Viðurkennir að hafa misst prófið Máni Snær Þorláksson skrifar 6. maí 2023 12:25 Sigmar Vilhjálmsson mun hjóla í sumar. Vísir/Vilhelm Það vakti nokkra athygli á dögunum þegar veitinga- og athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson tilkynnti að hann myndi lifa bíllausum lífsstíl í sumar. Hann segir frískandi að hjóla en viðurkennir að hafa misst bílprófið. „Ég áskil mér ávallt rétt til að skipta um skoðun,“ segir Sigmar, sem oftast er kallaður Simmi Vill, í Bakaríinu á Bylgjunni í dag. Hann hefur í gegnum tíðina verið talsmaður einkabílsins og fett fingur út í þau sem segja að hægt sé að komast út um allt á hjóli. Nú eru breyttir tímar og Sigmar ætlar að hjóla í allt sumar. „Við skulum samt ekkert halda niðri í okkur andanum, ég er bara búinn með einn dag,“ segir hann og bætir við að honum finnist það „algjör brandari“ hve mikla athygli það hefur vakið að hann ætli sér að hjóla í sumar. Fyrsti dagurinn gekk vel að mati Sigmars sem hjólaði frá Granda og upp í Mosó í gær, þó hann sé aumur í rassinum. „Ég viðurkenni það að ég er með ögn rasssæri eftir daginn í gær,“ segir hann. „Ég ætla að vona að þetta sé svona eins og með harðsperrurnar, þegar maður fær harðsperrur þá þarf maður bara að fara út að hlaupa til að losa sig við þær og ég er að fara aftur að hjóla.“ Sigmar fylgdist vel með aðstæðum á meðan hann hjólaði þessa leið og tók niður skýrslu: „Það voru ekkert rosalega margir að hjóla í gær, kannski var það veðrið, ég veit það ekki. Nú fer ég að hljóma eins og mega-hjólreiðamaður en það má laga aðeins hjólreiðastíginn hjá kirkjugarðinum í Grafarvoginum og þarna í skóglendinu hérna í Mosó. Þetta eru tveir staðir þar sem það mætti aðeins laga hjólastígana. En að öðru leyti er þetta ótrúlega næs. Veðrið í gær, þótt það hafi ekki verið upp á tíu, þá skemmdi það ekki fyrir. Mér fannst það eiginlega bara auka bónus að vera úti að leika í rigningunni. Það var ekki það kalt, maður kom heim veðurbarinn og þetta var mjög frískandi.“ „Misstirðu ekki bara prófið?“ Undir lokin er Sigmar spurður af Svavari Erni, öðrum af þáttastjórnendum Bakarísins, hvort hann hefði misst prófið og sé þess vegna að hjóla. „Simmi, það er ekki lygaramerki á tánum og svartur blettur á tungunni - misstirðu ekki bara prófið?“ Þeirri spurningu svarar Sigmar játandi. Ása Ninna, sem stýrir þættinum ásamt Svavari Erni, hrósaði þá Simma fyrir að viðurkenna þetta. „Ég kann svo mikið að meta það þegar fólk sem tjáir sig svona mikið opinberlega talar bara umbúðalaust um hlutina,“ segir hún. Þá segir Sigmar að sér finnist löstur fólks að halda sig við einhverja skoðun þó það sé innst inni búið að skipa um skoðun. „Mér finnst allt í lagi að prófa nýja hluti. Það sem menn átta sig kannski ekki á er að ég bjó í Svíþjóð í þrjú ár og ég hjólaði svipaða vegalengd á hverjum einasta degi í skólann og heim í tvö ár. Þannig ég er ekki alveg ótengdur hjólreiðum og ég hef aldrei verið á móti hjólreiðum.“ Verður kominn aftur á bílinn í lok sumars Þrátt fyrir að gærdagurinn hafi gengið vel þá bendir Sigmar á að það séu aðstæður sem geta komið upp og erfitt er að eiga við þegar hjólið er eina farartækið í vopnabúrinu. „Ég held hins vegar, eftir gærdaginn, að þegar þú ert að vinna, það kemur eitthvað upp á og þú ert staddur á hjóli - það er ekkert rosalega þægileg staða, bara svo það sé sagt.“ Sigmar segir þá að hann hlakki til að fara í gegnum sumarið á hjólinu. Hann verði svo kominn aftur á bílinn í lok ágúst. Bakaríið Hjólreiðar Samgöngur Mosfellsbær Mest lesið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Fleiri fréttir Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Sjá meira
„Ég áskil mér ávallt rétt til að skipta um skoðun,“ segir Sigmar, sem oftast er kallaður Simmi Vill, í Bakaríinu á Bylgjunni í dag. Hann hefur í gegnum tíðina verið talsmaður einkabílsins og fett fingur út í þau sem segja að hægt sé að komast út um allt á hjóli. Nú eru breyttir tímar og Sigmar ætlar að hjóla í allt sumar. „Við skulum samt ekkert halda niðri í okkur andanum, ég er bara búinn með einn dag,“ segir hann og bætir við að honum finnist það „algjör brandari“ hve mikla athygli það hefur vakið að hann ætli sér að hjóla í sumar. Fyrsti dagurinn gekk vel að mati Sigmars sem hjólaði frá Granda og upp í Mosó í gær, þó hann sé aumur í rassinum. „Ég viðurkenni það að ég er með ögn rasssæri eftir daginn í gær,“ segir hann. „Ég ætla að vona að þetta sé svona eins og með harðsperrurnar, þegar maður fær harðsperrur þá þarf maður bara að fara út að hlaupa til að losa sig við þær og ég er að fara aftur að hjóla.“ Sigmar fylgdist vel með aðstæðum á meðan hann hjólaði þessa leið og tók niður skýrslu: „Það voru ekkert rosalega margir að hjóla í gær, kannski var það veðrið, ég veit það ekki. Nú fer ég að hljóma eins og mega-hjólreiðamaður en það má laga aðeins hjólreiðastíginn hjá kirkjugarðinum í Grafarvoginum og þarna í skóglendinu hérna í Mosó. Þetta eru tveir staðir þar sem það mætti aðeins laga hjólastígana. En að öðru leyti er þetta ótrúlega næs. Veðrið í gær, þótt það hafi ekki verið upp á tíu, þá skemmdi það ekki fyrir. Mér fannst það eiginlega bara auka bónus að vera úti að leika í rigningunni. Það var ekki það kalt, maður kom heim veðurbarinn og þetta var mjög frískandi.“ „Misstirðu ekki bara prófið?“ Undir lokin er Sigmar spurður af Svavari Erni, öðrum af þáttastjórnendum Bakarísins, hvort hann hefði misst prófið og sé þess vegna að hjóla. „Simmi, það er ekki lygaramerki á tánum og svartur blettur á tungunni - misstirðu ekki bara prófið?“ Þeirri spurningu svarar Sigmar játandi. Ása Ninna, sem stýrir þættinum ásamt Svavari Erni, hrósaði þá Simma fyrir að viðurkenna þetta. „Ég kann svo mikið að meta það þegar fólk sem tjáir sig svona mikið opinberlega talar bara umbúðalaust um hlutina,“ segir hún. Þá segir Sigmar að sér finnist löstur fólks að halda sig við einhverja skoðun þó það sé innst inni búið að skipa um skoðun. „Mér finnst allt í lagi að prófa nýja hluti. Það sem menn átta sig kannski ekki á er að ég bjó í Svíþjóð í þrjú ár og ég hjólaði svipaða vegalengd á hverjum einasta degi í skólann og heim í tvö ár. Þannig ég er ekki alveg ótengdur hjólreiðum og ég hef aldrei verið á móti hjólreiðum.“ Verður kominn aftur á bílinn í lok sumars Þrátt fyrir að gærdagurinn hafi gengið vel þá bendir Sigmar á að það séu aðstæður sem geta komið upp og erfitt er að eiga við þegar hjólið er eina farartækið í vopnabúrinu. „Ég held hins vegar, eftir gærdaginn, að þegar þú ert að vinna, það kemur eitthvað upp á og þú ert staddur á hjóli - það er ekkert rosalega þægileg staða, bara svo það sé sagt.“ Sigmar segir þá að hann hlakki til að fara í gegnum sumarið á hjólinu. Hann verði svo kominn aftur á bílinn í lok ágúst.
Bakaríið Hjólreiðar Samgöngur Mosfellsbær Mest lesið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Fleiri fréttir Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Sjá meira