Forseti UEFA vill setja launaþak í evrópskum fótbolta Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. apríl 2023 20:00 Aleksander Ceferin, forseti UEFA. Gualter Fatia - UEFA/UEFA via Getty Images Aleksander Ceferin, forseti evrópska kanttspyrnusambandsins UEFA, vill koma á launaþaki í evrópskum fótbolta. Laun knattspyrnumanna hafa oft verið á milli tannanna á fólki og launahæstu leikmenn Evrópu þéna allt að 17,5 milljarða króna á ári. Ceferin segir að hann hafi nú þegar rætt um málið við framkvæmdarstjórn UEFA og bætir við að öll félög séu sammála breytingunni. „Það kemur kannski á óvart, en það eru allir sammála þessu,“ sagði Ceferin í samtali við bandaríska miðilinn Men in Blazers. „Stór félög, lítil félög, félög í eigu ríkja, félög í eigu milljarðamæringa. Það eru allir sammála um þetta.“ 🗣 "In the future we have to seriously think about a salary cap."During Rog's podcast interview with Aleksander Čeferin, the UEFA President talked about instituting a salary cap "as soon as possible" as a means of maintaining greater competitive balance throughout the game. 🎙 pic.twitter.com/IF2wQ2l0tU— Men in Blazers (@MenInBlazers) April 25, 2023 Gianni Infantino, forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, viðraði einnig hugmyndina um launaþak fyrr á árinu og nú virðast álfusamböndin vera farin að taka í sama streng. „Við þurfum að hugsa alvarlega um launaþak í framtíðinni. Ef laun rjúka upp úr öllu valdi verður gríðarlegt ójafnvægi í samkeppni milli félaga,“ sagði Ceferin. „Þetta snýst ekki um eigendurna, heldur um samkeppnishæfni félaga. Ef að sömu fimm liðin vinna alltaf allt þá verður þetta tilgangslaust.“ „En þetta þarf að vera sameiginlegt átak milli allra deilda og UEFA. Ef þetta verður bara gert í nokkrum deildum og ekki öðrum þá virkar þetta ekki. Ég vona að það sé hægt að koma þessu á fót sem fyrst.“ „Eins og staðan er núna þá taka nýjar reglur gildi eftir 2024 þar sem lið geta mest eytt 70 prósent af tekjum sínum í launakostnað og leikmannakaup. En það er ekki nóg því ef tekjur félags eru fimm milljarðar evra þá er 70 prósent af því ansi mikið.“ „Þetta er framtíðin og ég er ekki hræddur um það að eigendur félaganna hafi of mikil völd. UEFA stjórnar evrópsku keppnunum og deildunum og við eigum mjög gott samstarf við evrópsku félagasamtökin,“ sagði Ceferin að lokum. UEFA Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Sport Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Sjá meira
Laun knattspyrnumanna hafa oft verið á milli tannanna á fólki og launahæstu leikmenn Evrópu þéna allt að 17,5 milljarða króna á ári. Ceferin segir að hann hafi nú þegar rætt um málið við framkvæmdarstjórn UEFA og bætir við að öll félög séu sammála breytingunni. „Það kemur kannski á óvart, en það eru allir sammála þessu,“ sagði Ceferin í samtali við bandaríska miðilinn Men in Blazers. „Stór félög, lítil félög, félög í eigu ríkja, félög í eigu milljarðamæringa. Það eru allir sammála um þetta.“ 🗣 "In the future we have to seriously think about a salary cap."During Rog's podcast interview with Aleksander Čeferin, the UEFA President talked about instituting a salary cap "as soon as possible" as a means of maintaining greater competitive balance throughout the game. 🎙 pic.twitter.com/IF2wQ2l0tU— Men in Blazers (@MenInBlazers) April 25, 2023 Gianni Infantino, forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, viðraði einnig hugmyndina um launaþak fyrr á árinu og nú virðast álfusamböndin vera farin að taka í sama streng. „Við þurfum að hugsa alvarlega um launaþak í framtíðinni. Ef laun rjúka upp úr öllu valdi verður gríðarlegt ójafnvægi í samkeppni milli félaga,“ sagði Ceferin. „Þetta snýst ekki um eigendurna, heldur um samkeppnishæfni félaga. Ef að sömu fimm liðin vinna alltaf allt þá verður þetta tilgangslaust.“ „En þetta þarf að vera sameiginlegt átak milli allra deilda og UEFA. Ef þetta verður bara gert í nokkrum deildum og ekki öðrum þá virkar þetta ekki. Ég vona að það sé hægt að koma þessu á fót sem fyrst.“ „Eins og staðan er núna þá taka nýjar reglur gildi eftir 2024 þar sem lið geta mest eytt 70 prósent af tekjum sínum í launakostnað og leikmannakaup. En það er ekki nóg því ef tekjur félags eru fimm milljarðar evra þá er 70 prósent af því ansi mikið.“ „Þetta er framtíðin og ég er ekki hræddur um það að eigendur félaganna hafi of mikil völd. UEFA stjórnar evrópsku keppnunum og deildunum og við eigum mjög gott samstarf við evrópsku félagasamtökin,“ sagði Ceferin að lokum.
UEFA Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Sport Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Sjá meira