Mikil uppbygging á döfinni í eina Garðyrkjuskóla landsins Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. apríl 2023 20:05 Ásmundur var leystur út með fallegum blómvendi og grænmetiskörfu frá Garðyrkjuskólanum. Hér er hann ásamt Guðríði Helgadóttur, staðarhaldara á Reykjum á opna húsinu í skólanum á sumardaginn fyrsta. Magnús Hlynur Hreiðarsson Ráðherra menntamála boðar mikla uppbyggingu í eina Garðyrkjuskóla landsins, sem er til húsa á Reykjum í Ölfusi. Mikill áhugi er á námi í skólanum en hann fór frá Landbúnaðarháskóla Íslands undir Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi 1. ágúst síðastliðinn. Á sumardaginn fyrsta er alltaf opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum þar sem fólk kemur og fagnar sumrinu. Það klikkaði ekki í ár. Fjöldi fólks heimsótti skólann til að njóta gróðursins og skoða það sem nemendur og starfsfólk skólans er að fást við. Sérstök hátíðardagskrá var haldin þar, sem hvatningaverðlaun garðyrkjunnar og heiðursverðlaun garðyrkjunnar voru afhent. Þá tilkynnti mennta- og barnamálaráðherra í ræðu sinni að mikil uppbygging væri fram undan á Reykjum, ekki síst þegar um húsakost skólans væri að ræða, enda byggingar og gróðurhús orðin mjög léleg. En hvernig hefur samstarfið gengið við Fjölbrautaskóla Suðurlands? „Það gengur bara mjög vel og það eru gríðarleg tækifæri í þessari samvinnu. Það finna allir til ábyrgðar gagnvart næstu skrefum, sem er áframhaldandi uppbygging og við höfum verið að vinna að því í góðu samstarfi við skólana og við atvinnulífið að vinna áætlun um það hvað þurfi að ráðast í í framkvæmdum á Reykjum og við erum að teikna það upp já að koma því öllu af stað,“ segir Ásmundur Einar, ráðherra. En hvað á að gera, hver verða stærstu verkin? „Það eru framkvæmdir við byggingarnar á Reykjum. Það er líka að fjölga brautum og koma upp reglulegri tengingu við atvinnulífið þannig að skólinn geti dafnað með sjálfstæða rót þó að hann sé undir Fjölbrautaskóla Suðurlands.“ Húsakostur Garðyrkjuskólans er orðin mjög gamall og lélegur, eins og þessi gróðurhús.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað með Ásmund Einar, er hann með græna fingur? „Ekki get ég nú sagt að ég sé með mjög grænar fingur en ég aðstoða stundum tengdamóður mína ef hún þarf að laga eða smíða í gróðurhúsinu. Ég tók eina helgi nú á vordögum að laga gluggana í gróðurhúsinu hjá henni,“ segir Ásmundur Einar hlæjandi. Og ertu duglegur að borða íslenskt grænmeti? „Já, ég geri það, íslenskt grænmeti með íslensku lambakjöti, það er ekkert betra en það,“ segir Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. Húsakostur Garðyrkjuskólans er orðin mjög gamall og lélegur, eins og þessi gróðurhús.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ölfus Garðyrkja Landbúnaður Skóla - og menntamál Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
Á sumardaginn fyrsta er alltaf opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum þar sem fólk kemur og fagnar sumrinu. Það klikkaði ekki í ár. Fjöldi fólks heimsótti skólann til að njóta gróðursins og skoða það sem nemendur og starfsfólk skólans er að fást við. Sérstök hátíðardagskrá var haldin þar, sem hvatningaverðlaun garðyrkjunnar og heiðursverðlaun garðyrkjunnar voru afhent. Þá tilkynnti mennta- og barnamálaráðherra í ræðu sinni að mikil uppbygging væri fram undan á Reykjum, ekki síst þegar um húsakost skólans væri að ræða, enda byggingar og gróðurhús orðin mjög léleg. En hvernig hefur samstarfið gengið við Fjölbrautaskóla Suðurlands? „Það gengur bara mjög vel og það eru gríðarleg tækifæri í þessari samvinnu. Það finna allir til ábyrgðar gagnvart næstu skrefum, sem er áframhaldandi uppbygging og við höfum verið að vinna að því í góðu samstarfi við skólana og við atvinnulífið að vinna áætlun um það hvað þurfi að ráðast í í framkvæmdum á Reykjum og við erum að teikna það upp já að koma því öllu af stað,“ segir Ásmundur Einar, ráðherra. En hvað á að gera, hver verða stærstu verkin? „Það eru framkvæmdir við byggingarnar á Reykjum. Það er líka að fjölga brautum og koma upp reglulegri tengingu við atvinnulífið þannig að skólinn geti dafnað með sjálfstæða rót þó að hann sé undir Fjölbrautaskóla Suðurlands.“ Húsakostur Garðyrkjuskólans er orðin mjög gamall og lélegur, eins og þessi gróðurhús.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað með Ásmund Einar, er hann með græna fingur? „Ekki get ég nú sagt að ég sé með mjög grænar fingur en ég aðstoða stundum tengdamóður mína ef hún þarf að laga eða smíða í gróðurhúsinu. Ég tók eina helgi nú á vordögum að laga gluggana í gróðurhúsinu hjá henni,“ segir Ásmundur Einar hlæjandi. Og ertu duglegur að borða íslenskt grænmeti? „Já, ég geri það, íslenskt grænmeti með íslensku lambakjöti, það er ekkert betra en það,“ segir Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. Húsakostur Garðyrkjuskólans er orðin mjög gamall og lélegur, eins og þessi gróðurhús.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ölfus Garðyrkja Landbúnaður Skóla - og menntamál Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira