„Raunverulegur vandi“ í Laugardalslaug um þessar mundir Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. apríl 2023 21:01 Gulu armböndin eru af skornum skammti um þessar mundir. Vísir/arnar Alvarleg staða er uppi í Laugardalslaug vegna þess að gestir gleyma að skila aðgangsarmböndum. Dæmi eru um að fólk hafi tekið tugi armbanda með sér heim. Forstöðumaður leitar nú leiða til að einfalda aðgangskerfi laugarinnar. Aðgangskerfið í Laugardalslaug er í raun tvöfalt; svörtu og rauðu armböndin sem sjást hér veita bæði aðgang að laug og skápum í búningsklefum. Gula armbandið er fyrir korthafa og veitir aðeins aðgang að skápum. Og að lokinni sundferð á maður að skila armbandinu í sérstaka í rauf en vandamálið er að fólk virðist gleyma því, ítrekað. Nú er svo komið að alvarlegur skortur er á gulu armböndunum; þau virðast komin í fóstur á heimilum gesta víða um borg. „Við erum í raunverulegum vanda akkúrat núna. Við erum stanslaust að tæma skammtarana til að reyna að dæla út og eins og á sumardaginn fyrsta þar sem komu 3300 manns. Þá er býsna flókið að halda öllum gangandi,“ segir Árni Jónsson, forstöðumaður Laugardalslaugar. Þetta er afar kostnaðarsamt fyrir sundlaugina að sögn Árna, sem biðlar til gesta að skila armböndunum. Tekið verði vel á móti þeim. „Ég segi nú ekki að fólk hafi komið grímuklætt, en svona nánast, með fulla poka af armböndum og ég held að metið hafi verið svona 45 armbönd í einum poka. Ég á líka góða fastakúnna hérna sem segja: Ég tek það aldrei af mér. Mæta jafnvel í móttöku á Bessastaði með gult armband á hendinni,“ segir Árni. Og þá er kannski ekki úr vegi að velta því upp hvort um sé að ræða óþarfa tæknivæðingu. Hvað með gömlu góðu lyklana, til dæmis? Ja, málið með þá er að þeir rispa rennibrautirnar. „Þannig að rennibrautaframleiðendur hafa svolítið sagt bara: Nei, nei, nei, ekki lykla.“ En Árni er sammála því að kerfið sé of flókið. Leitað sé nýrra lausna til að einfalda aðgang að laug og skápum. „Hvort að við förum að selja armbönd til viðskiptavina, það er svona eitt sem við erum að skoða, bara á kostnaðarverði, þannig að fólk geti eignast það strax, verið bara með sitt þannig að það fækki því sem við erum að tapa út.“ Sundlaugar Reykjavík Tengdar fréttir Þetta er uppáhalds sundlaug Íslendinga Sundlaug Akureyrar er uppáhalds sundlaug Íslendinga, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Fréttastofa sótti tvær vinsælustu laugar landsins heim í dag. Heildarniðurstöður má nálgast neðst í fréttinni. 27. september 2022 09:42 Bestu köldu pottar höfuðborgarsvæðisins afhjúpaðir Kaldi potturinn gæti hjálpað þeim sem leggja stund á hann að léttast, að sögn prófessors í ónæmisfræði. Og fréttamaður heimsótti besta - og versta - kalda pott höfuðborgarsvæðisins, samkvæmt óformlegri könnun fréttastofu. 29. ágúst 2022 09:00 Laugardalslaug uppiskroppa með gul armbönd og biðlar til foreldra Laugardalslaug er að verða uppiskroppa með gul armbönd sem sundlaugargestir nota til að læsa skápum sínum í búningsklefunum. Forstöðumaður laugarinnar segir ljóst að gríðarlegur fjöldi armbanda skili sér ekki aftur og að vandamálið sé að stórum hluta tengt börnum sem koma í laugina til að fara í skólasund. 29. nóvember 2021 17:17 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira
Aðgangskerfið í Laugardalslaug er í raun tvöfalt; svörtu og rauðu armböndin sem sjást hér veita bæði aðgang að laug og skápum í búningsklefum. Gula armbandið er fyrir korthafa og veitir aðeins aðgang að skápum. Og að lokinni sundferð á maður að skila armbandinu í sérstaka í rauf en vandamálið er að fólk virðist gleyma því, ítrekað. Nú er svo komið að alvarlegur skortur er á gulu armböndunum; þau virðast komin í fóstur á heimilum gesta víða um borg. „Við erum í raunverulegum vanda akkúrat núna. Við erum stanslaust að tæma skammtarana til að reyna að dæla út og eins og á sumardaginn fyrsta þar sem komu 3300 manns. Þá er býsna flókið að halda öllum gangandi,“ segir Árni Jónsson, forstöðumaður Laugardalslaugar. Þetta er afar kostnaðarsamt fyrir sundlaugina að sögn Árna, sem biðlar til gesta að skila armböndunum. Tekið verði vel á móti þeim. „Ég segi nú ekki að fólk hafi komið grímuklætt, en svona nánast, með fulla poka af armböndum og ég held að metið hafi verið svona 45 armbönd í einum poka. Ég á líka góða fastakúnna hérna sem segja: Ég tek það aldrei af mér. Mæta jafnvel í móttöku á Bessastaði með gult armband á hendinni,“ segir Árni. Og þá er kannski ekki úr vegi að velta því upp hvort um sé að ræða óþarfa tæknivæðingu. Hvað með gömlu góðu lyklana, til dæmis? Ja, málið með þá er að þeir rispa rennibrautirnar. „Þannig að rennibrautaframleiðendur hafa svolítið sagt bara: Nei, nei, nei, ekki lykla.“ En Árni er sammála því að kerfið sé of flókið. Leitað sé nýrra lausna til að einfalda aðgang að laug og skápum. „Hvort að við förum að selja armbönd til viðskiptavina, það er svona eitt sem við erum að skoða, bara á kostnaðarverði, þannig að fólk geti eignast það strax, verið bara með sitt þannig að það fækki því sem við erum að tapa út.“
Sundlaugar Reykjavík Tengdar fréttir Þetta er uppáhalds sundlaug Íslendinga Sundlaug Akureyrar er uppáhalds sundlaug Íslendinga, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Fréttastofa sótti tvær vinsælustu laugar landsins heim í dag. Heildarniðurstöður má nálgast neðst í fréttinni. 27. september 2022 09:42 Bestu köldu pottar höfuðborgarsvæðisins afhjúpaðir Kaldi potturinn gæti hjálpað þeim sem leggja stund á hann að léttast, að sögn prófessors í ónæmisfræði. Og fréttamaður heimsótti besta - og versta - kalda pott höfuðborgarsvæðisins, samkvæmt óformlegri könnun fréttastofu. 29. ágúst 2022 09:00 Laugardalslaug uppiskroppa með gul armbönd og biðlar til foreldra Laugardalslaug er að verða uppiskroppa með gul armbönd sem sundlaugargestir nota til að læsa skápum sínum í búningsklefunum. Forstöðumaður laugarinnar segir ljóst að gríðarlegur fjöldi armbanda skili sér ekki aftur og að vandamálið sé að stórum hluta tengt börnum sem koma í laugina til að fara í skólasund. 29. nóvember 2021 17:17 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira
Þetta er uppáhalds sundlaug Íslendinga Sundlaug Akureyrar er uppáhalds sundlaug Íslendinga, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Fréttastofa sótti tvær vinsælustu laugar landsins heim í dag. Heildarniðurstöður má nálgast neðst í fréttinni. 27. september 2022 09:42
Bestu köldu pottar höfuðborgarsvæðisins afhjúpaðir Kaldi potturinn gæti hjálpað þeim sem leggja stund á hann að léttast, að sögn prófessors í ónæmisfræði. Og fréttamaður heimsótti besta - og versta - kalda pott höfuðborgarsvæðisins, samkvæmt óformlegri könnun fréttastofu. 29. ágúst 2022 09:00
Laugardalslaug uppiskroppa með gul armbönd og biðlar til foreldra Laugardalslaug er að verða uppiskroppa með gul armbönd sem sundlaugargestir nota til að læsa skápum sínum í búningsklefunum. Forstöðumaður laugarinnar segir ljóst að gríðarlegur fjöldi armbanda skili sér ekki aftur og að vandamálið sé að stórum hluta tengt börnum sem koma í laugina til að fara í skólasund. 29. nóvember 2021 17:17