Myndband: Björk notaði meira en 800 dróna á Coachella Kristinn Haukur Guðnason skrifar 17. apríl 2023 16:27 864 drónar flögruðu fyrir ofan sviðið í litadýrð við tónlist Bjarkar. Santiago Felipe Tónlistarkonan Björk kom fram á tónlistarhátíðinni Coachella í Kaliforníufylki í gærkvöldi og heillaði fólk eins og hún á að sér. Vakti það mikla athygli að Björk notaði meira en 800 dróna til að lýsa upp himininn fyrir ofan sviðið. Björk var eitt af aðalnúmerum gærdagsins á hátíðinni ásamt tónlistarmönnum á borð við Frank Ocean, Chris Lake og Kali Uchis. En hátíðin er haldin í eyðimerkurbænum Indio, austan við Los Angeles og San Diego. Var þetta í þriðja skiptið sem Björk kemur fram á Coachella, en 16 ár eru síðan síðast. Flutti Björk lög frá öllum ferlinum við undirleik sinfóníuhljómsveitar og mikinn fögnuð áhorfenda. Meðal annars tók hún lögin Isobel, I´ve Seen it All, Hunter og Jóga. . @bjork, Orchestra, Drones & @coachella 2023 pic.twitter.com/mtVnkgAJ4K— Adib Hidayat (@AdibHidayat) April 17, 2023 Á meðan flögruðu drónarnir yfir sviðinu og skiptu um liti eftir hrynjanda tónlistarinnar. Var það mikið sjónarspil. 864 drónar Tilkynnti Björk það á sviðinu að drónafyrirtækið Studio Drift hefði verið í samstarfi við hana um sýninguna. „Ég vildi deila með ykkur því að ég er mjög spennt að hafa 864 dróna með mér í kvöld,“ sagði Björk samkvæmt tónlistartímaritinu NME. En Björk hefur alla tíð lagt mikla áherslu á sjónræna hluta tónleikahaldsins. Seinna á árinu mun Björk túra um Evrópu með sýninguna sína Cornucopia. Þar á meðal í Laugardalshöll dagana 7., 10. og 13. júní. Björk Bandaríkin Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Björk tilkynnir tónleikaröð í Reykjavík: Stærsta sýningin hingað til Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir var að tilkynna tónleikaröð hérlendis í júní en hún mun halda þrenna tónleika í Laugardalshöll. 7. febrúar 2023 11:31 Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Björk var eitt af aðalnúmerum gærdagsins á hátíðinni ásamt tónlistarmönnum á borð við Frank Ocean, Chris Lake og Kali Uchis. En hátíðin er haldin í eyðimerkurbænum Indio, austan við Los Angeles og San Diego. Var þetta í þriðja skiptið sem Björk kemur fram á Coachella, en 16 ár eru síðan síðast. Flutti Björk lög frá öllum ferlinum við undirleik sinfóníuhljómsveitar og mikinn fögnuð áhorfenda. Meðal annars tók hún lögin Isobel, I´ve Seen it All, Hunter og Jóga. . @bjork, Orchestra, Drones & @coachella 2023 pic.twitter.com/mtVnkgAJ4K— Adib Hidayat (@AdibHidayat) April 17, 2023 Á meðan flögruðu drónarnir yfir sviðinu og skiptu um liti eftir hrynjanda tónlistarinnar. Var það mikið sjónarspil. 864 drónar Tilkynnti Björk það á sviðinu að drónafyrirtækið Studio Drift hefði verið í samstarfi við hana um sýninguna. „Ég vildi deila með ykkur því að ég er mjög spennt að hafa 864 dróna með mér í kvöld,“ sagði Björk samkvæmt tónlistartímaritinu NME. En Björk hefur alla tíð lagt mikla áherslu á sjónræna hluta tónleikahaldsins. Seinna á árinu mun Björk túra um Evrópu með sýninguna sína Cornucopia. Þar á meðal í Laugardalshöll dagana 7., 10. og 13. júní.
Björk Bandaríkin Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Björk tilkynnir tónleikaröð í Reykjavík: Stærsta sýningin hingað til Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir var að tilkynna tónleikaröð hérlendis í júní en hún mun halda þrenna tónleika í Laugardalshöll. 7. febrúar 2023 11:31 Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Björk tilkynnir tónleikaröð í Reykjavík: Stærsta sýningin hingað til Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir var að tilkynna tónleikaröð hérlendis í júní en hún mun halda þrenna tónleika í Laugardalshöll. 7. febrúar 2023 11:31