Virðist vera á leiðinni á Met Gala eftir allt saman Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 28. apríl 2023 15:35 Kim Kardashian er á fullu að undirbúa sig fyrir Met Gala sem fer fram á mánudaginn. Getty/Sean Zanni/Patrick McMullan Raunveruleikastjarnan og athafnakonan Kim Kardashian virðist vera á leiðinni á Met Gala á mánudaginn, þrátt fyrir háværar sögusagnir um að henni yrði ekki boðið á viðburðinn í ár. Met Gala er góðgerðarviðburður en um leið einn stærsti tískuviðburður ársins. Viðburðurinn fer alltaf fram á fyrsta mánudegi maí mánaðar á Metropolitian safninu í New York. Þar mætast listir, menning og tíska á óaðfinnanlegan hátt og stórstjörnur heimsins ganga rauða dregilinn í einhverjum dýrustu flíkum heims. Aðeins vel valdar stórstjörnur fá boð á viðburðinn. Það er Anna Wintour, ritstjóri Vogue, sem stendur fyrir viðburðinum og setur saman gestalistann á hverju ári. Talið að Kardashian systrum yrði ekki boðið Erlendir fjölmiðlar höfðu greint frá því að Kardashian systur yrðu ekki á gestalista í ár. Á síðasta ári mættu þær þó allar og var það í fyrsta skipti sem allar systurnar fengu boð á viðburðinn. Nú er Wintour hins vegar sögð vera að skera niður gestalistann og var hávær orðrómur á lofti um það að Kardashian systur þyrftu að sitja hjá í þetta skiptið. Kim Kardashian mætti eftirminnilega í kjól goðsagnarinnar Marilyn Monroe á viðburðinn á síðasta ári og olli uppátækið nokkru fjaðrafoki. Kim var ekki aðeins sögð hafa eyðilagt kjólinn, heldur var hún einnig gagnrýnd fyrir þær leiðir sem hún fór til þess að passa í kjólinn. Hún þurfti að missa sjö kíló á þremur vikum en til þess segist hún hafa klæðst svitagalla tvisvar á dag, eytt miklum tíma á hlaupabrettinu, tekið út allan sykur, öll kolvetni og aðeins borðað hreint grænmeti og prótein. Kim Kardashian þurfti að missa sjö kíló til þess að passa í kjól Marilyn Monroe fyrir Met Gala í fyrra.Getty/NDZ Er í fullum undirbúningi fyrir Met Gala Eftir kjólafíaskó síðasta árs og dvínandi vinsældir Kardashian fjölskyldunnar var talið að systrunum yrði ekki boðið á viðburðinn í ár. Það kom því mörgum á óvart þegar Kim birti myndir á Instagram í gær þar sem hún sýndi frá því að hún væri í fullum undirbúningi fyrir Met Gala. Ekki er víst hvort öðrum Kardashian systrum hafi verið boðið en það kemur í ljós á mánudaginn. „Eyddi smá tíma á skrifstofu Karl Lagerfelds til þess að fá innblástur fyrir Met Gala,“ skrifar Kim undir röð af myndum af sér ásamt ketti Lagerfelds. Þess má geta að franski tískuhönnuðurinn Karl Lagerfeld er þema viðburðarins í ár. Lagerfeld var listrænn stjórnandi Chanel tískurisans. Hann lést úr krabbameini fyrir þremur árum síðan, þá áttatíu og fimm ára gamall. View this post on Instagram A post shared by Kim Kardashian (@kimkardashian) Hollywood Tíska og hönnun Tengdar fréttir Svipta hulunni af þema Met Gala Óhætt er að segja að hinn árlegi Met Gala viðburður sé einn stærsti tískuviðburður ársins. Á hverju ári er valið sérstakt þema fyrir viðburðinn sem skærustu stjörnur heims klæða sig eftir. Það hafa því eflaust margir beðið spenntir eftir því að fá að vita hvaða þema verður fyrir valinu fyrir þennan stórviðburð á næsta ári. 30. september 2022 18:00 Býst ekki við því að fá boð á Met Gala vegna ummæla um Kim Kardashian Leikkonan Lili Reinhart á ekki von á því að henni verði boðið á Met Gala tískuviðburðinn á næsta ári. Ástæðan eru ummæli sem hún lét falla um stórstjörnuna Kim Kardashian eftir viðburðinn í maí. 27. október 2022 15:31 Kim sögð hafa eyðilagt kjól Marilyn Monroe Kim Kardashian er sögð hafa eyðilagt 60 ára gamlan kjól Marilyn Monroe sem hún fékk lánaðan fyrir Met Galað í maí síðastliðnum. Stærsta einkasafn heims af munum Marilyn Monroe benti á að demantar hafi dottið af kjólnum eftir að Kim fékk kjólinn lánaðan. 14. júní 2022 10:12 „Enginn annar ætti að sjást í þessum kjól“ Bob Mackie, hönnuður fræga kjólsins sem Kim Kardashian klæddist á Met Gala þetta árið og Marilyn Monroe heitin klæddist þegar hún söng afmælissönginn fyrir John F. Kennedy segir það hafa verið stór mistök að lána Kim kjólinn. 18. maí 2022 16:31 Kim skein skærast í kjól frá Marilyn Monroe Tískuviðburður ársins, Met Gala, fór fram með pomp og prakti í gærkvöldi á Metropolitan safninu í New York. Þar mætast listir, menning og tíska á óaðfinnanlegan hátt og stórstjörnur heimsins ganga rauða dregilinn í einhverjum dýrustu flíkum heims. 3. maí 2022 11:04 Mest lesið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Fleiri fréttir Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Sjá meira
Met Gala er góðgerðarviðburður en um leið einn stærsti tískuviðburður ársins. Viðburðurinn fer alltaf fram á fyrsta mánudegi maí mánaðar á Metropolitian safninu í New York. Þar mætast listir, menning og tíska á óaðfinnanlegan hátt og stórstjörnur heimsins ganga rauða dregilinn í einhverjum dýrustu flíkum heims. Aðeins vel valdar stórstjörnur fá boð á viðburðinn. Það er Anna Wintour, ritstjóri Vogue, sem stendur fyrir viðburðinum og setur saman gestalistann á hverju ári. Talið að Kardashian systrum yrði ekki boðið Erlendir fjölmiðlar höfðu greint frá því að Kardashian systur yrðu ekki á gestalista í ár. Á síðasta ári mættu þær þó allar og var það í fyrsta skipti sem allar systurnar fengu boð á viðburðinn. Nú er Wintour hins vegar sögð vera að skera niður gestalistann og var hávær orðrómur á lofti um það að Kardashian systur þyrftu að sitja hjá í þetta skiptið. Kim Kardashian mætti eftirminnilega í kjól goðsagnarinnar Marilyn Monroe á viðburðinn á síðasta ári og olli uppátækið nokkru fjaðrafoki. Kim var ekki aðeins sögð hafa eyðilagt kjólinn, heldur var hún einnig gagnrýnd fyrir þær leiðir sem hún fór til þess að passa í kjólinn. Hún þurfti að missa sjö kíló á þremur vikum en til þess segist hún hafa klæðst svitagalla tvisvar á dag, eytt miklum tíma á hlaupabrettinu, tekið út allan sykur, öll kolvetni og aðeins borðað hreint grænmeti og prótein. Kim Kardashian þurfti að missa sjö kíló til þess að passa í kjól Marilyn Monroe fyrir Met Gala í fyrra.Getty/NDZ Er í fullum undirbúningi fyrir Met Gala Eftir kjólafíaskó síðasta árs og dvínandi vinsældir Kardashian fjölskyldunnar var talið að systrunum yrði ekki boðið á viðburðinn í ár. Það kom því mörgum á óvart þegar Kim birti myndir á Instagram í gær þar sem hún sýndi frá því að hún væri í fullum undirbúningi fyrir Met Gala. Ekki er víst hvort öðrum Kardashian systrum hafi verið boðið en það kemur í ljós á mánudaginn. „Eyddi smá tíma á skrifstofu Karl Lagerfelds til þess að fá innblástur fyrir Met Gala,“ skrifar Kim undir röð af myndum af sér ásamt ketti Lagerfelds. Þess má geta að franski tískuhönnuðurinn Karl Lagerfeld er þema viðburðarins í ár. Lagerfeld var listrænn stjórnandi Chanel tískurisans. Hann lést úr krabbameini fyrir þremur árum síðan, þá áttatíu og fimm ára gamall. View this post on Instagram A post shared by Kim Kardashian (@kimkardashian)
Hollywood Tíska og hönnun Tengdar fréttir Svipta hulunni af þema Met Gala Óhætt er að segja að hinn árlegi Met Gala viðburður sé einn stærsti tískuviðburður ársins. Á hverju ári er valið sérstakt þema fyrir viðburðinn sem skærustu stjörnur heims klæða sig eftir. Það hafa því eflaust margir beðið spenntir eftir því að fá að vita hvaða þema verður fyrir valinu fyrir þennan stórviðburð á næsta ári. 30. september 2022 18:00 Býst ekki við því að fá boð á Met Gala vegna ummæla um Kim Kardashian Leikkonan Lili Reinhart á ekki von á því að henni verði boðið á Met Gala tískuviðburðinn á næsta ári. Ástæðan eru ummæli sem hún lét falla um stórstjörnuna Kim Kardashian eftir viðburðinn í maí. 27. október 2022 15:31 Kim sögð hafa eyðilagt kjól Marilyn Monroe Kim Kardashian er sögð hafa eyðilagt 60 ára gamlan kjól Marilyn Monroe sem hún fékk lánaðan fyrir Met Galað í maí síðastliðnum. Stærsta einkasafn heims af munum Marilyn Monroe benti á að demantar hafi dottið af kjólnum eftir að Kim fékk kjólinn lánaðan. 14. júní 2022 10:12 „Enginn annar ætti að sjást í þessum kjól“ Bob Mackie, hönnuður fræga kjólsins sem Kim Kardashian klæddist á Met Gala þetta árið og Marilyn Monroe heitin klæddist þegar hún söng afmælissönginn fyrir John F. Kennedy segir það hafa verið stór mistök að lána Kim kjólinn. 18. maí 2022 16:31 Kim skein skærast í kjól frá Marilyn Monroe Tískuviðburður ársins, Met Gala, fór fram með pomp og prakti í gærkvöldi á Metropolitan safninu í New York. Þar mætast listir, menning og tíska á óaðfinnanlegan hátt og stórstjörnur heimsins ganga rauða dregilinn í einhverjum dýrustu flíkum heims. 3. maí 2022 11:04 Mest lesið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Fleiri fréttir Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Sjá meira
Svipta hulunni af þema Met Gala Óhætt er að segja að hinn árlegi Met Gala viðburður sé einn stærsti tískuviðburður ársins. Á hverju ári er valið sérstakt þema fyrir viðburðinn sem skærustu stjörnur heims klæða sig eftir. Það hafa því eflaust margir beðið spenntir eftir því að fá að vita hvaða þema verður fyrir valinu fyrir þennan stórviðburð á næsta ári. 30. september 2022 18:00
Býst ekki við því að fá boð á Met Gala vegna ummæla um Kim Kardashian Leikkonan Lili Reinhart á ekki von á því að henni verði boðið á Met Gala tískuviðburðinn á næsta ári. Ástæðan eru ummæli sem hún lét falla um stórstjörnuna Kim Kardashian eftir viðburðinn í maí. 27. október 2022 15:31
Kim sögð hafa eyðilagt kjól Marilyn Monroe Kim Kardashian er sögð hafa eyðilagt 60 ára gamlan kjól Marilyn Monroe sem hún fékk lánaðan fyrir Met Galað í maí síðastliðnum. Stærsta einkasafn heims af munum Marilyn Monroe benti á að demantar hafi dottið af kjólnum eftir að Kim fékk kjólinn lánaðan. 14. júní 2022 10:12
„Enginn annar ætti að sjást í þessum kjól“ Bob Mackie, hönnuður fræga kjólsins sem Kim Kardashian klæddist á Met Gala þetta árið og Marilyn Monroe heitin klæddist þegar hún söng afmælissönginn fyrir John F. Kennedy segir það hafa verið stór mistök að lána Kim kjólinn. 18. maí 2022 16:31
Kim skein skærast í kjól frá Marilyn Monroe Tískuviðburður ársins, Met Gala, fór fram með pomp og prakti í gærkvöldi á Metropolitan safninu í New York. Þar mætast listir, menning og tíska á óaðfinnanlegan hátt og stórstjörnur heimsins ganga rauða dregilinn í einhverjum dýrustu flíkum heims. 3. maí 2022 11:04