Finnbjörn býður sig fram til forseta ASÍ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. apríl 2023 11:37 Finnbjörn er sá eini sem lýst hefur yfir framboði til forseta. Finnbjörn A. Hermannsson, fyrrverandi formaður Samiðnar og Byggiðnar, gefur kost á sér til forseta ASÍ á framhaldsþingi helgina 27.-28. apríl. Kristján Þórður Snæbjarnarson ætlar að stíga til hliðar úr forsetastól en gefur kost á sér í embætti fyrsta varaforseta. Finnbjörn segist hafa ákveðið að verða við þeim fjölmörgu áskorunum sem hann hafi fengið um að gefa kost á sér í embættið. „Ég hef verið í forsvari fyrir byggingamenn í 26 ár og lét nýverið af störfum sem formaður Byggiðnar – félags byggingamanna. Ég bý að áratugareynslu af margvíslegum trúnaðarstörfum innan verkalýðshreyfingarinnar og hef ætíð verið talsmaður samvinnu og sátta. Ég vil leggja mín lóð á vogaskálar þess að verkalýðshreyfingin rísi undir ábyrgð sinni á erfiðum tímum, og standi vörð um kjör vinnandi fólks og sæki fram fyrir bættum lífskjörum okkar allra. Með því að stilla saman strengi í gegnum sterk og öflug heildarsamtök getur verkalýðshreyfingin knúið á um raunverulegar kjarabætur sem halda til frambúðar.“ Drífa Snædal var kjörin forseti ASÍ fyrst kvenna árið 2018 og endurkjörin árið 2020. Hún sagði af sér embætti sumarið 2022 vegna átaka innan verkalýðshreyfingarinnar. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, höfðu verið afar gagnrýnin á störf Drífu í aðdraganda þess að hún ákvað að stíga til hliðar. Kristján Þórður Snæbjarnarson, þáverandi fyrsti varaforseti ASÍ, tók við forsetaembættinu eftir afsögn Drífu. Hann ákvað fyrir nokkrum vikum að gefa ekki kost á sér í embættið eftir krefjandi mánuði þrátt fyrir mikla hvatningu um að gefa kost á sér. Finnbjörn er sá eini sem lýst hefur yfir frmaboði til forseta. Hann hefur sent tilkynningu til fjölmiðla vegna þessa sem sjá má að neðan. Fréttin er í vinnslu. Tilkynning um framboð til forseta ASÍ Þegar Alþýðusamband Íslands var stofnað árið 1916 var tilgangurinn sá að auðvelda baráttu verkafólks fyrir bættum kjörum. ASÍ hefur síðan ekki aðeins haft mikil áhrif á kjör félagsfólks aðildarfélaga sambandsins, heldur hefur það í meira en heila öld gegnt mikilvægu hlutverki í þróun samfélagsins. Réttindi sem í dag þykja sjálfsögð, svo sem samningsréttur, réttur til orlofs, uppsagnarfrestur, fæðingarorlof, almannatryggingar og vinnuvernd, er afrakstur samstilltrar baráttu verkafólks fyrri tíma. Alþýðusambandið hefur margsannað að því stærri og samstilltari sem hópurinn er, því meiri áhrif getur hann haft. Að samfélaginu okkar, og raunar heimsbyggðinni allri, steðja ýmsar hættur um þessar mundir. Heimsfaraldurinn hafði ekki fyrr verið kveðinn í kútinn þegar ein Evrópuþjóð réðist á aðra; stríð sem er ógn við heimsfrið og ekki sér fyrir endann á. Efnahagslegar þrengingar, háir vextir og verðbólga, sem gjarnan fylgja óvissu- og ófriðartímum, herja á okkur sem hér búum. Við glímum nú við miklar verðhækkanir á allri neysluvöru og rýrnun kaupmáttar. Þetta bitnar fyrst og harðast á þeim sem minnst hafa milli handanna. Það er á sama tíma átakanlegt að sjá að eigendur stórfyrirtækja í landinu og stjórnvöld virðast einhuga um að velta kostnaði yfir á launafólk. Fyrirtæki sem leika lykilhlutverk í gangverki samfélagsins hækka vöruverð óhikað án þess að slá af kröfum um arðsemi og hljóta engar átölur fyrir. Á meðan er ábyrgðinni varpað á vinnandi fólk og vextir hækkaðir til að verja stöðu þeirra sem eiga á kostnað þeirra sem skulda. Húsnæði er gert að markaðsvöru, fremur en mannréttindamáli. Það er við aðstæður sem þessar sem mikilvægi Alþýðusambands Íslands kemur í ljós. Aðeins í gegnum samstillta baráttu er hægt að snúa þessari þróun við. Það er verkalýðshreyfingunni nauðsynlegt að slíðra sverðin, þétta raðirnar, finna málefnalegan samhljóm og ganga sameinuð til þeirrar baráttu sem fram undan er; baráttunni til varnar lífskjörum, baráttunni fyrir bættum almannahag. Kjarasamningar verða lausir á nýjan leik í upphafi næsta árs. Ef að líkum lætur verður verðbólgan þá búin að gleypa þær launahækkanir sem samið var um á dögunum. Við það getur verkalýðshreyfingin ekki unað. Ég hef ákveðið að verða við þeim fjölmörgu áskorunum sem ég hef fengið um að gefa kost á mér í embætti forseta ASÍ. Ég hef verið í forsvari fyrir byggingamenn í 26 ár og lét nýverið af störfum sem formaður Byggiðnar – félags byggingamanna. Ég bý að áratugareynslu af margvíslegum trúnaðarstörfum innan verkalýðshreyfingarinnar og hef ætíð verið talsmaður samvinnu og sátta. Ég vil leggja mín lóð á vogaskálar þess að verkalýðshreyfingin rísi undir ábyrgð sinni á erfiðum tímum, og standi vörð um kjör vinnandi fólks og sæki fram fyrir bættum lífskjörum okkar allra. Með því að stilla saman strengi í gegnum sterk og öflug heildarsamtök getur verkalýðshreyfingin knúið á um raunverulegar kjarabætur sem halda til frambúðar. Finnbjörn A. Hermannsson Félagasamtök ASÍ Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Sjá meira
Finnbjörn segist hafa ákveðið að verða við þeim fjölmörgu áskorunum sem hann hafi fengið um að gefa kost á sér í embættið. „Ég hef verið í forsvari fyrir byggingamenn í 26 ár og lét nýverið af störfum sem formaður Byggiðnar – félags byggingamanna. Ég bý að áratugareynslu af margvíslegum trúnaðarstörfum innan verkalýðshreyfingarinnar og hef ætíð verið talsmaður samvinnu og sátta. Ég vil leggja mín lóð á vogaskálar þess að verkalýðshreyfingin rísi undir ábyrgð sinni á erfiðum tímum, og standi vörð um kjör vinnandi fólks og sæki fram fyrir bættum lífskjörum okkar allra. Með því að stilla saman strengi í gegnum sterk og öflug heildarsamtök getur verkalýðshreyfingin knúið á um raunverulegar kjarabætur sem halda til frambúðar.“ Drífa Snædal var kjörin forseti ASÍ fyrst kvenna árið 2018 og endurkjörin árið 2020. Hún sagði af sér embætti sumarið 2022 vegna átaka innan verkalýðshreyfingarinnar. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, höfðu verið afar gagnrýnin á störf Drífu í aðdraganda þess að hún ákvað að stíga til hliðar. Kristján Þórður Snæbjarnarson, þáverandi fyrsti varaforseti ASÍ, tók við forsetaembættinu eftir afsögn Drífu. Hann ákvað fyrir nokkrum vikum að gefa ekki kost á sér í embættið eftir krefjandi mánuði þrátt fyrir mikla hvatningu um að gefa kost á sér. Finnbjörn er sá eini sem lýst hefur yfir frmaboði til forseta. Hann hefur sent tilkynningu til fjölmiðla vegna þessa sem sjá má að neðan. Fréttin er í vinnslu. Tilkynning um framboð til forseta ASÍ Þegar Alþýðusamband Íslands var stofnað árið 1916 var tilgangurinn sá að auðvelda baráttu verkafólks fyrir bættum kjörum. ASÍ hefur síðan ekki aðeins haft mikil áhrif á kjör félagsfólks aðildarfélaga sambandsins, heldur hefur það í meira en heila öld gegnt mikilvægu hlutverki í þróun samfélagsins. Réttindi sem í dag þykja sjálfsögð, svo sem samningsréttur, réttur til orlofs, uppsagnarfrestur, fæðingarorlof, almannatryggingar og vinnuvernd, er afrakstur samstilltrar baráttu verkafólks fyrri tíma. Alþýðusambandið hefur margsannað að því stærri og samstilltari sem hópurinn er, því meiri áhrif getur hann haft. Að samfélaginu okkar, og raunar heimsbyggðinni allri, steðja ýmsar hættur um þessar mundir. Heimsfaraldurinn hafði ekki fyrr verið kveðinn í kútinn þegar ein Evrópuþjóð réðist á aðra; stríð sem er ógn við heimsfrið og ekki sér fyrir endann á. Efnahagslegar þrengingar, háir vextir og verðbólga, sem gjarnan fylgja óvissu- og ófriðartímum, herja á okkur sem hér búum. Við glímum nú við miklar verðhækkanir á allri neysluvöru og rýrnun kaupmáttar. Þetta bitnar fyrst og harðast á þeim sem minnst hafa milli handanna. Það er á sama tíma átakanlegt að sjá að eigendur stórfyrirtækja í landinu og stjórnvöld virðast einhuga um að velta kostnaði yfir á launafólk. Fyrirtæki sem leika lykilhlutverk í gangverki samfélagsins hækka vöruverð óhikað án þess að slá af kröfum um arðsemi og hljóta engar átölur fyrir. Á meðan er ábyrgðinni varpað á vinnandi fólk og vextir hækkaðir til að verja stöðu þeirra sem eiga á kostnað þeirra sem skulda. Húsnæði er gert að markaðsvöru, fremur en mannréttindamáli. Það er við aðstæður sem þessar sem mikilvægi Alþýðusambands Íslands kemur í ljós. Aðeins í gegnum samstillta baráttu er hægt að snúa þessari þróun við. Það er verkalýðshreyfingunni nauðsynlegt að slíðra sverðin, þétta raðirnar, finna málefnalegan samhljóm og ganga sameinuð til þeirrar baráttu sem fram undan er; baráttunni til varnar lífskjörum, baráttunni fyrir bættum almannahag. Kjarasamningar verða lausir á nýjan leik í upphafi næsta árs. Ef að líkum lætur verður verðbólgan þá búin að gleypa þær launahækkanir sem samið var um á dögunum. Við það getur verkalýðshreyfingin ekki unað. Ég hef ákveðið að verða við þeim fjölmörgu áskorunum sem ég hef fengið um að gefa kost á mér í embætti forseta ASÍ. Ég hef verið í forsvari fyrir byggingamenn í 26 ár og lét nýverið af störfum sem formaður Byggiðnar – félags byggingamanna. Ég bý að áratugareynslu af margvíslegum trúnaðarstörfum innan verkalýðshreyfingarinnar og hef ætíð verið talsmaður samvinnu og sátta. Ég vil leggja mín lóð á vogaskálar þess að verkalýðshreyfingin rísi undir ábyrgð sinni á erfiðum tímum, og standi vörð um kjör vinnandi fólks og sæki fram fyrir bættum lífskjörum okkar allra. Með því að stilla saman strengi í gegnum sterk og öflug heildarsamtök getur verkalýðshreyfingin knúið á um raunverulegar kjarabætur sem halda til frambúðar. Finnbjörn A. Hermannsson
Félagasamtök ASÍ Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Sjá meira