Að hagræða kössum eða fólki? 5. maí 2023 18:31 Á sama tíma birtast tveir ráðherrar ríkisstjórnarinnar og tala í kross þar sem annar vill draga úr brottfalli drengja m.a. með því að efla verknám á meðan hinn vill fara þá leið að efla nám í háskólum sem kallar á aukinn fjölda nemenda í bóknámi. Á sama tíma er verið að tala um að það fækki fyrirsjáanlega í bóknámi vegna breyttrar námskipunar til stúdentsprófs eða styttingarinnar svokölluðu, sem fór í gegn endanlega 2016 eða fyrir sjö árum. Ósköp eru stjórnvöld sein í að koma með tillögur vegna breytinga sem hófust fyrir fjórtán árum og lauk fyrir sjö árum. Báðir þessir ráðherrar hafa virst sómakært fólk en þeim sem hér lemur lyklaborð finnst að þau þurfi að tala saman. Þau sameiningarverkefni sem ráðherra hefur kynnt og virðast vera langt komin í ráðuneytinu eru fjögur og varða átta skóla. Það er sameining Keilis - miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs á Ásbrú í Reykjanesbæ og Fjölbrautaskóla Suðurnesja í sama sveitarfélagi. Það kann að vera hagræðing í því en spurning hvort þeir nemendur sem eru við nám hjá Keili fái betri þjónustu og aðstæður í stórum skóla? Það hefur sést oftar en einu sinni að mjög stórar einingar henti ákveðnum hópi nemenda illa og því spurning hver ávinningurinn sé þjónustulega. Það skal tekið fram að í FS er unnið frábært starf. Ef af verður mun húsnæði Keilis við Ásbrú standa tómt í bili að minnsta kosti. Annað mál er sameining/samstarf MA og VMA eða líklega niðurlagning MA sem þá mundi renna inn í VMA. Báðir skólar eru vel eftirsóttir og öflugir en með þessu hyrfi bóknámsskóli með mikla sögu inn í fjölbrautaskóla og yrði það varla til að auka flóruna í framhaldsskólalitrófinu. Húsnæðismál gætu verið leyst með því að hús MA standi auð og að byggt verði við VMA. Næst er sameining MS og Kvennaskólans, tveggja framtakssamra skóla ef svo má að orði komast en Kvennó leiddi ferlið til breyttrar námskipunar til stúdentsprófs árin 2008-2009, ásamt Menntaskólanum í Borgarnesi sem tók til starfa 2007. Kvennaskólinn er jafnframt hluti af sögu réttindabaráttu kvenna á Íslandi og þar með mannréttindabaráttu en MS hefur verið frumkvöðulsskóli í að breyta námsannaskipulaginu þannig að skólaár þeirra er þrjár annir en ekki tvær. Í báðum skólunum hafa verið húsnæðisvandræði en Kvennó starfar í gamla Miðbæjarskólanum og MS í lagfærðu húsnæði þar sem hefur fundist mygla sem veldur vandræðum. Þessum skólum er ætlað að sameinast í húsi Menntavísindasviðs HÍ við Stakkahlíð þegar það flytur á Hótel Sögu (sem eitt sinn hét) við Melatorg. Þá losnar húsnæði tveggja skóla, - MS tiltölulega nýuppgert og Kvennó í gamla Miðbæjarskólanum. Síðasta sameiningin er að láta Flensborgarskólann í Hafnarfirði renna inn í Tækniskólann, þegar búið verður að reisa hús fyrir Tækniskólann fyrir á þriðja tug milljarða. Svo virðist sem sameiningin eigi að réttlæta þann flutning og að þannig verði til 3000 nemenda skóli. Með þessu losnar húsnæði Flensborgarskólans, til þess að gera nýuppgert, sem og allt núverandi húsnæði Tækniskólans í Hafnarfirði og Reykjavík sem er vissulega dreift um borgina (og Fjörðinn). Hagræðið í að byggja nýjan Tækniskóla felst vissulega í því að sameina hinar ólíku starfseiningar skólans en það er tæplega hagræðing eða peningalegur ávinningur að hella 27 milljörðum króna (sem er án efa tala sem ekki mun standast) í verkið. Þá veldur það mér hugarangri að sjá skýrslu sem birt var á vef Stjórnarráðsins 21/4 sl. undir heitinu Nýtt húsnæði Tækniskólans. Tillögur verkefnisstjórnar. Ekki síst vegna þess að þar er beinlínis vikið að þessari sameiningu en Flensborg átti enga aðkomu að málinu engan málsvara. Samt kemur fram að ráðuneytið hafi þegar lagt frummat á málið og svo virðist í tillögunum að málið sé afgreitt án þess að stjórnendur Flensborgarskólans og skólanefnd hafi nokkra aðkomu fengið. Ekki mjög lýðræðislegt eða gott verklag frá sjónarhóli farsældar og mannauðs. Ef þetta gengur eftir þá mun framhaldsskólum á Íslandi fækka um fjóra. Þar á meðal er skóli sem mótaði heilsueflingu í framhaldsskólum og var farinn að nota hugtakið framhaldsskóli til farsældar löngu áður en ríkisstjórn og ráðuneyti tóku það upp í stefnu sína. Flensborgarskólinn er líklega einn fárra skóla sem hafa mótað sér skólasýn af þessu tagi og farið eftir henni. Þar er í boði mikil þjónusta og stuðningur við nemendur. Gildir einu hvort þeir eigi undir högg að sækja, eru íþróttaafreksmenn sem þurfa stuðning við að skipuleggja nám sitt vegna keppnis- og æfingaferða innan lands sem utan eða annarra öflugra námsmanna sem fá stuðning til að njóta sín í námi. Í Flensborg er stærsta íþróttaafrekssvið framhaldsskóla hér landi og einhver best búni framhaldsskóli landsins. Hann á djúpar rætur í hafnfirsku samfélagi og sú þjónusta sem veitt er í skólanum er óvéfengjanlega í anda stofnskrár hans. Í henni er þess getið að skólinn eigi að veita nemendum það sem góðir borgarar þyrftu að kunna. Þar hófst kennaramenntun á Íslandi og löngu síðar var hann framarlega í flokki þeirra skóla eða skólastjórnenda sem útfærðu áfangakerfið sem er notað í langflestum framhaldsskólum á Íslandi. Frá Flensborgarskólanum hefur komið stór hópur stúdenta sem hefur staðið sig vel hvert sem þau fara Fyrrgreind skýrsla gerir ráð fyrir því að allir liðlega 600 nemenda skólans fari í Tækniskólann. Þeir sem í Flensborg hafa komið voru að sækja í bóknám. Ætli þeir leiti þá ekki í aðra bóknámsskóla? Það er ekki traustvekjandi fullyrðing að allir 600 nemenda skólans fari í Tækniskólann. Það sem undirrituðum finnst undarlegast í þessu máli er að starfshópurinn sem að ofan er nefndur var greinilega með þessa tillögu frá upphafi. Enda fær þessi nýi skóli fær nafn (sjá bls.8) Tækniskólinn Flensborg. Það eru þrír af elstu framhaldsskólum landsins í þessum potti. Þessi aðgerð fækkar bóknámsskólum og mun ekki endilega fjölga verknámsnemendum. Skólar með sterka starfssýn og skólar sem mótað hafa og leitt áfram uppbyggingu skólakerfisins munu hverfa og flóra námsúrvals mun minnka. Gríðarlega mikið húsnæði mun losna, sérstaklega í Reykjavík og það þarf að sannfæra mig um að það að spreða tæplega 30 milljörðum alls sé sparnaður. Hvernig sem á það er horft þá er ekki mikil farsæld í þessu máli! Höfundur er fyrrverandi skólameistari Flensborgarskólans Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Skoðun Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Á sama tíma birtast tveir ráðherrar ríkisstjórnarinnar og tala í kross þar sem annar vill draga úr brottfalli drengja m.a. með því að efla verknám á meðan hinn vill fara þá leið að efla nám í háskólum sem kallar á aukinn fjölda nemenda í bóknámi. Á sama tíma er verið að tala um að það fækki fyrirsjáanlega í bóknámi vegna breyttrar námskipunar til stúdentsprófs eða styttingarinnar svokölluðu, sem fór í gegn endanlega 2016 eða fyrir sjö árum. Ósköp eru stjórnvöld sein í að koma með tillögur vegna breytinga sem hófust fyrir fjórtán árum og lauk fyrir sjö árum. Báðir þessir ráðherrar hafa virst sómakært fólk en þeim sem hér lemur lyklaborð finnst að þau þurfi að tala saman. Þau sameiningarverkefni sem ráðherra hefur kynnt og virðast vera langt komin í ráðuneytinu eru fjögur og varða átta skóla. Það er sameining Keilis - miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs á Ásbrú í Reykjanesbæ og Fjölbrautaskóla Suðurnesja í sama sveitarfélagi. Það kann að vera hagræðing í því en spurning hvort þeir nemendur sem eru við nám hjá Keili fái betri þjónustu og aðstæður í stórum skóla? Það hefur sést oftar en einu sinni að mjög stórar einingar henti ákveðnum hópi nemenda illa og því spurning hver ávinningurinn sé þjónustulega. Það skal tekið fram að í FS er unnið frábært starf. Ef af verður mun húsnæði Keilis við Ásbrú standa tómt í bili að minnsta kosti. Annað mál er sameining/samstarf MA og VMA eða líklega niðurlagning MA sem þá mundi renna inn í VMA. Báðir skólar eru vel eftirsóttir og öflugir en með þessu hyrfi bóknámsskóli með mikla sögu inn í fjölbrautaskóla og yrði það varla til að auka flóruna í framhaldsskólalitrófinu. Húsnæðismál gætu verið leyst með því að hús MA standi auð og að byggt verði við VMA. Næst er sameining MS og Kvennaskólans, tveggja framtakssamra skóla ef svo má að orði komast en Kvennó leiddi ferlið til breyttrar námskipunar til stúdentsprófs árin 2008-2009, ásamt Menntaskólanum í Borgarnesi sem tók til starfa 2007. Kvennaskólinn er jafnframt hluti af sögu réttindabaráttu kvenna á Íslandi og þar með mannréttindabaráttu en MS hefur verið frumkvöðulsskóli í að breyta námsannaskipulaginu þannig að skólaár þeirra er þrjár annir en ekki tvær. Í báðum skólunum hafa verið húsnæðisvandræði en Kvennó starfar í gamla Miðbæjarskólanum og MS í lagfærðu húsnæði þar sem hefur fundist mygla sem veldur vandræðum. Þessum skólum er ætlað að sameinast í húsi Menntavísindasviðs HÍ við Stakkahlíð þegar það flytur á Hótel Sögu (sem eitt sinn hét) við Melatorg. Þá losnar húsnæði tveggja skóla, - MS tiltölulega nýuppgert og Kvennó í gamla Miðbæjarskólanum. Síðasta sameiningin er að láta Flensborgarskólann í Hafnarfirði renna inn í Tækniskólann, þegar búið verður að reisa hús fyrir Tækniskólann fyrir á þriðja tug milljarða. Svo virðist sem sameiningin eigi að réttlæta þann flutning og að þannig verði til 3000 nemenda skóli. Með þessu losnar húsnæði Flensborgarskólans, til þess að gera nýuppgert, sem og allt núverandi húsnæði Tækniskólans í Hafnarfirði og Reykjavík sem er vissulega dreift um borgina (og Fjörðinn). Hagræðið í að byggja nýjan Tækniskóla felst vissulega í því að sameina hinar ólíku starfseiningar skólans en það er tæplega hagræðing eða peningalegur ávinningur að hella 27 milljörðum króna (sem er án efa tala sem ekki mun standast) í verkið. Þá veldur það mér hugarangri að sjá skýrslu sem birt var á vef Stjórnarráðsins 21/4 sl. undir heitinu Nýtt húsnæði Tækniskólans. Tillögur verkefnisstjórnar. Ekki síst vegna þess að þar er beinlínis vikið að þessari sameiningu en Flensborg átti enga aðkomu að málinu engan málsvara. Samt kemur fram að ráðuneytið hafi þegar lagt frummat á málið og svo virðist í tillögunum að málið sé afgreitt án þess að stjórnendur Flensborgarskólans og skólanefnd hafi nokkra aðkomu fengið. Ekki mjög lýðræðislegt eða gott verklag frá sjónarhóli farsældar og mannauðs. Ef þetta gengur eftir þá mun framhaldsskólum á Íslandi fækka um fjóra. Þar á meðal er skóli sem mótaði heilsueflingu í framhaldsskólum og var farinn að nota hugtakið framhaldsskóli til farsældar löngu áður en ríkisstjórn og ráðuneyti tóku það upp í stefnu sína. Flensborgarskólinn er líklega einn fárra skóla sem hafa mótað sér skólasýn af þessu tagi og farið eftir henni. Þar er í boði mikil þjónusta og stuðningur við nemendur. Gildir einu hvort þeir eigi undir högg að sækja, eru íþróttaafreksmenn sem þurfa stuðning við að skipuleggja nám sitt vegna keppnis- og æfingaferða innan lands sem utan eða annarra öflugra námsmanna sem fá stuðning til að njóta sín í námi. Í Flensborg er stærsta íþróttaafrekssvið framhaldsskóla hér landi og einhver best búni framhaldsskóli landsins. Hann á djúpar rætur í hafnfirsku samfélagi og sú þjónusta sem veitt er í skólanum er óvéfengjanlega í anda stofnskrár hans. Í henni er þess getið að skólinn eigi að veita nemendum það sem góðir borgarar þyrftu að kunna. Þar hófst kennaramenntun á Íslandi og löngu síðar var hann framarlega í flokki þeirra skóla eða skólastjórnenda sem útfærðu áfangakerfið sem er notað í langflestum framhaldsskólum á Íslandi. Frá Flensborgarskólanum hefur komið stór hópur stúdenta sem hefur staðið sig vel hvert sem þau fara Fyrrgreind skýrsla gerir ráð fyrir því að allir liðlega 600 nemenda skólans fari í Tækniskólann. Þeir sem í Flensborg hafa komið voru að sækja í bóknám. Ætli þeir leiti þá ekki í aðra bóknámsskóla? Það er ekki traustvekjandi fullyrðing að allir 600 nemenda skólans fari í Tækniskólann. Það sem undirrituðum finnst undarlegast í þessu máli er að starfshópurinn sem að ofan er nefndur var greinilega með þessa tillögu frá upphafi. Enda fær þessi nýi skóli fær nafn (sjá bls.8) Tækniskólinn Flensborg. Það eru þrír af elstu framhaldsskólum landsins í þessum potti. Þessi aðgerð fækkar bóknámsskólum og mun ekki endilega fjölga verknámsnemendum. Skólar með sterka starfssýn og skólar sem mótað hafa og leitt áfram uppbyggingu skólakerfisins munu hverfa og flóra námsúrvals mun minnka. Gríðarlega mikið húsnæði mun losna, sérstaklega í Reykjavík og það þarf að sannfæra mig um að það að spreða tæplega 30 milljörðum alls sé sparnaður. Hvernig sem á það er horft þá er ekki mikil farsæld í þessu máli! Höfundur er fyrrverandi skólameistari Flensborgarskólans
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar