Guðmundur Felix fór aftur í aðgerð í gærkvöldi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. maí 2023 19:56 Guðmundur Felix fór í aðra aðgerð á handlegg í gærkvöldi þar sem skorið var enn hærra í handlegg hans vegna þrálátrar sýkingar. Vísir/Vilhelm Guðmundur Felix Grétarsson var sendur í aðra aðgerð á handlegg í gærkvöldi vegna höfnunar líkama hans á handleggjunum sem græddir voru á hann fyrir tveimur árum. Hann hafði áður farið í aðgerð á laugardagskvöld en jafnaði sig ekki nægilega vel. Þessu greinir Guðmundur frá í ávarpi til fylgjenda sinna á samfélagsmiðlum. Horfa má á myndbandið neðst í fréttinni. Eins og Vísir hefur greint frá fékk Guðmundur sýkingu í olnbogann vegna sterameðferðar sem hann hefur verið í sem gert hefur ónæmiskerfi hans óvirkt. Sterameðferðin er gríðarlega sterk og til þess fólgin að hafa áhrif á höfnun líkama hans á ágræddum handleggjunum. Olnbogi Guðmundar var orðinn þrefaldur af stærð og fór hann í aðgerð á laugardagskvöld þar sem tappað var af olnboganum eins og hann lýsir því, til þess að sterarnir komist sína leið í handleggnum. Fékk hita í gærkvöldi „Á laugardag fór ég í aðgerð þar sem þeir opnuðu olnbogann á mér til þess að hreinsa sýkinguna sem var í olnboganum og við höfðum ekki náð í með sýklalyfjum,“ segir Guðmundur Felix. Í gærkvöldi hafi Guðmundur verið með hita og sýkingin í handleggnum haldið sér í honum þrátt fyrir sýklalyfin. „Þannig að í morgun var ákveðið að ég færi í aðra aðgerð. Við skárum hærra í handlegginn þannig hann er opinn alla leið frá öxl og niður að hönd.“ Ekki eins sársaukafullt Guðmundur segir handlegginn hafa verið þrifinn og þrifinn og hann sé enn á sýklalyfjum. „Nú þurfum við bara að bíða og sjá. Ég er ekki með hita. Mér líður ágætlega. Handleggurinn er enn bólginn en þetta er ekki eins sársaukafullt.“ Á næstu dögum muni það skýrast hvernig þetta fer. Hann segist fylgjast vel með öllum skilaboðum frá fólki á samfélagsmiðlum en sé ekki í standi til þess að svara þeim sjálfum. „Ég get rétt notað fingurna, en takk kærlega fyrir stuðninginn. Ég læt ykkur vita hvernig þetta fer.“ Handleggir græddir á Guðmund Felix Tengdar fréttir Fjögurra ára skammtur stera gæti hafa stöðvað höfnunina Guðmundur Felix Grétarsson hefur legið á spítala undanfarið þar sem hann hefur fengið gríðarlega sterka sterameðferð vegna höfnunar líkama hans á handleggjunum, sem græddir voru á hann fyrir tveimur árum. Hann segist hafa fengið fjögurra ára skammt af sterum á síðustu þremur dögum og að hann gæti hafa stöðvað höfnunina. 29. apríl 2023 18:30 „Ég var nú að vonast til að þetta yrði eitthvað meira en tvö ár“ Guðmundur Felix Grétarsson segist bjartsýnn á að lyfjameðferð geti unnið gegn bakslagi sem er komið í ágrædda handleggi hans. Guðmundur fór að finna fyrir einkennum höfnunar fyrir tveimur vikum. 28. apríl 2023 13:52 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Þessu greinir Guðmundur frá í ávarpi til fylgjenda sinna á samfélagsmiðlum. Horfa má á myndbandið neðst í fréttinni. Eins og Vísir hefur greint frá fékk Guðmundur sýkingu í olnbogann vegna sterameðferðar sem hann hefur verið í sem gert hefur ónæmiskerfi hans óvirkt. Sterameðferðin er gríðarlega sterk og til þess fólgin að hafa áhrif á höfnun líkama hans á ágræddum handleggjunum. Olnbogi Guðmundar var orðinn þrefaldur af stærð og fór hann í aðgerð á laugardagskvöld þar sem tappað var af olnboganum eins og hann lýsir því, til þess að sterarnir komist sína leið í handleggnum. Fékk hita í gærkvöldi „Á laugardag fór ég í aðgerð þar sem þeir opnuðu olnbogann á mér til þess að hreinsa sýkinguna sem var í olnboganum og við höfðum ekki náð í með sýklalyfjum,“ segir Guðmundur Felix. Í gærkvöldi hafi Guðmundur verið með hita og sýkingin í handleggnum haldið sér í honum þrátt fyrir sýklalyfin. „Þannig að í morgun var ákveðið að ég færi í aðra aðgerð. Við skárum hærra í handlegginn þannig hann er opinn alla leið frá öxl og niður að hönd.“ Ekki eins sársaukafullt Guðmundur segir handlegginn hafa verið þrifinn og þrifinn og hann sé enn á sýklalyfjum. „Nú þurfum við bara að bíða og sjá. Ég er ekki með hita. Mér líður ágætlega. Handleggurinn er enn bólginn en þetta er ekki eins sársaukafullt.“ Á næstu dögum muni það skýrast hvernig þetta fer. Hann segist fylgjast vel með öllum skilaboðum frá fólki á samfélagsmiðlum en sé ekki í standi til þess að svara þeim sjálfum. „Ég get rétt notað fingurna, en takk kærlega fyrir stuðninginn. Ég læt ykkur vita hvernig þetta fer.“
Handleggir græddir á Guðmund Felix Tengdar fréttir Fjögurra ára skammtur stera gæti hafa stöðvað höfnunina Guðmundur Felix Grétarsson hefur legið á spítala undanfarið þar sem hann hefur fengið gríðarlega sterka sterameðferð vegna höfnunar líkama hans á handleggjunum, sem græddir voru á hann fyrir tveimur árum. Hann segist hafa fengið fjögurra ára skammt af sterum á síðustu þremur dögum og að hann gæti hafa stöðvað höfnunina. 29. apríl 2023 18:30 „Ég var nú að vonast til að þetta yrði eitthvað meira en tvö ár“ Guðmundur Felix Grétarsson segist bjartsýnn á að lyfjameðferð geti unnið gegn bakslagi sem er komið í ágrædda handleggi hans. Guðmundur fór að finna fyrir einkennum höfnunar fyrir tveimur vikum. 28. apríl 2023 13:52 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Fjögurra ára skammtur stera gæti hafa stöðvað höfnunina Guðmundur Felix Grétarsson hefur legið á spítala undanfarið þar sem hann hefur fengið gríðarlega sterka sterameðferð vegna höfnunar líkama hans á handleggjunum, sem græddir voru á hann fyrir tveimur árum. Hann segist hafa fengið fjögurra ára skammt af sterum á síðustu þremur dögum og að hann gæti hafa stöðvað höfnunina. 29. apríl 2023 18:30
„Ég var nú að vonast til að þetta yrði eitthvað meira en tvö ár“ Guðmundur Felix Grétarsson segist bjartsýnn á að lyfjameðferð geti unnið gegn bakslagi sem er komið í ágrædda handleggi hans. Guðmundur fór að finna fyrir einkennum höfnunar fyrir tveimur vikum. 28. apríl 2023 13:52