„Ég var að vonast til þess að hann myndi borga sektina mína“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2023 07:01 Nikola Jokic var frábær með Denver Nuggets í mikilvægum sigri í úrslitakeppninni í nótt. Getty/Matthew Stockman Nikola Jokic sættist við eiganda Phoenix Suns fyrir leik og fór síðan fyrir sínum mönnum í sigri Denver Nuggets sem komst í 3-2 í úrslitakeppni NBA í nótt alveg eins og Philadelphia 76ers gerði með sigri í Boston. Jokic hafði fengið tæknivillu í leiknum á undan fyrir að ýta eiganda Phoenix Suns sem vakti mikla fjölmiðlaathygli en fyrir leikinn í nótt þá fór fram lauflétt athöfn þar sem að eigandinn, Mat Ishbia, fékk boltann frá Jokic. Nikola Jokic puts up a triple-double as the @nuggets win Game 5 to secure a 3-2 lead!29 PTS13 REB12 ASTDEN/PHX Game 6: Thurs. | 10pm/et on ESPN pic.twitter.com/hr9d2nEoUx— NBA (@NBA) May 10, 2023 „Ég var að vonast til þess að hann myndi borga sektina mína,“ sagði Nikola Jokic léttur eftir leik en hann slapp við bann en fékk 25 þúsund dala sekt sem er um 3,5 milljónir króna. Eftir sættirnar tók Jokic sig til við að herja á liðsmenn Suns en serbneski miðherjinn endaði með þrennu í 118-102 sigri. Jokic endaði með 29 stig, 13 fráköst og 12 stoðsendingar en þetta var tíunda þrenna hans í úrslitakeppni og þar með sló hann miðherjamet sitt og Wilt Chamberlain. Phoenix Suns hafði jafnað einvígi með tveimur sigrum í röð í Phoenix en nú voru liðin aftur komin til Denver. Michael Porter Jr. (19 PTS, 8 REBS, 5 3PM) and Jamal Murray (19 PTS, 6 AST) with big nights in the @nuggets Game 5 win! DEN/PHX Game 6 Thursday at 10pm/et on ESPN pic.twitter.com/MXVsT4lzxS— NBA (@NBA) May 10, 2023 Michael Porter Jr. skoraði fimm þrista í leiknum og endaði með 19 stig. Bruce Brown kom með 25 stig frá bekknum. Denver tókst líka að hægja á Devin Booker sem skoraði vissulega 28 stig en klikkaði á 11 af 19 skotum sínum. Kevin Durant var með 26 stig. Philadelphia 76ers vann annan leikinn í röð á móti Boston Celtics og nú í Boston. 76ers er því komið 3-2 yfir í einvíginu og næsti leikur er í Philadelphia. Joel Embiid skoraði 33 stig í leiknum og sigur 76ers var öruggur. Philadelphia hefur ekki komist í úrslit Austurdeildarinnar frá árinu 2001 en er nú bara einum sigri frá því. Tyrese Maxey skoraði 30 stig og var með sex þrista en James Harden endaði með 17 stig, 10 stoðsendingar og 8 fráköst. Jayson Tatum var atkvæðamestur hjá Boston með 36 stig en hitti aðeins úr 11 af 27 skotum. Tyrese Maxey comes up big in the @sixers Game 5 win!30 PTS | 7 REB | 6 3PM Game 5: Thursday, 7:30 PM ET on ESPN pic.twitter.com/TuBJCVwsis— NBA (@NBA) May 10, 2023 NBA Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira
Jokic hafði fengið tæknivillu í leiknum á undan fyrir að ýta eiganda Phoenix Suns sem vakti mikla fjölmiðlaathygli en fyrir leikinn í nótt þá fór fram lauflétt athöfn þar sem að eigandinn, Mat Ishbia, fékk boltann frá Jokic. Nikola Jokic puts up a triple-double as the @nuggets win Game 5 to secure a 3-2 lead!29 PTS13 REB12 ASTDEN/PHX Game 6: Thurs. | 10pm/et on ESPN pic.twitter.com/hr9d2nEoUx— NBA (@NBA) May 10, 2023 „Ég var að vonast til þess að hann myndi borga sektina mína,“ sagði Nikola Jokic léttur eftir leik en hann slapp við bann en fékk 25 þúsund dala sekt sem er um 3,5 milljónir króna. Eftir sættirnar tók Jokic sig til við að herja á liðsmenn Suns en serbneski miðherjinn endaði með þrennu í 118-102 sigri. Jokic endaði með 29 stig, 13 fráköst og 12 stoðsendingar en þetta var tíunda þrenna hans í úrslitakeppni og þar með sló hann miðherjamet sitt og Wilt Chamberlain. Phoenix Suns hafði jafnað einvígi með tveimur sigrum í röð í Phoenix en nú voru liðin aftur komin til Denver. Michael Porter Jr. (19 PTS, 8 REBS, 5 3PM) and Jamal Murray (19 PTS, 6 AST) with big nights in the @nuggets Game 5 win! DEN/PHX Game 6 Thursday at 10pm/et on ESPN pic.twitter.com/MXVsT4lzxS— NBA (@NBA) May 10, 2023 Michael Porter Jr. skoraði fimm þrista í leiknum og endaði með 19 stig. Bruce Brown kom með 25 stig frá bekknum. Denver tókst líka að hægja á Devin Booker sem skoraði vissulega 28 stig en klikkaði á 11 af 19 skotum sínum. Kevin Durant var með 26 stig. Philadelphia 76ers vann annan leikinn í röð á móti Boston Celtics og nú í Boston. 76ers er því komið 3-2 yfir í einvíginu og næsti leikur er í Philadelphia. Joel Embiid skoraði 33 stig í leiknum og sigur 76ers var öruggur. Philadelphia hefur ekki komist í úrslit Austurdeildarinnar frá árinu 2001 en er nú bara einum sigri frá því. Tyrese Maxey skoraði 30 stig og var með sex þrista en James Harden endaði með 17 stig, 10 stoðsendingar og 8 fráköst. Jayson Tatum var atkvæðamestur hjá Boston með 36 stig en hitti aðeins úr 11 af 27 skotum. Tyrese Maxey comes up big in the @sixers Game 5 win!30 PTS | 7 REB | 6 3PM Game 5: Thursday, 7:30 PM ET on ESPN pic.twitter.com/TuBJCVwsis— NBA (@NBA) May 10, 2023
NBA Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira