Lárus: „Þessum leikmanni hjá Val er búið að takast sitt ætlunarverk“ Siggeir Ævarsson skrifar 30. apríl 2023 21:52 Lárus Jónsson, þjálfari Þórs. Vísir/Bára Dröfn Valsarar unnu frábæran sigur á Þór í 4-liða úrslitum Subway-deildar karla og jöfnuðu einvígið í 2-2. Lárus Jónsson þjálfari Þórs var með einfalt og skýrt svar um það hvað hefði farið úrskeiðis hjá hans mönnum. „Sóknarfráköst hjá Val. Þeir fá annan séns trekk í trekk. Þrátt fyrir að við höfum verið að byrja leikinn vel þá voru þeir að halda sér inni í leiknum á brauðmolunum. Vörnin hjá okkur í 2. leikhluta var hrikalega slök. Náðum svona aðeins að loka fyrir sóknarfráköstin í seinni hálfleik en þeir voru bara komnir á bragðið. Farnir að hitta vel og því fór sem fór.“ Lárusi hefur verið tíðrætt um það sem hann kallar „Þórskörfubolta“, sem einkennist af baráttu og ákefð. Það örlaði ekki mikið á slíkum leik hjá hans mönnum í kvöld, í það minnsta ekki í 2. leikhluta þegar Valsmenn lögðu grunninn að sigrinum. „Boltinn var lítið að fljóta. Sérstaklega í 2. leikhluta. Svo um leið og við látum bolta aðeins fljúga okkar á milli í seinni hálfleik þá fannst mér ég aðeins kannast við okkur.“ „Við vorum með færri varnarfráköst en þeir sóknarfráköst. Við spiluðum á sama mannaskap í seinni hálfleik og við náðum tíu sóknarfráköst í seinni hálfleik, þannig að þetta snýst um baráttuna.“ Jordan Semple spilaði aðeins tæpar tíu mínútur í kvöld og var klárlega ekki í standi til að spila. Lárus var ómyrkur í máli um stöðuna á Semple og hvers vegna svona er komið fyrir honum. „Það er búið að kippa honum út. Menn hræddir við samkeppni, búið að kippa honum úr liðnum. Þessum leikmanni hjá Val er búið að takast sitt ætlunarverk, að fá aðeins að vaða uppi. Íslenskir dómarar verða aðeins að skoða það.“ Leikmaðurinn sem Lárus talar um í þessu samhengi er Kristófer Acox, en ekkert var dæmt á þetta umdeilda atvik í síðasta leik og virðist málinu einfaldlega vera lokið að mati dómaranefndar. „Dómaranefnd mat þetta ekki svo alvarlegt. En það er víst annað hjá FIBA dómaranefndinni, þeir telja að þetta sé alvarlegt atvik og hann hefði átt að fá brottvísun.“ Lárus var þrátt fyrir svekkjandi tap nokkuð brattur fyrir oddaleikinn á þriðjudaginn. „Bara „recovery“ á morgun og fara yfir þennan leik. Hvað við getum bætt, það er augljóst, það eru bara fráköstin. Svo förum við í oddaleik. Við erum búnir að taka einn oddaleik svo að við kunnum að vera í þessum aðstæðum.“ Subway-deild karla Valur Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þorlákshöfn - Valur 94-103 | Íslandsmeistararnir knúðu fram oddaleik Eftir frábæra byrjun Þórsara unnu Íslandsmeistarar Vals nokkuð sanngjarnan endurkomusigur er liðin mættust í fjórða leik undanúrslitaeinvígis Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 94-103 og við erum á leið í oddaleik. 30. apríl 2023 22:40 Mest lesið Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Körfubolti „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Sjá meira
„Sóknarfráköst hjá Val. Þeir fá annan séns trekk í trekk. Þrátt fyrir að við höfum verið að byrja leikinn vel þá voru þeir að halda sér inni í leiknum á brauðmolunum. Vörnin hjá okkur í 2. leikhluta var hrikalega slök. Náðum svona aðeins að loka fyrir sóknarfráköstin í seinni hálfleik en þeir voru bara komnir á bragðið. Farnir að hitta vel og því fór sem fór.“ Lárusi hefur verið tíðrætt um það sem hann kallar „Þórskörfubolta“, sem einkennist af baráttu og ákefð. Það örlaði ekki mikið á slíkum leik hjá hans mönnum í kvöld, í það minnsta ekki í 2. leikhluta þegar Valsmenn lögðu grunninn að sigrinum. „Boltinn var lítið að fljóta. Sérstaklega í 2. leikhluta. Svo um leið og við látum bolta aðeins fljúga okkar á milli í seinni hálfleik þá fannst mér ég aðeins kannast við okkur.“ „Við vorum með færri varnarfráköst en þeir sóknarfráköst. Við spiluðum á sama mannaskap í seinni hálfleik og við náðum tíu sóknarfráköst í seinni hálfleik, þannig að þetta snýst um baráttuna.“ Jordan Semple spilaði aðeins tæpar tíu mínútur í kvöld og var klárlega ekki í standi til að spila. Lárus var ómyrkur í máli um stöðuna á Semple og hvers vegna svona er komið fyrir honum. „Það er búið að kippa honum út. Menn hræddir við samkeppni, búið að kippa honum úr liðnum. Þessum leikmanni hjá Val er búið að takast sitt ætlunarverk, að fá aðeins að vaða uppi. Íslenskir dómarar verða aðeins að skoða það.“ Leikmaðurinn sem Lárus talar um í þessu samhengi er Kristófer Acox, en ekkert var dæmt á þetta umdeilda atvik í síðasta leik og virðist málinu einfaldlega vera lokið að mati dómaranefndar. „Dómaranefnd mat þetta ekki svo alvarlegt. En það er víst annað hjá FIBA dómaranefndinni, þeir telja að þetta sé alvarlegt atvik og hann hefði átt að fá brottvísun.“ Lárus var þrátt fyrir svekkjandi tap nokkuð brattur fyrir oddaleikinn á þriðjudaginn. „Bara „recovery“ á morgun og fara yfir þennan leik. Hvað við getum bætt, það er augljóst, það eru bara fráköstin. Svo förum við í oddaleik. Við erum búnir að taka einn oddaleik svo að við kunnum að vera í þessum aðstæðum.“
Subway-deild karla Valur Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þorlákshöfn - Valur 94-103 | Íslandsmeistararnir knúðu fram oddaleik Eftir frábæra byrjun Þórsara unnu Íslandsmeistarar Vals nokkuð sanngjarnan endurkomusigur er liðin mættust í fjórða leik undanúrslitaeinvígis Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 94-103 og við erum á leið í oddaleik. 30. apríl 2023 22:40 Mest lesið Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Körfubolti „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Sjá meira
Leik lokið: Þór Þorlákshöfn - Valur 94-103 | Íslandsmeistararnir knúðu fram oddaleik Eftir frábæra byrjun Þórsara unnu Íslandsmeistarar Vals nokkuð sanngjarnan endurkomusigur er liðin mættust í fjórða leik undanúrslitaeinvígis Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 94-103 og við erum á leið í oddaleik. 30. apríl 2023 22:40
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti