Hrökklast frá vegna ofsafenginna viðbragða við trans áhrifavaldi Kjartan Kjartansson skrifar 23. apríl 2023 15:02 Margir bandarískir íhaldsmenn voru froðufellandi af reiði þegar Bud light fékk trans konu til þess að auglýsa bjórinn á samfélagsmiðlum. AP/Jacquelyn Martin Yfirmaður markaðsmála fyrir bandarísku bjórtegundina Bud light, er farinn í leyfi eftir að samstarf fyrirtækisins við trans áhrifavald vakti ofsafengin viðbrögð íhaldsmanna. Reiðir hægrimenn ákváðu að sniðganga vörur framleiðandans. Allt varð vitlaust þegar Bud light fékk Dylan Mulvaney, trans konu og áhrifavald með á elleftu milljón fylgjenda á samfélagsmiðlum, til þess að auglýsa bjórinn. Hún birti meðal annars myndband af sér þar sem hún opnaði dós af Bud light á Instagram með myllumerkinu #Budlightfélagar. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Reiðir íhaldsmenn sökuðu fyrirtækið um að hafa orðið of „meðvitað“ (e. woke) um samfélagsmál. „Woke“ var upphaflega orð sem svartir Bandaríkjamenn notuðu um að vera meðvitaðir um kynþáttamismunun og fordóma. Það hefur á undanförnum misserum orðið að almennu skammaryrði íhaldsmanna yfir frjálslynd viðhorf sem oft tengjast fjölmenningu og kynhneigð. Tónlistarmaðurinn Kid Rock birti meðal annars myndband af sjálfum sér þar sem hann skaut dósir af Bud light með riffli til þess að mótmæla því að Mulvaney hefði verið fengin til að auglýsa vöruna. CNN-fréttastofan greindi frá því í síðustu viku að Anheuser-Busch, móðurfélagi Bud light, hefði borist fjöldi hótanna vegna málsins, meðal annars sprengjuhótana. Liður í vaxandi andúð á trans fólki Anhauser-Busch, móðurfélag Bud light, sagði fyrr í þessum mánuði að fyrirtækið ynni með hundruðum áhrifavalda til þess að tengja við viðskiptavini af öllum sviðum samfélagsins. Nú staðfestir það að Alissa Heinerscheid, varaforseti markaðsmála hjá Bud light, sé farin í ótímabundið leyfi. Fyrrverandi yfirmaður Budweiser tekur við stöðunni, að sögn AP-fréttastofunnar. Fordómar og árásir á trans fólk hafa farið vaxandi vestanhafs á undanförnum misserum samhliða harðri gagnrýni þarlendra íhaldsmanna á kynleiðréttingaraðgerðir. Íhaldsmenn hafa meðal annars sakað kennara sem ræða við börn um kynhneigð og gervi um að vera barnaníðinga. Sum ríki þar sem repúblikanar fara með völd hafa sérstaklega bannað eða takmarkað meðferð fyrir trans börn og í sumum tilfellum fullorðna einstaklinga. Áfengi og tóbak Bandaríkin Hinsegin Auglýsinga- og markaðsmál Málefni trans fólks Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Allt varð vitlaust þegar Bud light fékk Dylan Mulvaney, trans konu og áhrifavald með á elleftu milljón fylgjenda á samfélagsmiðlum, til þess að auglýsa bjórinn. Hún birti meðal annars myndband af sér þar sem hún opnaði dós af Bud light á Instagram með myllumerkinu #Budlightfélagar. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Reiðir íhaldsmenn sökuðu fyrirtækið um að hafa orðið of „meðvitað“ (e. woke) um samfélagsmál. „Woke“ var upphaflega orð sem svartir Bandaríkjamenn notuðu um að vera meðvitaðir um kynþáttamismunun og fordóma. Það hefur á undanförnum misserum orðið að almennu skammaryrði íhaldsmanna yfir frjálslynd viðhorf sem oft tengjast fjölmenningu og kynhneigð. Tónlistarmaðurinn Kid Rock birti meðal annars myndband af sjálfum sér þar sem hann skaut dósir af Bud light með riffli til þess að mótmæla því að Mulvaney hefði verið fengin til að auglýsa vöruna. CNN-fréttastofan greindi frá því í síðustu viku að Anheuser-Busch, móðurfélagi Bud light, hefði borist fjöldi hótanna vegna málsins, meðal annars sprengjuhótana. Liður í vaxandi andúð á trans fólki Anhauser-Busch, móðurfélag Bud light, sagði fyrr í þessum mánuði að fyrirtækið ynni með hundruðum áhrifavalda til þess að tengja við viðskiptavini af öllum sviðum samfélagsins. Nú staðfestir það að Alissa Heinerscheid, varaforseti markaðsmála hjá Bud light, sé farin í ótímabundið leyfi. Fyrrverandi yfirmaður Budweiser tekur við stöðunni, að sögn AP-fréttastofunnar. Fordómar og árásir á trans fólk hafa farið vaxandi vestanhafs á undanförnum misserum samhliða harðri gagnrýni þarlendra íhaldsmanna á kynleiðréttingaraðgerðir. Íhaldsmenn hafa meðal annars sakað kennara sem ræða við börn um kynhneigð og gervi um að vera barnaníðinga. Sum ríki þar sem repúblikanar fara með völd hafa sérstaklega bannað eða takmarkað meðferð fyrir trans börn og í sumum tilfellum fullorðna einstaklinga.
Áfengi og tóbak Bandaríkin Hinsegin Auglýsinga- og markaðsmál Málefni trans fólks Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira