekkert endilega auðvelt að ná til unga fólksins, þau eru ekki á sömu samfélagsmiðlum og fullorðnir og eiga kannski erfiðara með að finna út úr því hvar svona starf er að finna. „Við erum virk á samfélagsmiðlum, sérstaklega instagram, því krakkarnir eru hættir á facebook. En við erum líka í samstarfi við Red cross youth club. Þau koma hérna og eru með skipulögð kvöld tvisvar í mánuði. Þannig oftar kynnast krakkarnir Hamrinum og halda áfram að koma.“ Þátttaka í skipulögðu tómstundastarfi hrynur eftir að grunnskólagöngu lýkur. Kassim kemur frá Venesúela en foreldrar hans eru upprunalega frá Líbanon, hann hefur verið duglegur að sækja Hamarinn heim, en hvernig frétti hann af húsinu? „Ég eignaðist vini á hótelinu og þeir fóru með mig hingað. Ég hef eignast marga vini hér. Þetta er góður staður.“ „Ég spila biljarð og hitti mikið af fólki. Þegar ég kom í fyrsta skiptið þá voru þrjátíu strákar hérna. Helmingurinn af öllum vinum mínum kemur í Hamarinn.“ Biljarð er vinsæl afþreying í ungmennahúsinu. Vísir/Bjarni Ísak Thomas stundar líka ungmennahúsið, hann heldur að það sé hægt að ná til ungmenna sem tala ekki íslensku. En hvernig heyrir ungt fólk af erlendum uppruna af húsinu? „Mér finnst ólíklegt að það hafi verið í gegnum foreldra, þar sem að mjög lítið af auglýsingunum sem ég hef sé hafa verið að ná almennilega til foreldra. Ég held að þau hafi sjálf séð auglýsingar um Hamarinn og orðið forvitinn eða heyrt frá vinum eða álíka. Það er mun líklegra.“ „Það er klárlega ekki nógu mikið gert til þess að koma fólki af erlendum uppruna inn í tómstundastarf. Það er mjög takmarkað úrval af tómstundastarfi á ensku eða öðrum tungumálum.“ Margrét segir að við verðum að grípa utan um ungt fólk á flótta. „Síðan má heldur ekki gleyma því að mikið af þessum krökkum eru að koma hingað ein. Við verðum að kippa þeim inn. Strax.“
Hafnarfjörður Félagsmál Hælisleitendur Innflytjendamál Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira