Girðing og myndavélar ekki stöðvað ferðamenn við að létta á sér Kristinn Haukur Guðnason skrifar 4. maí 2023 22:13 Ferðamenn kasta af sér þvagi við bensínstöðina á Djúpavogi. Skjáskot ja.is Engin salernisaðstaða er við helsta verslunarkjarna Djúpavogs og ferðamenn kasta af sér þvagi við bensínstöðina. Heimastjórn og íbúar í nágrenninu eru ósátt við stöðuna. „Það er búið að reyna að gera allt. Það er búið að girða og setja upp myndavélar. Fólki er nákvæmlega sama því það veit að það er enginn sem situr við skjáinn og starir á það,“ segir Oddný Anna Björnsdóttir, fulltrúi í heimastjórn Djúpavogs í Múlaþingi. RÚV greindi fyrst frá því í mars að sveitarfélagið gerði þá kröfu á fimm fyrirtæki í helsta verslunarkjarna bæjarins að þau kæmu upp salernisaðstöðu. Húsnæðið er í eigu fasteignafélags Samkaupa sem leigir út rými til Landsbankans, ÁTVR og Íslandspósts. Þá er olíufyrirtækið N1 með litla bensínstöð fyrir utan. Fyrirtækin hafa ekki sýnt vilja til að koma upp salernisaðstöðu. Íbúar þreyttir á óþrifnaðinum „Ferðamenn sjá dælurnar, koma inn og búast við að finna salerni,“ segir Oddný. „Þegar þeim er sagt að það sé neðar í götunni nenna þeir ekki þangað heldur fara bak við hús og gera þarfir sínar.“ Vandamálið er þó enn meira utan opnunartíma verslananna því ferðamenn eru að koma á öllum tímum sólarhringsins á bensínstöðina. Sveitarfélagið rekur eina salernisaðstöðu í nágrenninu og hyggst koma upp öðru, í um 100 til 200 metra fjarlægð frá bensínstöðinni. En það virðist ekki vera nóg fyrir ferðamennina og ekki kemur til greina að sveitarfélagið reki salerni inni í húsnæði einkaaðila. Oddný Anna Björnsdóttir segir íbúana orðna þreytta á óþrifnaðinum.Múlaþing „Íbúar þarna í kring eru orðnir mjög þreyttir á þessu,“ segir Oddný um lyktina og óþrifnaðinn sem af þessu hlýst. „Þar sem þetta er lítill verslunarkjarni er ekkert óeðlilegt að þessi fyrirtæki, þar með talið N1, taki sig saman um rekstur salernis til að þjónusta ferðafólk og íbúa. Þá losna þau líka við að fólk sé að létta af sér fyrir utan.“ Vilja færa stöðina Málið hefur ítrekað verið rætt á fundum heimastjórnar og hefur verið óskað eftir viðbrögðum frá fyrirtækjunum. Þau hafa hins vegar hingað til verið neikvæð og bera ÁTVR og Íslandspóstur til dæmis fyrir sig að vera leigjendur. Samkvæmt Oddnýju á N1 eftir að svara heimastjórninni. Á fundi heimastjórnarinnar í dag harmaði stjórnin viðbrögð fyrirtækjanna og furðaði sig á viljaleysi þeirra til að koma til móts við viðskiptavini og nærsamfélagið á Djúpavogi. „Heimastjórn áréttar jafnframt ályktun frá 2. maí 2022 þar sem óskað var eftir því við umhverfis og framkvæmdaráð að kannað verði hvort staðsetning sjálfsafgreiðslustöðvar N1 á Djúpavogi standist núverandi skipulag, enda var stöðin sett niður án grenndarkynningar og án samráðs við íbúa á sínum tíma,“ var jafn framt bókað á fundinum. Aðspurð um hvort þetta sé hótun segist Oddný ekki vilja taka svo djúpt í árina. Áður hefur verið rætt um að finna bensínstöðinni nýja staðsetningu, og þá helst við einhvers konar þjónustumiðstöð. „Þetta er ekki mjög heppileg staðsetning. Þetta eru einu dælurnar og það eru þungaflutningar að fara í gegnum bæinn,“ segir Oddný. Þá sé stöðin líka of lítil og það vanti dælur fyrir rafbíla. Salernismálið hafi ýtt við að þessi mál séu endurskoðuð. „Við ætlum að kalla þau hjá N1 á fund og ræða þessi mál í góðu,“ segir Oddný. Múlaþing Ferðamennska á Íslandi Verslun Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Sjá meira
„Það er búið að reyna að gera allt. Það er búið að girða og setja upp myndavélar. Fólki er nákvæmlega sama því það veit að það er enginn sem situr við skjáinn og starir á það,“ segir Oddný Anna Björnsdóttir, fulltrúi í heimastjórn Djúpavogs í Múlaþingi. RÚV greindi fyrst frá því í mars að sveitarfélagið gerði þá kröfu á fimm fyrirtæki í helsta verslunarkjarna bæjarins að þau kæmu upp salernisaðstöðu. Húsnæðið er í eigu fasteignafélags Samkaupa sem leigir út rými til Landsbankans, ÁTVR og Íslandspósts. Þá er olíufyrirtækið N1 með litla bensínstöð fyrir utan. Fyrirtækin hafa ekki sýnt vilja til að koma upp salernisaðstöðu. Íbúar þreyttir á óþrifnaðinum „Ferðamenn sjá dælurnar, koma inn og búast við að finna salerni,“ segir Oddný. „Þegar þeim er sagt að það sé neðar í götunni nenna þeir ekki þangað heldur fara bak við hús og gera þarfir sínar.“ Vandamálið er þó enn meira utan opnunartíma verslananna því ferðamenn eru að koma á öllum tímum sólarhringsins á bensínstöðina. Sveitarfélagið rekur eina salernisaðstöðu í nágrenninu og hyggst koma upp öðru, í um 100 til 200 metra fjarlægð frá bensínstöðinni. En það virðist ekki vera nóg fyrir ferðamennina og ekki kemur til greina að sveitarfélagið reki salerni inni í húsnæði einkaaðila. Oddný Anna Björnsdóttir segir íbúana orðna þreytta á óþrifnaðinum.Múlaþing „Íbúar þarna í kring eru orðnir mjög þreyttir á þessu,“ segir Oddný um lyktina og óþrifnaðinn sem af þessu hlýst. „Þar sem þetta er lítill verslunarkjarni er ekkert óeðlilegt að þessi fyrirtæki, þar með talið N1, taki sig saman um rekstur salernis til að þjónusta ferðafólk og íbúa. Þá losna þau líka við að fólk sé að létta af sér fyrir utan.“ Vilja færa stöðina Málið hefur ítrekað verið rætt á fundum heimastjórnar og hefur verið óskað eftir viðbrögðum frá fyrirtækjunum. Þau hafa hins vegar hingað til verið neikvæð og bera ÁTVR og Íslandspóstur til dæmis fyrir sig að vera leigjendur. Samkvæmt Oddnýju á N1 eftir að svara heimastjórninni. Á fundi heimastjórnarinnar í dag harmaði stjórnin viðbrögð fyrirtækjanna og furðaði sig á viljaleysi þeirra til að koma til móts við viðskiptavini og nærsamfélagið á Djúpavogi. „Heimastjórn áréttar jafnframt ályktun frá 2. maí 2022 þar sem óskað var eftir því við umhverfis og framkvæmdaráð að kannað verði hvort staðsetning sjálfsafgreiðslustöðvar N1 á Djúpavogi standist núverandi skipulag, enda var stöðin sett niður án grenndarkynningar og án samráðs við íbúa á sínum tíma,“ var jafn framt bókað á fundinum. Aðspurð um hvort þetta sé hótun segist Oddný ekki vilja taka svo djúpt í árina. Áður hefur verið rætt um að finna bensínstöðinni nýja staðsetningu, og þá helst við einhvers konar þjónustumiðstöð. „Þetta er ekki mjög heppileg staðsetning. Þetta eru einu dælurnar og það eru þungaflutningar að fara í gegnum bæinn,“ segir Oddný. Þá sé stöðin líka of lítil og það vanti dælur fyrir rafbíla. Salernismálið hafi ýtt við að þessi mál séu endurskoðuð. „Við ætlum að kalla þau hjá N1 á fund og ræða þessi mál í góðu,“ segir Oddný.
Múlaþing Ferðamennska á Íslandi Verslun Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Sjá meira