Tryggvi Snær byrjaði leikinn frábærlega og var framan af leik stigahæstur í liði Bilbao. Það breytti því miður litlu í kvöld þar sem Tenerife vann 11 stiga sigur, lokatölur 86-75.
Tryggvi Snær endaði á að skora 12 stig og taka sjö fráköst. Enginn á vellinum tók fleiri fráköst en íslenski landsliðsmaðurinn.
Bilbao er í 11. sæti að loknum 14 leikjum með sex sigra og átta töp.