Stofnandi Facebook kom mörgum að óvörum þegar hann mætti til leiks á mótinu, að því er fram kemur í umfjöllun Guardian. Það var þó færni hans í bardagaíþróttinni sem kom mest á óvart en hann vann ekki til einna, heldur tveggja verðlauna.
Í umfjöllun miðilsins er haft eftir Zuckerberg að hann hafi fengið áhuga á íþróttinni í heimsfaraldri Covid-19. Hann birti mynd af sér á mótinu á Instagram síðunni sinni og sagðist hafa keppt fyrir Guerrilla Jiu Jitsu liðið.
Fjölmargir hafa óskað milljarðamæringnum til hamingju með árangurinn á fyrsta mótinu. Þar á meðal er bardagakappinn Conor McGregor sem hrósar Zuckerberg í hástert.
Jiu-jitsu kempur láta sitt heldur ekki eftir liggja en hinn brasilíski Bernardo Faria, fimmfaldur heimsmeistari í íþróttinni, segir Zuckerberg bera sig vel á myndinni sem hann birtir á samfélagsmiðlinum.
Er þess getið í umfjöllun Guardian að bardagaíþróttin hafi öðlast æ meiri vinsældir undanfarin ár. Hollywood stjörnur á borð við Ashton Kutcher, Jason Statham, Russell Brand og Tom Hardy séu allir með belti í íþróttinni og stundi hana reglulega.
