Aftur um heilbrigðisþjónustu trans barna og ungmenna Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar 29. apríl 2023 08:30 Fyrir sléttri viku skrifaði borgarfulltrúi í Reykjavík pistil um heilbrigðisþjónustu trans barna og ungmenna. Þar viðraði hann áhyggjur sínar af tjáningarfrelsinu í tengslum við málaflokkinn og dró í efa að eftirfarandi fullyrðing mín og meðhöfundar í grein í Morgunblaðinu 18. apríl sl. ætti við rök að styðjast: „Mörg trans börn sem komin eru á kynþroskaaldur kjósa, í samráði við lækna og foreldra, að nota hormónabælandi lyf sem halda aftur af kynþroska. Áhrif þeirra eru afturkræf.“ Í næstu efnisgrein útskýrðum við þetta reyndar nánar: „Ástæðan fyrir því að haldið er aftur af kynþroska trans barna er að hann veldur breytingum á líkamanum sem mjög erfitt er að lagfæra eftir á. Hins vegar, ef barn kýs að hætta notkun hormónabælandi lyfja, hefst kynþroski af fullum krafti. Lyf af þessu tagi hafa verið notuð til þess að stöðva ótímabæran kynþroska hjá ungum börnum um áratugaskeið.“ Í nýjustu útgáfu Standards of Care 8 sem Alheimssamtök sérfræðinga í heilbrigðisþjónustu trans fólks (World Professional Association of Transgender Health, eða WPATH) sendu frá sér 15. september 2022, segir orðrétt á bls. S112 (feitletrun mín): „In general, the goal of GnRHa administration in [transgender and gender diverse] adolescents is to prevent further development of the endogenous secondary sex characteristics corresponding to the sex designated at birth. Since this treatment is fully reversible, it is regarded as an extended time for adolescents to explore their gender identity by means of an early social transition.“ Fullyrðing okkar var sum sé ekki úr lausu lofti gripin, en vissulega geta verið aukaverkanir af hormónabælandi lyfjum eins og öllum öðrum lyfjum. Eins og fram kom í grein okkar, þá fá börn og foreldrar þeirra upplýsingar um allar þekktar aukaverkanir. Ákvarðanir um heilbrigðisþjónustu trans barna og ungmenna eru alltaf teknar í samráði þeirra og fjölskyldna þeirra við lækna og samkvæmt bestu mögulegu þekkingu hverju sinni. Þannig er það og þannig á það að vera. Kynstaðfestandi meðferð er ekki tilraunameðferð og langtímarannsóknum á sviðinu fjölgar stöðugt. Ég bendi í því samhengi á yfirlýsingu WPATH vegna fordómafullrar lagasetningar í Bandaríkjunum, þar sem reyndar er fjallað um skýrslu Socialstyrelsen í Svíþjóð líka. Hvað varðar þróunina í Noregi, Svíþjóð og Bretlandi, þá hafa þessi lönd sannarlega rýnt þjónustu við trans börn og ungmenni undanfarið, hafa gert þátttöku í rannsóknum hærra undir höfði og vilja gæta ítrustu varkárni með öryggi barna að leiðarljósi. Hvers vegna Norðmenn ganga, með sínum skilgreiningum á meðferðinni sem tilraunameðferð, gegn staðhæfingum helstu sérfræðinga heims í þessum málaflokki veit ég ekki. Það sem við vitum hins vegar er að meðferð við kynama er ennþá veitt í Noregi, Svíþjóð og Bretlandi. Meðferðin er mikilvæg fyrir velferð trans barna og ungmenna, annars væri hún ekki veitt. Hér á landi er ekkert sem bendir til annars en að ítrustu varkárni sé gætt í málaflokknum. Gagnrýnin umræða er jafnan af hinu góða. Hins vegar verður að teljast forvitnilegt að trans málefni séu sá málaflokkur innan heilbrigðisþjónustu sem fólk, sem hvorki hefur tengsl við málaflokkinn né sérfræðiþekkingu á honum, hefur skyndilega mikla skoðun á. Ég velti því til dæmis fyrir mér hvort borgarfulltrúinn hafi haft áhyggjur af kynhormónabælandi lyfjum í alla þá áratugi sem þau hafa verið notuð fyrir börn sem ekki eru trans. Heilbrigðisstarfsfólk og trans skjólstæðingar þeirra hafa bestu forsendurnar til þess að meta, út frá hverju tilviki og út frá rannsóknum, hvaða meðferð er við hæfi og hvenær. Opinber umræða um flókið úrræði bætir engu þar við. Höfundur er verkefnastjóri hjá Samtökunum ‘78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Þorvaldsdóttir Hinsegin Málefni trans fólks Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Fyrir sléttri viku skrifaði borgarfulltrúi í Reykjavík pistil um heilbrigðisþjónustu trans barna og ungmenna. Þar viðraði hann áhyggjur sínar af tjáningarfrelsinu í tengslum við málaflokkinn og dró í efa að eftirfarandi fullyrðing mín og meðhöfundar í grein í Morgunblaðinu 18. apríl sl. ætti við rök að styðjast: „Mörg trans börn sem komin eru á kynþroskaaldur kjósa, í samráði við lækna og foreldra, að nota hormónabælandi lyf sem halda aftur af kynþroska. Áhrif þeirra eru afturkræf.“ Í næstu efnisgrein útskýrðum við þetta reyndar nánar: „Ástæðan fyrir því að haldið er aftur af kynþroska trans barna er að hann veldur breytingum á líkamanum sem mjög erfitt er að lagfæra eftir á. Hins vegar, ef barn kýs að hætta notkun hormónabælandi lyfja, hefst kynþroski af fullum krafti. Lyf af þessu tagi hafa verið notuð til þess að stöðva ótímabæran kynþroska hjá ungum börnum um áratugaskeið.“ Í nýjustu útgáfu Standards of Care 8 sem Alheimssamtök sérfræðinga í heilbrigðisþjónustu trans fólks (World Professional Association of Transgender Health, eða WPATH) sendu frá sér 15. september 2022, segir orðrétt á bls. S112 (feitletrun mín): „In general, the goal of GnRHa administration in [transgender and gender diverse] adolescents is to prevent further development of the endogenous secondary sex characteristics corresponding to the sex designated at birth. Since this treatment is fully reversible, it is regarded as an extended time for adolescents to explore their gender identity by means of an early social transition.“ Fullyrðing okkar var sum sé ekki úr lausu lofti gripin, en vissulega geta verið aukaverkanir af hormónabælandi lyfjum eins og öllum öðrum lyfjum. Eins og fram kom í grein okkar, þá fá börn og foreldrar þeirra upplýsingar um allar þekktar aukaverkanir. Ákvarðanir um heilbrigðisþjónustu trans barna og ungmenna eru alltaf teknar í samráði þeirra og fjölskyldna þeirra við lækna og samkvæmt bestu mögulegu þekkingu hverju sinni. Þannig er það og þannig á það að vera. Kynstaðfestandi meðferð er ekki tilraunameðferð og langtímarannsóknum á sviðinu fjölgar stöðugt. Ég bendi í því samhengi á yfirlýsingu WPATH vegna fordómafullrar lagasetningar í Bandaríkjunum, þar sem reyndar er fjallað um skýrslu Socialstyrelsen í Svíþjóð líka. Hvað varðar þróunina í Noregi, Svíþjóð og Bretlandi, þá hafa þessi lönd sannarlega rýnt þjónustu við trans börn og ungmenni undanfarið, hafa gert þátttöku í rannsóknum hærra undir höfði og vilja gæta ítrustu varkárni með öryggi barna að leiðarljósi. Hvers vegna Norðmenn ganga, með sínum skilgreiningum á meðferðinni sem tilraunameðferð, gegn staðhæfingum helstu sérfræðinga heims í þessum málaflokki veit ég ekki. Það sem við vitum hins vegar er að meðferð við kynama er ennþá veitt í Noregi, Svíþjóð og Bretlandi. Meðferðin er mikilvæg fyrir velferð trans barna og ungmenna, annars væri hún ekki veitt. Hér á landi er ekkert sem bendir til annars en að ítrustu varkárni sé gætt í málaflokknum. Gagnrýnin umræða er jafnan af hinu góða. Hins vegar verður að teljast forvitnilegt að trans málefni séu sá málaflokkur innan heilbrigðisþjónustu sem fólk, sem hvorki hefur tengsl við málaflokkinn né sérfræðiþekkingu á honum, hefur skyndilega mikla skoðun á. Ég velti því til dæmis fyrir mér hvort borgarfulltrúinn hafi haft áhyggjur af kynhormónabælandi lyfjum í alla þá áratugi sem þau hafa verið notuð fyrir börn sem ekki eru trans. Heilbrigðisstarfsfólk og trans skjólstæðingar þeirra hafa bestu forsendurnar til þess að meta, út frá hverju tilviki og út frá rannsóknum, hvaða meðferð er við hæfi og hvenær. Opinber umræða um flókið úrræði bætir engu þar við. Höfundur er verkefnastjóri hjá Samtökunum ‘78.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun