Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg. Segir þar að útkallið hafi komið tíu mínútur í tvö í dag. Var strandveiðibáturinn staddur rétt vestur af Snæfellsnesi, utan við Öndverðarnesvita.
Nærstaddir bátar komu skipverjunum til aðstoðar og var hægt að dæla sjó úr bátnum og komast að mestu í veg fyrir lekann. Var þá aðstoð þyrlu afturkölluð að sögn landsbjargar.
Björgunarskipið kom svo að bátnum skömmu síðar og rétt fyrir klukkan þrjú var hann kominn í tog. Lagði Björg þá af stað áleiðis til hafnar á Rifi.
Í tilkynningu Landsbjargar segir að ekki sé ljóst hvers vegna leki kom að bátnum. Skipverja um borð sakaði ekki.