Til skoðunar að breyta nafni Hönnunarmars Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 3. maí 2023 11:50 Álfrún Pálsdóttir er kynningarstjóri HönnunarMars Aðsend Stærsta hönnunarhátíð landsins, Hönnunarmars hefst í dag. Boðið verður upp á yfir hundrað sýningar víðsvegar um höfuðborgarsvæðið. Til greina kemur að breyta nafninu, enda hefur hátíðin ekki verið haldin í mars síðustu þrjú árin. Yfirskrift dagskránnar í ár er Hvað nú og rauði þráðurinn í sýningunum og innihaldi verkefna er sjálfbærni og endurnýting. Álfrún Pálsdóttir, kynningarstjóri hátíðarinnar segir sýningarnar endurspegla tíðaraldann á sviði hönnunar og arkitektúrs. „Hvað erum við að hanna inn i betri heim, til að auðga og búa til verðmæti? Ég er spenntust að sjá það og það sem verkefnin endurspegla tíðarandan, samfélagið og hvað það er sem við erum að spá í akkurat núna,“ segir Álfrún og bætir við að hátíðin sé einstök á alþjóðlegan mælikvarða. „Af því að við erum að sameina allt frá arkitektúr yfir í fatahönnun og allt þar á milli. Grafísk hönnun, vöruhönnun, stafræn hönnun, það er eitthvað fyrir öll á dagskrá hönnunarmars.“ Til skoðunar að breyta nafninu Þrátt heitið Hönnunarmars hefur hátíðin ekki verið haldin í mars síðustu þrjú ár. Upphaflega var tímasetningunni breytt vegna Covid faraldursins en það reyndist svo vel að ákveðið var að halda sig við dagsetningu nær sumri og hækkandi sól. „Það er aðeins meiri áhætta að vera í mars. Það er aðal ástæðan. En hvort mars verði í maí 2024 er engin leið að vita en við leyfum okkur allavega að gera smá tilraunir með þetta,“ segir Álfrún sem segir að það komi til greina að breyta nafninu. „Það er til umræðu, það er stóra spurningin, við sjáum til en annars tölum við bara um að við séum að marsera á milli sýninga.“ Sem fyrr segir verður hátíðin sett í dag. Um hundrað sýningar verða í boði víðsvegar um höfuðborgarsvæðið en dagskrána má sjá hér. „Það er alveg glæsileg dagskrá framundan og ótrúlega gaman að sjá þetta allt saman verða að veruleika sem maður er búinn að skipuleggja í marga mánuði“, segir Álfrún Pálsdóttir, kynningarstjóri Hönnunarmars. HönnunarMars Tíska og hönnun Menning Mest lesið „Risa tilkynning“ Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Komst í jólaskapið í september Lífið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Fleiri fréttir „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Yfirskrift dagskránnar í ár er Hvað nú og rauði þráðurinn í sýningunum og innihaldi verkefna er sjálfbærni og endurnýting. Álfrún Pálsdóttir, kynningarstjóri hátíðarinnar segir sýningarnar endurspegla tíðaraldann á sviði hönnunar og arkitektúrs. „Hvað erum við að hanna inn i betri heim, til að auðga og búa til verðmæti? Ég er spenntust að sjá það og það sem verkefnin endurspegla tíðarandan, samfélagið og hvað það er sem við erum að spá í akkurat núna,“ segir Álfrún og bætir við að hátíðin sé einstök á alþjóðlegan mælikvarða. „Af því að við erum að sameina allt frá arkitektúr yfir í fatahönnun og allt þar á milli. Grafísk hönnun, vöruhönnun, stafræn hönnun, það er eitthvað fyrir öll á dagskrá hönnunarmars.“ Til skoðunar að breyta nafninu Þrátt heitið Hönnunarmars hefur hátíðin ekki verið haldin í mars síðustu þrjú ár. Upphaflega var tímasetningunni breytt vegna Covid faraldursins en það reyndist svo vel að ákveðið var að halda sig við dagsetningu nær sumri og hækkandi sól. „Það er aðeins meiri áhætta að vera í mars. Það er aðal ástæðan. En hvort mars verði í maí 2024 er engin leið að vita en við leyfum okkur allavega að gera smá tilraunir með þetta,“ segir Álfrún sem segir að það komi til greina að breyta nafninu. „Það er til umræðu, það er stóra spurningin, við sjáum til en annars tölum við bara um að við séum að marsera á milli sýninga.“ Sem fyrr segir verður hátíðin sett í dag. Um hundrað sýningar verða í boði víðsvegar um höfuðborgarsvæðið en dagskrána má sjá hér. „Það er alveg glæsileg dagskrá framundan og ótrúlega gaman að sjá þetta allt saman verða að veruleika sem maður er búinn að skipuleggja í marga mánuði“, segir Álfrún Pálsdóttir, kynningarstjóri Hönnunarmars.
HönnunarMars Tíska og hönnun Menning Mest lesið „Risa tilkynning“ Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Komst í jólaskapið í september Lífið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Fleiri fréttir „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið