Hrökklast frá vegna ofsafenginna viðbragða við trans áhrifavaldi Kjartan Kjartansson skrifar 23. apríl 2023 15:02 Margir bandarískir íhaldsmenn voru froðufellandi af reiði þegar Bud light fékk trans konu til þess að auglýsa bjórinn á samfélagsmiðlum. AP/Jacquelyn Martin Yfirmaður markaðsmála fyrir bandarísku bjórtegundina Bud light, er farinn í leyfi eftir að samstarf fyrirtækisins við trans áhrifavald vakti ofsafengin viðbrögð íhaldsmanna. Reiðir hægrimenn ákváðu að sniðganga vörur framleiðandans. Allt varð vitlaust þegar Bud light fékk Dylan Mulvaney, trans konu og áhrifavald með á elleftu milljón fylgjenda á samfélagsmiðlum, til þess að auglýsa bjórinn. Hún birti meðal annars myndband af sér þar sem hún opnaði dós af Bud light á Instagram með myllumerkinu #Budlightfélagar. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Reiðir íhaldsmenn sökuðu fyrirtækið um að hafa orðið of „meðvitað“ (e. woke) um samfélagsmál. „Woke“ var upphaflega orð sem svartir Bandaríkjamenn notuðu um að vera meðvitaðir um kynþáttamismunun og fordóma. Það hefur á undanförnum misserum orðið að almennu skammaryrði íhaldsmanna yfir frjálslynd viðhorf sem oft tengjast fjölmenningu og kynhneigð. Tónlistarmaðurinn Kid Rock birti meðal annars myndband af sjálfum sér þar sem hann skaut dósir af Bud light með riffli til þess að mótmæla því að Mulvaney hefði verið fengin til að auglýsa vöruna. CNN-fréttastofan greindi frá því í síðustu viku að Anheuser-Busch, móðurfélagi Bud light, hefði borist fjöldi hótanna vegna málsins, meðal annars sprengjuhótana. Liður í vaxandi andúð á trans fólki Anhauser-Busch, móðurfélag Bud light, sagði fyrr í þessum mánuði að fyrirtækið ynni með hundruðum áhrifavalda til þess að tengja við viðskiptavini af öllum sviðum samfélagsins. Nú staðfestir það að Alissa Heinerscheid, varaforseti markaðsmála hjá Bud light, sé farin í ótímabundið leyfi. Fyrrverandi yfirmaður Budweiser tekur við stöðunni, að sögn AP-fréttastofunnar. Fordómar og árásir á trans fólk hafa farið vaxandi vestanhafs á undanförnum misserum samhliða harðri gagnrýni þarlendra íhaldsmanna á kynleiðréttingaraðgerðir. Íhaldsmenn hafa meðal annars sakað kennara sem ræða við börn um kynhneigð og gervi um að vera barnaníðinga. Sum ríki þar sem repúblikanar fara með völd hafa sérstaklega bannað eða takmarkað meðferð fyrir trans börn og í sumum tilfellum fullorðna einstaklinga. Áfengi og tóbak Bandaríkin Hinsegin Auglýsinga- og markaðsmál Málefni trans fólks Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Sjá meira
Allt varð vitlaust þegar Bud light fékk Dylan Mulvaney, trans konu og áhrifavald með á elleftu milljón fylgjenda á samfélagsmiðlum, til þess að auglýsa bjórinn. Hún birti meðal annars myndband af sér þar sem hún opnaði dós af Bud light á Instagram með myllumerkinu #Budlightfélagar. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Reiðir íhaldsmenn sökuðu fyrirtækið um að hafa orðið of „meðvitað“ (e. woke) um samfélagsmál. „Woke“ var upphaflega orð sem svartir Bandaríkjamenn notuðu um að vera meðvitaðir um kynþáttamismunun og fordóma. Það hefur á undanförnum misserum orðið að almennu skammaryrði íhaldsmanna yfir frjálslynd viðhorf sem oft tengjast fjölmenningu og kynhneigð. Tónlistarmaðurinn Kid Rock birti meðal annars myndband af sjálfum sér þar sem hann skaut dósir af Bud light með riffli til þess að mótmæla því að Mulvaney hefði verið fengin til að auglýsa vöruna. CNN-fréttastofan greindi frá því í síðustu viku að Anheuser-Busch, móðurfélagi Bud light, hefði borist fjöldi hótanna vegna málsins, meðal annars sprengjuhótana. Liður í vaxandi andúð á trans fólki Anhauser-Busch, móðurfélag Bud light, sagði fyrr í þessum mánuði að fyrirtækið ynni með hundruðum áhrifavalda til þess að tengja við viðskiptavini af öllum sviðum samfélagsins. Nú staðfestir það að Alissa Heinerscheid, varaforseti markaðsmála hjá Bud light, sé farin í ótímabundið leyfi. Fyrrverandi yfirmaður Budweiser tekur við stöðunni, að sögn AP-fréttastofunnar. Fordómar og árásir á trans fólk hafa farið vaxandi vestanhafs á undanförnum misserum samhliða harðri gagnrýni þarlendra íhaldsmanna á kynleiðréttingaraðgerðir. Íhaldsmenn hafa meðal annars sakað kennara sem ræða við börn um kynhneigð og gervi um að vera barnaníðinga. Sum ríki þar sem repúblikanar fara með völd hafa sérstaklega bannað eða takmarkað meðferð fyrir trans börn og í sumum tilfellum fullorðna einstaklinga.
Áfengi og tóbak Bandaríkin Hinsegin Auglýsinga- og markaðsmál Málefni trans fólks Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Sjá meira