Siggi Braga: Uppsetningin á úrslitakeppni kvenna er heimskuleg og léleg Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. maí 2023 13:01 Sigurður Bragason og leikmenn hans eru á eftir þrennunni en það reynir á liðið þegar það er spilað mjög þétt í úrslitakeppninni. Vísir/Diego Eyjakonur eru komnar í 2-1 í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Haukum í Olís deild kvenna í handbolta eftir enn einn spennuleikinn í gær. Eyjakonur unnu á endanum með einu marki. Sigurður Bragason, þjálfari bikar- og deildarmeistara ÍBV, er mjög ósáttur með uppröðun leikja í úrslitakeppninni en stelpurnar spila mjög þétt. Seinni bylgjan ræddi viðtal við þjálfarann eftir leik þrjú í einvíginu við Hauka. „Ég ætla að fá að losa aðeins og segja að þetta er náttúrulega galið. Það er galið að vera í úrslitakeppni og þið blaðamenn og fréttamenn og allir þeir sem pæla í þessu geta skoðað þetta. Við skoðum körfuna, handboltann, NBA og allt. Þú sérð þetta hvergi. Þriðji leikurinn á innan við fimm dögum. Þetta er galið. Þær eru allar sprungnar og við erum að vinna með kvenfólk þar sem slysatíðni er töluvert meiri en hjá strákum. Það er engin hvíld þannig að uppsetningin á þessari úrslitakeppni er heimskuleg og léleg,“ sagði Sigurður Bragason eftir leikinn. „Það er engin pæling í því hvernig meiðslahætta sé heldur bara keyra þetta í gegn. Við erum búin að spila mót í einhverja átta, níu mánuði og svo á að klára einhverja úrslitakeppni á fimm dögum. Þetta er bara vitlaust og hættulegt. Ég ætla að gefa mínum stelpum það að þær voru sprungnar,” sagði Sigurður. Svava Kristín Gretarsdóttir og sérfræðingar hennar ræddu þetta viðtal í Seinni bylgjunni í gær. „Sigurði Bragasyni var ansi heitt í hamsi þarna eftir leik. Þrátt fyrir sigur þá talar hann um þetta mikla álag. ÍBV er nýkomið inn í þetta aftur eftir að hafa verið í mánaðarpásu,“ sagði Svava Kristín Gretarsdóttir, umsjónarkona Seinni Bylgjunnar. Það var bara einn dagur á milli í fyrstu þremur leikjunum í einvíginu. „Við pældum aðeins í þessu. Þetta er svolítið þétt spilað,“ sagði Svava Kristín. „Já klárlega. Þær koma örugglega úthvíldar á laugardaginn eftir að hafa fengið aukadag,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir létt en hélt svo áfram: „Þetta er mjög þétt en ég veit ekki hvort að það sé einhver svakaleg breyting frá síðustu árum. Þetta er líka spurning ef þú ætlar að halda leikmönnum lengur í sportinu. Það er erfiðara að ná endurheimt. Þetta eru liðin sem eru með minni hópa og líka liðin sem eru að ferðast meira. ÍBV er vant því að ferðast en ég held að Haukarnir sé þreyttari eftir þessi ferðalög,“ sagði Sigurlaug. „Það er áhugavert að pæla í þessu og hvort við þurfum að spila svona svakalega þétt. Bara einn dagur í viðbót skiptir rosalega miklu máli,“ sagði Sigurlaug. Það má sjá Sigurlaugu og Einar ræða þetta betur hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Umræða um leikjaálag í úrslitakeppni kvenna Olís-deild kvenna ÍBV Haukar Seinni bylgjan Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Van Dijk boðinn nýr samningur Enski boltinn Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Fleiri fréttir Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Sjá meira
Sigurður Bragason, þjálfari bikar- og deildarmeistara ÍBV, er mjög ósáttur með uppröðun leikja í úrslitakeppninni en stelpurnar spila mjög þétt. Seinni bylgjan ræddi viðtal við þjálfarann eftir leik þrjú í einvíginu við Hauka. „Ég ætla að fá að losa aðeins og segja að þetta er náttúrulega galið. Það er galið að vera í úrslitakeppni og þið blaðamenn og fréttamenn og allir þeir sem pæla í þessu geta skoðað þetta. Við skoðum körfuna, handboltann, NBA og allt. Þú sérð þetta hvergi. Þriðji leikurinn á innan við fimm dögum. Þetta er galið. Þær eru allar sprungnar og við erum að vinna með kvenfólk þar sem slysatíðni er töluvert meiri en hjá strákum. Það er engin hvíld þannig að uppsetningin á þessari úrslitakeppni er heimskuleg og léleg,“ sagði Sigurður Bragason eftir leikinn. „Það er engin pæling í því hvernig meiðslahætta sé heldur bara keyra þetta í gegn. Við erum búin að spila mót í einhverja átta, níu mánuði og svo á að klára einhverja úrslitakeppni á fimm dögum. Þetta er bara vitlaust og hættulegt. Ég ætla að gefa mínum stelpum það að þær voru sprungnar,” sagði Sigurður. Svava Kristín Gretarsdóttir og sérfræðingar hennar ræddu þetta viðtal í Seinni bylgjunni í gær. „Sigurði Bragasyni var ansi heitt í hamsi þarna eftir leik. Þrátt fyrir sigur þá talar hann um þetta mikla álag. ÍBV er nýkomið inn í þetta aftur eftir að hafa verið í mánaðarpásu,“ sagði Svava Kristín Gretarsdóttir, umsjónarkona Seinni Bylgjunnar. Það var bara einn dagur á milli í fyrstu þremur leikjunum í einvíginu. „Við pældum aðeins í þessu. Þetta er svolítið þétt spilað,“ sagði Svava Kristín. „Já klárlega. Þær koma örugglega úthvíldar á laugardaginn eftir að hafa fengið aukadag,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir létt en hélt svo áfram: „Þetta er mjög þétt en ég veit ekki hvort að það sé einhver svakaleg breyting frá síðustu árum. Þetta er líka spurning ef þú ætlar að halda leikmönnum lengur í sportinu. Það er erfiðara að ná endurheimt. Þetta eru liðin sem eru með minni hópa og líka liðin sem eru að ferðast meira. ÍBV er vant því að ferðast en ég held að Haukarnir sé þreyttari eftir þessi ferðalög,“ sagði Sigurlaug. „Það er áhugavert að pæla í þessu og hvort við þurfum að spila svona svakalega þétt. Bara einn dagur í viðbót skiptir rosalega miklu máli,“ sagði Sigurlaug. Það má sjá Sigurlaugu og Einar ræða þetta betur hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Umræða um leikjaálag í úrslitakeppni kvenna
Olís-deild kvenna ÍBV Haukar Seinni bylgjan Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Van Dijk boðinn nýr samningur Enski boltinn Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Fleiri fréttir Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Sjá meira