Segir Rússa berjast fyrir fullveldi Rússlands Samúel Karl Ólason skrifar 9. maí 2023 09:17 Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hélt því fram að Rússar væru að verja fullveldi sitt með innrásinni í Úkraínu. AP/Alexander Zemlianichenko Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hélt því fram í ræðu í Moskvu í morgun, þar sem Rússar minntust sigurs í seinni heimsstyrjöldinni, að innrás Rússa í Úkraínu væri í rauninni barátta um tilvist Rússlands og rússnesk gildi. Hann líkti stjórnvöldum í Úkraínu við nasista, eins og hann hefur ítrekað gert áður, og staðhæfði að Rússar vildu friðsama framtíð. Það væru Vesturlönd sem dreifðu hatri og „Rússafóbíu“. Pútín sagði Rússa vera að verja fullveldi sitt, þrátt fyrir að hann hafi skipað rússneska hernum að ráðast inn í Úkraínu. Frá því Rússar réðust inn í Úkraínu í fyrra hafa Pútín, aðrir ráðamenn í Rússlandi og málpípur stjórnvalda reglulega haldið því fram að þeir eigi raunverulega í stríði við Vesturlönd og Rússar séu að berjast fyrir tilvist Rússlands. Vesturlönd séu að nota Úkraínu til að gera út af við Rússland. Rússneskir hermenn í skrúðgöngunni.AP/Alexander Zemlianichenko Þessi orðræða hefur orðið algengari samhliða slæmu gengi rússneskra hermanna í Úkraínu og aukinna vopnasendinga Vesturlanda til Úkraínu. Úkraínumenn eiga sér bakhjarla á Vesturlöndum sem útvegað hafa þeim vopn, skotfæri og annarskonar hergögn, þjálfun og upplýsingar, svo eitthvað sé nefnt. Forsetinn staðhæfði að hömlulaus metnaður, hroki og refsileysi Vesturlanda hefði leitt til stríðs. Pútín endaði ræðu sína, samkvæmt BBC, á því að ekkert væri sterkar en ást Rússa á móðurlandi þeirra. „Til sigurs okkar, Húrra.“ Fleiri hermenn.Ap/Alexander Zemlianichenko Ræða Pútíns var í takt við aðrar ræður hans frá því innrás hans hófst Skömmu áður en ræða Pútíns hófst skutu Rússar 25 stýriflauga á byggð ból í Úkraínu. Úkraínumenn segjast hafa skotið niður 23 þeirra. Sjá einnig: Rússar skutu 25 stýriflaugum á Úkraínu í nótt Þrátt fyrir ummæli Pútíns um innrásina í Úkraínu ber hún merki landvinningastríðs. Tugir þúsunda almennra borgara hafa dáið vegna innrásarinnar, heilu borgirnar hafa verið jafnaðar við jörðu og milljónum hefur verið stökkt á flótta. Þá hefur innrásin valdið gífurlegum skaða á landsframleiðslu Úkraínu, iðnaði og landbúnaði, svo eitthvað sé nefnt. Rússar hafa þar að auki flutt mikinn fjölda úkraínskra barna til Rússlands. Sjá einnig: Gefa út handtökuskipun á hendur Pútín Rússar hafa innlimað fjögur héruð Úkraínu ólöglega, til viðbótar við Krímskaga sem Rússar hertóku árið 2014. Þá hefur Pútín ítrekað haldið því fram að Úkraína sé ekki raunverulegt ríki og Rússar eigi rétt á því að stjórna því. Í því samhengi hefur Pútín einnig líkt sér við Pétur mikla, keisara Rússlands á árum áður. Sjá einnig: Segir Rússa rétt að byrja í Úkraínu Skrúðgangan í Moskvu var mun minni í sniðum en hún hefur verið áður. Þá var hætt við sambærilegar en smærri skrúðgöngur í minnst 21 borg í Rússlandi, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Einungis einn gamall skriðdreki sást í skrúðgöngunni og þá var herflugvélum ekki flogið yfir hátíðarsvæðið eins og áður. Áhugasamir geta virt fyrir sér hátíðarhöldin í Moskvu í spilaranum hér að neðan. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Vladimír Pútín Tengdar fréttir Rússar láta sprengjum rigna í Úkraínu Yfirvöld í Úkraínu segjast hafa skotið niður þrjátíu og fimm íranska Shahed dróna í morgun en Rússar sendu þá á skotmörk víðsvegar um landið. 8. maí 2023 07:19 Auknar áhyggjur af öryggi kjarnorkuversins eftir að nærliggjandi svæði var rýmt Forstöðumaður kjarnorkumálastofnunar Sameinuðu þjóðanna hefur vaxandi áhyggjur af öryggi Zaporizhzhia-kjarnorkuversins í suðausturhluta Úkraínu. Fylkisstjóri svæðisins sem er á valdi Rússa hefur fyrirskipað að nærliggjandi hverfi verði rýmd en langvarandi átök hafa staðið yfir við kjarnorkuverið sem er það stærsta í Evrópu. 7. maí 2023 14:58 Rússar aftur sakaðir um að nota fosfórssprengjur Úkraínumenn hafa sakað Rússa um að nota fosfórssprengjur í Bakhmut og hefur herinn birt myndskeið tekin úr dróna sem virðast sýna elda loga í borginni á sama tíma og hvítum fosfór rignir niður. 6. maí 2023 19:57 Clinton segist hafa vitað frá 2011 að Pútín myndi gera innrás Financial Times hefur birt tilvitnanir í Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, þar sem hann segist hafa vitað það árið 2011 að það væri aðeins tímaspursmál hvenær Vladimir Pútín Rússlandforseti myndi ráðast inn í Úkraínu. 5. maí 2023 06:54 „Við réðumst ekki á Pútín eða Moskvu“ Volodomír Selenskí Úkraínuforseti segir ásakanir rússneskra stjórnvalda á hendur Úkraínu um að hafa staðið fyrir banatilræði gegn Vladimír Pútín Rússlandsforseta í Moskvu í morgun ekki eiga við rök að styðjast. 3. maí 2023 15:55 Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Sjá meira
Hann líkti stjórnvöldum í Úkraínu við nasista, eins og hann hefur ítrekað gert áður, og staðhæfði að Rússar vildu friðsama framtíð. Það væru Vesturlönd sem dreifðu hatri og „Rússafóbíu“. Pútín sagði Rússa vera að verja fullveldi sitt, þrátt fyrir að hann hafi skipað rússneska hernum að ráðast inn í Úkraínu. Frá því Rússar réðust inn í Úkraínu í fyrra hafa Pútín, aðrir ráðamenn í Rússlandi og málpípur stjórnvalda reglulega haldið því fram að þeir eigi raunverulega í stríði við Vesturlönd og Rússar séu að berjast fyrir tilvist Rússlands. Vesturlönd séu að nota Úkraínu til að gera út af við Rússland. Rússneskir hermenn í skrúðgöngunni.AP/Alexander Zemlianichenko Þessi orðræða hefur orðið algengari samhliða slæmu gengi rússneskra hermanna í Úkraínu og aukinna vopnasendinga Vesturlanda til Úkraínu. Úkraínumenn eiga sér bakhjarla á Vesturlöndum sem útvegað hafa þeim vopn, skotfæri og annarskonar hergögn, þjálfun og upplýsingar, svo eitthvað sé nefnt. Forsetinn staðhæfði að hömlulaus metnaður, hroki og refsileysi Vesturlanda hefði leitt til stríðs. Pútín endaði ræðu sína, samkvæmt BBC, á því að ekkert væri sterkar en ást Rússa á móðurlandi þeirra. „Til sigurs okkar, Húrra.“ Fleiri hermenn.Ap/Alexander Zemlianichenko Ræða Pútíns var í takt við aðrar ræður hans frá því innrás hans hófst Skömmu áður en ræða Pútíns hófst skutu Rússar 25 stýriflauga á byggð ból í Úkraínu. Úkraínumenn segjast hafa skotið niður 23 þeirra. Sjá einnig: Rússar skutu 25 stýriflaugum á Úkraínu í nótt Þrátt fyrir ummæli Pútíns um innrásina í Úkraínu ber hún merki landvinningastríðs. Tugir þúsunda almennra borgara hafa dáið vegna innrásarinnar, heilu borgirnar hafa verið jafnaðar við jörðu og milljónum hefur verið stökkt á flótta. Þá hefur innrásin valdið gífurlegum skaða á landsframleiðslu Úkraínu, iðnaði og landbúnaði, svo eitthvað sé nefnt. Rússar hafa þar að auki flutt mikinn fjölda úkraínskra barna til Rússlands. Sjá einnig: Gefa út handtökuskipun á hendur Pútín Rússar hafa innlimað fjögur héruð Úkraínu ólöglega, til viðbótar við Krímskaga sem Rússar hertóku árið 2014. Þá hefur Pútín ítrekað haldið því fram að Úkraína sé ekki raunverulegt ríki og Rússar eigi rétt á því að stjórna því. Í því samhengi hefur Pútín einnig líkt sér við Pétur mikla, keisara Rússlands á árum áður. Sjá einnig: Segir Rússa rétt að byrja í Úkraínu Skrúðgangan í Moskvu var mun minni í sniðum en hún hefur verið áður. Þá var hætt við sambærilegar en smærri skrúðgöngur í minnst 21 borg í Rússlandi, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Einungis einn gamall skriðdreki sást í skrúðgöngunni og þá var herflugvélum ekki flogið yfir hátíðarsvæðið eins og áður. Áhugasamir geta virt fyrir sér hátíðarhöldin í Moskvu í spilaranum hér að neðan.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Vladimír Pútín Tengdar fréttir Rússar láta sprengjum rigna í Úkraínu Yfirvöld í Úkraínu segjast hafa skotið niður þrjátíu og fimm íranska Shahed dróna í morgun en Rússar sendu þá á skotmörk víðsvegar um landið. 8. maí 2023 07:19 Auknar áhyggjur af öryggi kjarnorkuversins eftir að nærliggjandi svæði var rýmt Forstöðumaður kjarnorkumálastofnunar Sameinuðu þjóðanna hefur vaxandi áhyggjur af öryggi Zaporizhzhia-kjarnorkuversins í suðausturhluta Úkraínu. Fylkisstjóri svæðisins sem er á valdi Rússa hefur fyrirskipað að nærliggjandi hverfi verði rýmd en langvarandi átök hafa staðið yfir við kjarnorkuverið sem er það stærsta í Evrópu. 7. maí 2023 14:58 Rússar aftur sakaðir um að nota fosfórssprengjur Úkraínumenn hafa sakað Rússa um að nota fosfórssprengjur í Bakhmut og hefur herinn birt myndskeið tekin úr dróna sem virðast sýna elda loga í borginni á sama tíma og hvítum fosfór rignir niður. 6. maí 2023 19:57 Clinton segist hafa vitað frá 2011 að Pútín myndi gera innrás Financial Times hefur birt tilvitnanir í Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, þar sem hann segist hafa vitað það árið 2011 að það væri aðeins tímaspursmál hvenær Vladimir Pútín Rússlandforseti myndi ráðast inn í Úkraínu. 5. maí 2023 06:54 „Við réðumst ekki á Pútín eða Moskvu“ Volodomír Selenskí Úkraínuforseti segir ásakanir rússneskra stjórnvalda á hendur Úkraínu um að hafa staðið fyrir banatilræði gegn Vladimír Pútín Rússlandsforseta í Moskvu í morgun ekki eiga við rök að styðjast. 3. maí 2023 15:55 Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Sjá meira
Rússar láta sprengjum rigna í Úkraínu Yfirvöld í Úkraínu segjast hafa skotið niður þrjátíu og fimm íranska Shahed dróna í morgun en Rússar sendu þá á skotmörk víðsvegar um landið. 8. maí 2023 07:19
Auknar áhyggjur af öryggi kjarnorkuversins eftir að nærliggjandi svæði var rýmt Forstöðumaður kjarnorkumálastofnunar Sameinuðu þjóðanna hefur vaxandi áhyggjur af öryggi Zaporizhzhia-kjarnorkuversins í suðausturhluta Úkraínu. Fylkisstjóri svæðisins sem er á valdi Rússa hefur fyrirskipað að nærliggjandi hverfi verði rýmd en langvarandi átök hafa staðið yfir við kjarnorkuverið sem er það stærsta í Evrópu. 7. maí 2023 14:58
Rússar aftur sakaðir um að nota fosfórssprengjur Úkraínumenn hafa sakað Rússa um að nota fosfórssprengjur í Bakhmut og hefur herinn birt myndskeið tekin úr dróna sem virðast sýna elda loga í borginni á sama tíma og hvítum fosfór rignir niður. 6. maí 2023 19:57
Clinton segist hafa vitað frá 2011 að Pútín myndi gera innrás Financial Times hefur birt tilvitnanir í Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, þar sem hann segist hafa vitað það árið 2011 að það væri aðeins tímaspursmál hvenær Vladimir Pútín Rússlandforseti myndi ráðast inn í Úkraínu. 5. maí 2023 06:54
„Við réðumst ekki á Pútín eða Moskvu“ Volodomír Selenskí Úkraínuforseti segir ásakanir rússneskra stjórnvalda á hendur Úkraínu um að hafa staðið fyrir banatilræði gegn Vladimír Pútín Rússlandsforseta í Moskvu í morgun ekki eiga við rök að styðjast. 3. maí 2023 15:55