„Þessi einstaklingur var felldur í aðgerðum tyrknesku leyniþjónustunnar í Sýrlandi í gær,“ segir forsetinn í viðtali við tyrkneska ríkisútvarpið. Hann segir leyniþjónustuna lengi hafa fylgst með Abu Hussein al-Qurashi.
Þá segir hann Tyrki munu halda áfram baráttu sinni gegn Íslamska ríkinu án vægðar.
Sem áður segir er Abu Hussein al-Qurashi sagður hafa tekið við stjórntaumnum árið 2022 eftir að forveri hans lést eftir árás Bandaríkjamanna. Hann sprengdi sig og fjölskyldu sína í loft upp á heimili þeirra í í Idlib-héraði í Sýrlandi þegar fimmtíu hermenn gerðu áhlaup á heimilið.