Heimilislaus maður sem glímt hefur við fíknivanda í mörg ár segir skort á fjölbreyttum úrræðum.
Þá heyrum við í heilbrigðisráðherra og þingmönnum sem tóku málið upp á Alþingi í morgun.
Einnig fjöllum við um þing ASÍ sem hefst í dag en þar eru tveir í framboði til forseta.
Og að lokum fjöllum við um snjóinn sem féll á höfuðborgarsvæðinu í morgun og kom mörgum í opna skjöldu. Veðurfræðingur segir harla óvenjulegt að svo mikill snjór falli á þessum árstíma.