Viktoría Hrund útskrifaðist árið 2018 með BA gráðu í arkitektúr frá Listaháskóla Íslands og segir miklu máli skipta að hlusta vel á fólk og greina þarfir þess og óskir. Viktoría Hrund mætti í hönnunarspjall til Úlfars Finsen í versluninni Módern.
Viktoría segir mikilvægt að hugsa í skala þegar hún ráðleggur um breytingar heima fyrir. Hvort sem verið sé að færa sig úr smærri eign í stærri eða öfugt er mikilvægt að húsgögn passi inn í nýja rýmið en það er ekki alltaf þannig að húsgögn úr fyrri búslóð passi í nýtt rými.

Skoða rýmið sem er mest notað
Mikilvægt er að framkvæma breytingar í tengslum við nýtt húsnæði í nokkrum skrefum. Þá er gott að hugsa fram á við og velta fyrir sér hvaða húsgögn eru að fara að fylgja manni í langan tíma í stað þess að einblína á skammtímalausnir.
Við val á húsgögnum í nýja eign skiptir miklu máli í upphafi að skoða það rými sem er mest notað en það er mjög persónubundið. Hjá sumum er til dæmis borðstofan mest notuð sem er oft miðpunktur heimilisins. „Þá mundi ég klárlega byrja á því að kaupa góða stóla og halda áfram út frá því og leyfa þessu rýmum sem eru minna notuð mæta afgangi.“
Þegar kemur að stofunni segir Viktoría Hrund að góður sófi skipti miklu máli og hægindastóll eða standlampi. Þegar sá kjarni er kominn sé punkturinn yfir i-ið klárlega góð motta.
„Það er svolítið lokaskrefið og þá ertu búinn að ramma rýmið endanlega inn.“

Viktoría segist vera algjör „sökker“ fyrir seventies húsgögnum og finnst skemmtiegt að sjá kannski eitt slíkt í stofunni. Mjúkar línur eru áberandi frá þessum tíma, mikið af andstæðum og djúpum litum.

Við val á efnum er mikilvægt að blanda ólíkum efnum og áklæðum þannig að rýmið verði ekki flatt segir Viktoría. „Mér finnst gott að setja öll efnin fyrir framan mig og skoða hvort það sé veikur hlekkur sé til staðar í pallettunni. Þannig getum við skipt út ef þarf og nostrað við.“

Úlfar Finsen, eigandi Módern, tekur undir orð Viktoríu en Módern vinnur náið með arkitektum og hönnuðum að fjölbreyttum verkefnum fyrir bæði heimili og skrifstofur.
„Við verðum að vilja nota þessi húsgögn sem við fjárfestum í og að þau séu praktísk og endist vel.“

Heimsþekkt vörumerki hjá Módern
Verslunin Módern býður upp á hágæða hönnun í húsgögnum, lýsingu og gjafavöru frá heimsþekktum hönnuðum. Þar er hægt að fá húsgögn sem eru framleidd eftir óskum og þörfum viðskiptavinarins og lögð er höfuðáhersla á persónulega þjónustu og faglega ráðgjöf.
„Húsgögnin okkar eru lang flest umhverfisvottuð og smíðuð til að endast og endast. Vörumerkin sem við bjóðum eru þekkt um allan heim meðal hönnuða og arkitekta fyrir framúrstefnulega hönnun og óviðjafnanleg gæði,“ segir Úlfar.